Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 20202
Munum að njóta. Streita og
stress einkennir líf of margra og
þá er vert að minna fólk á að
muna eftir því að taka tíma til að
njóta lífsins líka. Við þurfum ekki
að vinna okkur til óbóta, fylgj-
ast með öllu á samfélagsmiðl-
um, hafa of miklar áhyggjur eða
hamast í lokuðum líkamsræktar-
sölum til að eiga gott líf.
Á morgun er útlit fyrir vestlæga
átt, 3-10 m/s og rigningu eða
súld með köflum. Hiti verður á
bilinu 5-14 stig og hlýjast á Suð-
austurlandi, en þurrt að kalla
norðaustanlands og hiti 0-5 stig
þar. Á föstudag verður norð-
læg átt, 5-10 m/s og dálítil væta
á Suðurlandi framan af degi og
stöku él norðantil, annars úr-
komulítið. Hiti 0-8 stig, mildast
sunnanlands. Á laugardag er út-
lit fyrir norðanstrekking og dálít-
il él á Norðausturlandi, en annars
mun hægari og léttskýjað. Hiti
1-10 stig, mildast syðst á landinu.
Á sunnudag og mánudag er útlit
fyrir suðaustanstrekking og rign-
ingu með köflum sunnanlands
en hægara og þurrt norðanlands.
Heldur hlýnandi veður.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skesshorns hvaða gistimögu-
leika lesendur ætla að nota á
ferðalagi innanlands í sumar.
Flestir, eða 29%, ætla að nota
hjólhýsi, fellihýsi eða húsbíl. 18%
ætla að gista á hótelum, 17%
ætla að blanda saman ýmsum
gistimöguleikum, 12% kjósa
sumarhúsin, 11% svarenda ætla
ekki að ferðast innanlands. 7%
ætla að gista í tjöldum og 6%
svarenda ætla að nýta bænda-
gistingu.
Í næstu viku er spurt:
Notar þú reiðhjól
sem ferðamáta?
Ekki hafa allir ferðaþjónustuað-
ilar gefið upp vonina um við-
skiptavini í sumar og eru þeir
sem ætla að bjóða Íslendinga
velkomna til sín í sumar Vest-
lendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Vísa motorcross-
braut frá
BORGARBYGGÐ: Á fundi
skipulags- og byggingarnefnd-
ar Borgarbyggðar 8. maí síðast-
liðinn var fjallað um staðsetn-
ingu á svæði fyrir motorcross
braut í sveitarfélaginu. Í bókun
nefndarinnar segir: „Til margra
ára hefur verið unnið að því að
finna staðsetningu fyrir motorc-
ross braut á landi sveitarfélags-
ins. Nefndin telur ljóst að ekki
sé til heppilegt svæði fyrir mot-
orcross í landi sveitarfélagsins.
Með tilliti til hljóðmengunar og
nálægðar við byggð.“ -mm
Spá hálfum millj-
arði verri afkomu
AKRANES: Á fundi bæjarráðs
Akraneskaupstaðar í liðinni
viku var lögð fram aðgerða-
áætlun bæjarfélagsins vegna
Covid-19. Lögð var fram svo-
kölluð næmnigreining bæjar-
stjóra vegna fjárhagslegra áhrifa
sem veiran mun valda á fjárhag
bæjarsjóðs. Samkvæmt næmni-
greiningunni gæti útkoma þessa
árs orðið rekstrartap upp á allt
að 228 milljónir króna í stað
áætlaðs rekstrarafgangs að fjár-
hæð 310 milljónir. Samanlagt
er því neikvæður viðsnúningur
í rekstri bæjarsjóðs 538 milljón-
ir króna vegna minni skatttekna
og aukins kostnaðar. -mm
Umferð hefur
dregist saman
LANDIÐ: Samdrátturinn í
umferð á hingveginum um-
hverfis landið í apríl hefur sleg-
ið öll met. Umferðin í mán-
uðinum drógst saman um nærri
35% sem í sögulegu samhengi
er gríðarlega mikill samdráttur.
Nú hefur umferðin dregist sam-
an um nærri 18% á Hringveg-
inum frá áramótum sem sömu-
leiðis er met. Mest hefur um-
ferðin dregist saman á Mýrdals-
sandi eða um tæp 80%. Frá ára-
mótum hefur umferð um Vest-
urland dregist saman um 26,2%,
nokkru minna en minnkun um-
ferðar um Norðurland og Aust-
urland, en meira en um Suður-
land. Umferð um höfuðborgar-
svæðið hefur dregist saman um
rúm 10% frá áramótum. -mm
Skoðunardagur
fornbíla í næstu
viku
BORGARNES: Fornbílafjelag
Borgarfjarðar hefur að venju
samið við Frumherja um til-
tekinn skoðunardag fyrir eldri
ökutæki, en skráða fornbíla skal
færa til skoðunar annað hvert
ár. Skoðunardagur fornbíla er
nú á dagskrá þriðjudaginn 19.
maí nk. kl. 16:00 að Sólbakka
í Borgarnesi. „Við munum hita
upp grillið og setja pylsur á það
að skoðun lokinni úti í Brák-
arey,“ segir í orðsendingu frá
Skúla G. Ingvarssyni formanni
Fornbílafjelagsins til fjelags-
manna. -mm
Veðurhorfur
Með bréfi til sjávarútvegsráð-
herra síðastliðinn mánudag bein-
ir atvinnuveganefnd Alþingis, með
Lilju Rafneyju Magnúsdóttur þing-
mann VG í forsvari, þeim tilmæl-
um til ráðherra að hann beini til-
mælum til Hafrannsóknastofnunar
um hvort ástæða sé til endurmats á
úthlutun hrognkelsa vegna vertíð-
arinnar 2020 í ljósi gagna og upp-
lýsinga sem nefndinni hafa borist.
Vísað er til erinda sem atvinnu-
veganefnd hafa borist m.a. frá Sam-
tökum sveitarfélaga á Vesturlandi,
samantekt Halldórs G Ólafsson-
ar hjá Biopol og Bjarna Jónssonar
forstöðumanns Náttúrustofu NV,
Stykkishólmsbæ, Landssambandi
smábátasjómanna og fleiri aðil-
um. Á það er meðal annars bent í
athugasemdum sem atvinnuvega-
nefnd hefur borist að líkur séu á
að veiðiráðgjöf Hafró sé ábótavant
og ástæða sé til að gefin verði út ný
ráðgjöf.
Bæði ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar um veiðar á hrognkels-
Rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á
síðasta ári og skilaði 325 milljóna
króna afgangi. Er það töluvert betri
niðurstaða en sá 53 milljóna króna
afgangur sem gert hafði verið ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, eða sem
nemur 272 milljónum króna. Þetta
kom fram á bæjarstjórnarfundi á
fimmtudaginn, 7. maí, þar sem árs-
reikningur Snæfellsbæjar var sam-
þykktur samhljóða eftir síðari um-
ræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélags-
ins námu 2.652 milljónum króna
á árinu, samkvæmt samanteknum
rekstrarreikningi A og B hluta.
Þar af námu rekstrartekjur A hluta
2.107 milljónum, en rekstrarniður-
staða A hlutans var jákvæð um 218
milljónir króna, en gert hafði verið
ráð fyrir sex milljóna afgangi. Af-
koma A hlutans var því 266 millj-
ónum betri en áætlað hafði verið.
Eigið fé sveitarfélagsins í árs-
lok nam 3.901 milljón króna sam-
kvæmt efnahagsreikningi, en þar af
nam eigið fé A hluta 2.959 millj-
ónum.
Laun og launatengd gjöld Snæ-
fellsbæjar námu 1.292,8 milljón-
um króna á árinu 2019, en starfs-
mannafjöldi sveitarfélagsins nam
145 stöðugildum í árslok. Veltufé
frá rekstri var 381,4 milljónir á síð-
asta ári og veltufjárhlutfallið 0,76.
Handbært fé frá rekstri var 216,6
milljónir króna.
Heildareignir bæjarsjóðs námu
4.432,4 milljónum króna og heild-
areignir sveitarfélagsins í saman-
teknum ársreikningu námu 5.697,2
milljónum króna í árslok 2019.
Heildarskuldir bæjarsjóðs námu
1.473,2 milljónum. Í samantekn-
um ársreikningi námu skuldir um
1.796,2 milljónum og lækkuðu um
145,4 milljónir milli ára. Eigið fé
bæjarsjóðs nam 2.959,2 milljónum
króna og eigið fé í samanteknum
reikningsskilum nam 3.900,9 millj-
ónum í árslok. Eiginfjárhlutfall-
ið var 66,76% á árinu 2019 en var
63,43% árið áður. Snæfellsbær fjár-
festi fyrir 457,1 milljón í varanleg-
um rekstrarfjármunum á síðasta ári.
Engin ný lán voru tekin.
Hlutfall reglulegra tekna af
heildarskuldum og skuldbinding-
um er 49,76% hjá sjóðum A hluta,
en var 51,46% árið 2018. Hlut-
fallið var 46,33% í samanteknum
ársreikningi en 51,63% árið 2018.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
má hlutfallið ekki vera hærra en
150%. „Fjárhagsstaða Snæfellsbæj-
ar verður því að teljast afar góð,“
segir í fundargerð. kgk
Skipulags- og bygg-
ingarnefnd Borgar-
byggðar samþykkti á
föstudaginn fyrir sitt
leiti að leggja til við
sveitarstjórn að sam-
þykkja tillögu að deili-
skipulagi til auglýs-
ingar. Tillagan nær til
24 hektara landsvæð-
is í Hítardal, nán-
ar tiltekið á því svæði
þar sem gríðarstórt
berghlaup féll 7. júlí
2018. Tillagan tekur
til framkvæmdar sem
felst í því að móta ár-
farveginn í gegnum berg-
hlaupið á tæplega 1,8 km
löngum kafla. Við það
mun endurheimtast um
sjö kílómetra langur ár-
farvegur sem jaframt er
mikilvægt búsvæði laxa-
stofnsins í ánni. Sam-
kvæmt skipulagsdrög-
unum verður áin gerð
að nýju fiskgeng upp að
Hítarvatni. Gert er ráð
fyrir að mótaður árfar-
vegur muni renna svo til
sömu leið og áin gerði
fyrir berghlaupið fyrir
tveimur árum. mm
Atvinnuveganefnd vill endurmat
Hafró á grásleppuráðgjöf
um og veiðistjórnun Atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins, hafa
verið harðlega gagnrýnd undan-
farna daga. Hafrannsóknastofn-
un taldi ástæðu til þess um síðustu
helgi að gera grein fyrir forsend-
um og annmörkum ráðgjafarinnar
í ítarlegu bréfi sem sent var fjöl-
miðlum. „Ráðuneytið hefur svarað
gagnrýni á stjórnun veiðanna á öðr-
um vettvangi,“ sagði í tilkynningu
frá Hafrannsóknastofnun. Í stuttu
máli sagt ítreka stjórnendur Haf-
rannsóknastofnunar í niðurlagi er-
indis síns að þeir telji ekki ástæðu til
að breyta veiðiráðgjöf hrognkelsa á
yfirstandandi vertíð. Þeir sem vilja
kynna sér efni bréfsins frá Hafró er
bent á fréttasíðu Skessuhorns. Sjá
má nánar mótmæli þriggja sveitar-
félaga á Vesturlandi á bls. 18. mm
Meiri afgangur en áætlað var
Rekstur Snæfellsbæjar jákvæður um 325 milljónir
Frá Ólafsík. Ljósm. úr safni/ Snæfellsbær.
Hér má sjá hvernig berghlaupið stíflaði Hítará. Nú er stefnt að endur-
heimt fyrrum árfarvegar og að gera Hítará laxgenga í Hítarvatn.
Stefnt að endurheimt fyrrum farvegs Hítarár