Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 17
„FÍB leggst eindregið gegn frum-
varpi samgönguráðherra um sam-
vinnuverkefni um vegafram-
kvæmdir. Með þessu frumvarpi er
stefnt inn á varasama braut einka-
væðingar í vegakerfinu með til-
heyrandi innheimtu vegtolla og
dýrari lausnum en vera þyrfti,“
segir í umsögn Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda um frumvarp Sigurð-
ar Inga Jóhannssonar samgöngu-
ráðherra.
Markmið frumvarpsins er sagt að
auka fjármagn til vegaframkvæmda
og flýta þeim þannig. „Áformuð
samvinna snýst um að fjárfestar
fjármagni tiltekin umferðarmann-
virki og fái í staðinn tekjur af notk-
un þeirra. Með aðkomu fjárfesta
verða framkvæmdirnar hins vegar
dýrari en ef ríkissjóður stendur að
fjármögnuninni. Fjárfestar sem taka
þátt í samvinnuverkefnunum þurfa
að fá áhættuþóknun sem ríkið þarf
ekki. Vegtollar eiga að standa und-
ir endurgreiðslum og arðgreiðslum
til fjárfestanna næstu 30 árin, með
tilheyrandi innheimtukostnaði,“
segir í umsögninni.
Feluleikur
með kostnaðinn
Þá segir FÍB að með aðkomu fjár-
festa að vegaframkvæmdum sé ein-
faldlega verið að fela heildarkostn-
að samfélagsins af uppbyggingu
innviða. „Skuldastaða ríkissjóðs
verður minni en ella og einka-
fjármagnið er innheimt með not-
endagjöldum í staðinn fyrir skatt-
greiðslur. „Á endanum bera eig-
endur ökutækja og notendur vega-
kerfisins þó allan kostnaðinn, sama
hvort ríkið stendur eitt að fram-
kvæmdunum eða fær fjárfesta með
sér. Fyrri kosturinn er mun hag-
stæðari og mælir FÍB með því að
ríkisvaldið haldi sig á þeirri braut.“
Kílómetragjald
er skynsamlegast
Að mati FÍB er góð nýting umferð-
armannvirkja hagur alls samfélags-
ins og því er fjarstæðukennt að ætla
að leggja vegtolla á einhver þeirra
og draga þannig úr eðlilegri nýt-
ingu. „Vegtollar mismuna fólki eft-
ir efnahag og búsetu og kostnaður
við innheimtu þeirra er hærri en
draumóramenn vilja vera láta. FÍB
hefur margoft bent á að mun ein-
faldara, ódýrara og sanngjarnara er
að taka gjald í samræmi við akst-
ur, þ.e. kílómetragjald. Slík gjald-
taka er einkar hentug til að takast á
við orkuskiptin í umferðinni. Með
kílómetragjaldi geta eigendur raf-
drifinna ökutækja tekið fullan þátt
í kostnaði við vegakerfið. Gjald-
inu má haga þannig að það hvetji
engu að síður til orkuskiptanna.“
Loks segir í ályktun FÍB að rík-
ið geti nú þegar ráðist í allar þær
vegaframkvæmdir sem eru á teikni-
borðinu upp á eigin spýtur. „Góðar
samgöngur eru þjóðhagslega hag-
kvæmar og skila sér margfalt til
baka. Umferðir stendur nú þegar
undir öllum kostnaði vegakerfisins
í gegnum skattgreiðslur og önnur
gjöld og mun gera það áfram. Eng-
in ástæða er til að fara Krýsuvíkur-
leiðina í þeirri uppbyggingu.“
mm/ Ljósm. úr safni GJ.
„Það kostar íslensku vísitölufjöl-
skylduna frá höfuðborgarsvæð-
inu að lágmarki ríflega 300 þús-
und krónur að verja viku úti á
landi þar sem ódýrast er að gista
og leika sér. Þessi sama vika getur
líka kostað fjölskylduna rúmlega
750 þúsund krónur, eða hátt í þre-
falt meira sé dýrari gistimöguleiki
valinn. Að meðaltali kostar vikan
minnst á Vesturlandi og þar býðst
einnig ódýrasta vikan miðað við að
gist sé á tjaldsvæði. Sú vika kostar
rétt rúmar 307 þúsund krónur með
gistingu, afþreyingu, bensíni og
fæði.“ Þetta er niðurstaða saman-
tektar sem tímaritið Mannlíf birti á
vef sínum um liðna helgi. Þar seg-
ir jafnframt: „Á meðan óvissa ríkir
um hvenær Íslendingum gefst aftur
kostur á ferðalögum til útlanda hafa
Ferðamálastofa og yfirvöld hvatt til
ferðalaga innanlands í sumar. Allir
Íslendingar, 18 ára og eldri, fá staf-
rænt gjafabréf að upphæð 5 þús-
und krónur úr ríkissjóði og er lit-
ið á bréfið sem beinan stuðning við
fyrirtækin í ferðaþjónustu vegna
efnahagslegrar óvissu á COVID-
tímum.“
Mannlíf fór á stúfana og skipu-
lagði vikuferðalag fjögurra manna
fjölskyldu, foreldra með börn á
aldrinum 7 og 14 ára, í öllum lands-
fjórðungum Íslands. Eins og fyrr
segir kemur Vesturland hagkvæmt
út í þeim samanburði. Sjá nánar í
umfjöllun á mannlif.is. mm
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, mælti í síðustu viku fyr-
ir frumvarpi á Alþingi til laga um
samvinnuverkefni um vegafram-
kvæmdir. Markmið með lagasetn-
ingunni er að auka fjármagn til
vegaframkvæmda, bæta umferðar-
öryggi og stytta og bæta vegteng-
ingar milli byggða. Í öllum fram-
kvæmdunum munu vegfarendur
hafa val um aðra leið og greiða ekki
gjald á þeirri leið. Framkvæmdirn-
ar eiga að enn fremur að stuðla að
auknu umferðaröryggi. Í lok samn-
ingstíma teljast mannvirki eign rík-
isins án sérstaks endurgjalds. Þau
skilgreindu samvinnuverkefni sem
um ræðir eru hringvegur norðaust-
an Selfoss og brú á Ölfusá, hring-
vegur um Hornafjarðarfljót, Ax-
arvegur, tvöföldun Hvalfjarðar-
ganga, hringvegur um Mýrdal og
jarðgöng í gegnum Reynisfjall auk
Sundabrautar. Af þessum verkefn-
um er brú yfir Hornafjarðarfljót
fullhönnuð og hægt að hefja fram-
kvæmdir á árinu og brú yfir Ölfusá
er á lokastigi í hönnun.
Með lögunum verður Vegagerð-
inni heimilt, að undangengnu út-
boði, að eiga samvinnu við einkaað-
ila um fjármögnun, hönnun, undir-
búning og framkvæmdir við fyrr-
greind sex verkefni ásamt viðhaldi
og rekstri í tiltekinn tíma. Þá verð-
ur heimilt að fjármagna samvinnu-
verkefni að hluta eða öllu leyti með
gjaldtöku af umferð. Gjaldtaka skal
þó ekki hefjast fyrr en framkvæmd-
um lýkur og stendur að hámarki í
30 ár. Áætlað er að samvinnuverk-
efnin geti skapað allt að 4.000 árs-
verk. Samvinnuverkefnin bætast
við vegaframkvæmdir sem fjár-
magnaðar verða í fjárfestingará-
taki stjórnvalda vegna Covid-19
og framkvæmdir sem fjármagnaðar
með hefðbundnum hætti á fjárlög-
um. Í samgönguáætlun sem liggur
nú fyrir Alþingi voru framlög aukin
um fjóra milljarða á ári næstu fimm
árin miðað við fyrri áætlanir.
Í framsöguræðu sinni á Alþingi
sagði Sigurður Ingi að frumvarp-
ið væri eitt af áherslumálum sínum
og hafi verið í undirbúningi í ráðu-
neytinu síðastliðin tvö ár „Álag á
vegi landsins hafði aukist mikið á
undanförnum árum, meðal ann-
ars vegna fjölgunar ferðamanna.
Á meðan við bíðum eftir að ferða-
mennirnir komi aftur er skynsam-
legt að nýta vel tímann til endur-
bóta á vegakerfinu, auka umferð-
aröryggi og greiðfærni þess. Með
samvinnufrumvarpinu er kærkom-
ið fjárfestingatækifæri til lengri
tíma, t.d. fyrir lífeyrissjóði sem vilja
öruggar og arðasamar leiðir. Mark-
mið frumvarpsins er að auka veru-
lega fjármagn til vegaframkvæmda
og mæta mikilli þörf fyrir fjárfest-
ingar í samgöngum. Áætlað er að
samvinnuverkefni um vegafram-
kvæmdir geti skapað allt að 4000
ársverk sem skiptist á milli hönn-
unar í hátæknistörfum og verk-
tökum á framkvæmdartíma,“ sagði
hann.
Ráðherra sagði frumvarpið einn-
ig hafa þýðingu þegar fyrirsjáan-
legur væri samdráttur í kjölfar Co-
vid-19 faraldursins. Ríkisstjórnin
hafi kynnt fjárfestingaátak sem feli
í sér verulega hækkun á fjárfest-
ingastigi ríkissjóðs á næstu árum.
„Frumvarpið er mikilvægur þáttur
í að fá aukið fjármagn inn í fjárfest-
ingaátakið og búa til öfluga sam-
vinnu á milli einkaaðila og ríkis-
ins til framtíðar. Á sama tíma hef-
ur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu
á að efla og fjárfesta í innviðum
samfélagsins með sérstöku tíma-
bundnu 18 milljarða króna fjárfest-
ingaátaki, þar af er vægi samgöngu-
mannvirkja um 36%. Það er mikil-
vægt að bregðast hratt við en gera
jafnframt langtímaáætlanir eins og
kostur er, í þessari erfiðu stöðu sem
samfélagið glímir við. Halda áfram
að byggja upp vegi, flugvelli og
hafnir svo samfélagið verði í stakk
búið þegar Covid-19 faraldurinn
verður um garð genginn. Notum
því tímann vel og höldum áfram,“
sagði Sigurður Ingi á þingi. mm
Sigurður Ingi hefur nú mælt fyrir frumvarpi sem boðar sex samvinnuverkefni í vegagerð.
Mælt fyrir frumvarpi um
samvinnuverkefni í samgöngum
Horft m.a. yfir tjaldsvæðið við Kalmansvík á Akranesi. Myndin var tekin sl.
föstudag.
Hagstæðast að ferðast
um Vesturland
FÍB leggst eindregið gegn einkafjár-
mögnun vegaframkvæmda
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Dalabyggð, fráveita
í Búðardal - Landlagnir
Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Fráveita í
Búðardal – Landlagnir“ sem felur í sér lagningu um
380m af skólplögnum, ásamt tveimur brunnum og
tengingar við eldri útrásir.
Kynningarfundur verður haldinn 15. maí kl. 13:00
á skrifstofu Dalabyggðar.
Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um út-
boðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is. Fyrirspurnir skulu berast
í síðasta lagi 18. maí.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370
Búðardal, fyrir kl. 11 föstudaginn 22. maí n.k., en þá verða þau
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
SK
ES
SU
HO
RN
2
01
9
Viltu vinna
með börnum?
Leitað er eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi
fyrir komandi haust.
Dagforeldrar starfa eftir reglugerð Félagsmálaráðuneytis um
daggæslu barna í heimahúsi. Dagforeldrar eru sjálfstæðir
verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með
starfsemi þeirra.
Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra hefur verið haldið
af Námsflokkum Hafnarfjarðar og Akraneskaupstaður
niðurgreiðir hluta af námsgjaldi.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
Akraneskaupstaðar í síma 433-1000, einnig er hægt að senda
fyrirspurnir á netfangið skoliogfristund@akranes.is
EB flutningar
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Akraness
Tvær ferðir á dag
Allir almennir vöruflutningar
Get sótt pakka í búðir
Símanúmer 788-8865
ebflutningar@gmail.com
Axel Gústafsson situr ekki auðum
höndum þessa dagana en langt er
síðan svo mikið hefur verið að gera
í búðinni hjá honum, Axelsbúð á
Akranesi. Axelsbúð er með reið-
hjól, hjólavörur og ýmsar veiðivör-
ur auk þess sem Axel gerir við reið-
hjól. „Það er mikið meira að gera
núna en síðustu ár,“ segir Axel þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns kíkti
við hjá honum á mánudaginn. „Ég
held að Covid hafi mikið að segja
því fólk sem ætlaði að ferðast til út-
landa í sumar getur það ekki lengur
og leggur því aurinn frekar í eitt-
hvað annað, eins og að kaupa hjól,“
segir hann og bætir við að auk þess
hafi reiðhjól lækkað í verði um
20% um síðustu áramót. Axelsbúð
er umboðsaðili fyrir reiðhjólaversl-
unina Örninn og að sögn Axels er
skortur á reiðhjólum á heimsvísu
í ár. „Það seldist mikið fyrst eft-
ir að Covid kom og svo fengu þeir
sendingu af hjólum í Örninn fyrir
nokkrum vikum og það eru margar
tegundir uppseldar, en það er von á
næstu sendingu eftir miðjan mán-
uðinn,“ segir Axel og bætir því við
að það séu þó margar tegundir til.
Mikið að gera
á verkstæðinu líka
Ekki er aðeins mikil sala af hjólum
heldur er einnig nóg að gera á verk-
stæðinu í Axelsbúð. „Þetta hefur
verið ótrúlegt vor og óhætt að segja
að ég sitji ekki aðgerðarlaus,“ segir
Axel og hlær. En vegna þess hversu
margir hafa komið með hjól til hans
í viðgerð varð Axel að sækja gám til
að geta geymt hjólin. „Það ætla allir
að hjóla í sumar,“ segir hann.
Fyrir um það bil ári hóf hann
sölu á veiðivörum og er með allar
helstu veiðivörur fyrir vatnaveiði,
laxveiði og sjóstangveiði. Hann
segir söluna á veiðivörunum ganga
vel en kallað hafði verið eftir þess-
um vörum. „Í gömlu Axelsbúð
niður frá, þar sem ég var að vinna
til 2005, voru seldar veiðivörur.
Þegar ég svo byggði hér við búð-
ina mína fór fólk að spyrja hvort
ég væri ekki að selja veiðivörur. Ég
kom mér þá í samband við heild-
sala og ákvað að taka inn þessar
vörur,“ útskýrir Axel.
arg
Hjól sem hafa komið í viðgerð til Axels fylla búðina og hann þurfti að fá gám
undir fleiri hjól.
„Það ætla allir að hjóla í sumar“
Axel á verkstæðinu í Axelsbúð að gera við hjól.