Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 20208
Datt af baki
AKRA/HVAL: Maður féll
af hestbaki milli Æðar-
odda og Þjóðbrautar síðdeg-
is á fimmtudaginn. Maður-
inn var ásamt tveimur öðr-
um í útreiðartúr þegar hjól-
reiðamaður mætir þeim. Sá
kvaðst hafa farið út í kant og
hægt verulega á sér en beð-
ið góðan daginn þegar hann
mætti hestamönnunum. Við
það fældist eitt hrossið, hljóp
af stað með þeim afleiðingum
að knapinn féll af baki. Lög-
regla fór á staðinn. Maðurinn
var með meðvitund en hlaut
áverka á höfði. Sjúkralið kom
á vettvang og flutti manninn á
sjúkrahúsið á Akranesi. -kgk
Fis fældi hross
BORGARBYGGÐ: Til-
kynnt var um fisflugvél sem
lenti á einkalandi við Hítarnes
á Mýrum á laugardag. Land-
eigandi sagði fisflugvélina hafa
lent þar tvisvar sinnum og fælt
hross. Flugturn í Reykjavík
gat fundið út hvaða flugmað-
ur var þarna á ferðinni og lög-
regla hafði samband við hann.
Kvaðst hann ekki hafa gert sér
grein fyrir því að hann væri að
fæla búfénað og fram kemur í
dagbók lögreglu að hann hafi
verið miður sín vegna þessa.
Landeiganda var gert viðvart
að rætt hefði verið við flug-
manninn. -kgk
Skakkur við
Borg
BORGARBYGGÐ: Öku-
maður var stöðvaður á Snæ-
fellsnesvegi við Borg á Mýr-
um á seint á laugardagskvöld,
grunaður um akstur undir
áhrifum fíkniefna. Maðurinn
viðurkenndi neyslu og veitti
sýni, sem gaf jákvæða svörun
við neyslu kannabisefna. Hann
var því handtekinn og færður á
lögreglustöð. Hann heimilaði
leit í bíl og þar fundust pokar
með ætluðum kannabisefnum.
-kgk
Sláttuvél brann
SNÆFELLSBÆR: Lög-
regla var kölluð að Bálhóli við
Hellnaveg vegna elds í gróðri
á laugardaginn. Verið var að
slá á Bálhóli. Sláttumaður
taldi sig heyra að neistaði und-
an sláttuvél eftir að hann hafði
stöðvað vélina. Þá gaus upp
eldur og breiddist út í þurru
grasi. Lögregla fór á vettvang
og aðstoðaði við slökkvistarf.
Tókst að halda eldinum frá
húsum á svæðinu. Slökkvilið
Snæfellsbæjar kom á vettvang
og bleytti svæðið og slökkti
í glóðum sem enn loguðu.
Sláttuvélin er ónýt eftir eld-
inn og skemmdir urðu á raf-
magnskapli sem lá yfir túnið.
-kgk
Barn brenndist
AKRANES: Haft var sam-
band við neyðarlínu kl. 18:30
á mánudaginn. Húsráðendur
voru að þrífa baðkar og mjög
heitt vatn því látið renna í kar-
ið. Að sögn lögreglu fór barn
ofan í heitt vatnið og brennd-
ist. Var barnið flutt á sjúkra-
húsið á Akranesi og þaðan á
bráðamóttöku Barnaspítalans
við Hringbraut. -kgk
Enn meiri
hraðakstur
VESTURLAND: Hraðakst-
ursmálum hefur fjölgað veru-
lega í umdæmi Lögreglustjór-
ans á Vesturlandi frá því sem
verið hefur. Að sögn lögreglu
hefur af gefnu tilefni ver-
ið fylgst náið með ökuhraða
í umdæminu undanfarna
viku. Fjölmörg hraðaksturs-
mál voru bókuð, hvort heldur
við almennt eftirlit, í gegnum
fastar hraðamyndavélar eða
sérstakt eftirlit á hraðamynda-
vélabílnum. Sá hefur einmitt
verið á ferðinni um umdæmið
og verður áfram á ferðinni á
næstunni. Á fimmtudag var
hraðamyndavélabíllinn í Búð-
ardal. Fyrst mældi hann hraða
á Vesturbraut á móts við Vín-
búðina. Þar fóru 15 bílar um
á einni klukkustund og voru
tveir kærðir fyrir of hrað-
an akstur. Sá sem hraðast ók
var á 61 km hraða á klst. Bíll-
inn mældi einnig hraða öku-
tækja við Vesturbraut á móts
við N1 í Búðardal. Níu bílar
voru mældir og tveir ökumenn
kærðir. Að morgni sama dags,
milli 8:30 og 9:30 var mynda-
vélabíllinn á Vesturlandsvegi
við Bjarnadalsá. Alls fóru 18
bílar um kaflann og fjórir voru
kærðir. Sá sem hraðast ók var á
106 km/klst. en hámarkshraði
er 90 km/klst. Daginn eftir
var lögregla við hraðamæling-
ar á myndavélabílnum á Akra-
fjallsvegi, milli 6:30 og 9:30. Á
þessum tveimur klukkustund-
um fór 421 ökutæki um veg-
inn og 16 voru kærðir. Sá sem
hraðast ók var á 120 km hraða
á klst. Að sögn lögreglu verður
hraðamyndavélabíllinn áfram
á ferðinni um landshlutann á
næstunni. -kgk
Ýmis verkefni
VESTURLAND: Verkefni
Lögreglunnar á Vesturlandi
hafa verið af ýmsum toga und-
anfarna viku. Hraðaksturs-
mál hafa verið áberandi eins
og fram kemur í annarri frétt,
skólaeftirlit hefur verið mik-
ið eftir að skólastarf komst í
hefðbundnari farveg og mik-
ið af málum sem tengjast frá-
gangi á farmi hafa komið inn á
borð lögreglu í gegnum vega-
eftirlitið. Þá hafa lögreglu-
menn sektað ökumenn fyrir að
leggja uppi á gangstéttum og
fjórar tilkynningar bárust um
laus hross í umdæminu í lið-
inni viku. Aðfararnótt föstu-
dags barst tilkynning um öku-
mann undir áhrifum fíkniefna
en hann fannst ekki. Þá hafa
lögreglu borist tilkynningar
um heimilisofbeldi undanfarið
og eru slík mál til rannsóknar.
-kgk
Sviptingarakstur
HVALFJ: Lögregla var við
almennt eftirlit við Hval-
fjarðargöng á laugardag. Um
kl. 15 veitti hún ákveðnum
bíl á suðurleið athygli og fór
á eftir honum. Kannað var
með ástand ökumannsins sem
reyndist aka eftir að hafa verið
sviptur ökuréttindum. Á hann
yfir höfði sér kæru vegna at-
hæfisins. -kgk
Hann Lúcas kemur frá Lithá-
en. Þessi ungi maður er mögulega
fyrsti erlendi hjólagarpur sumars-
ins. Fréttaritari Skessuhorns hitti
hann nýlega fyrir utan Bónus í
Borgarnesi þar sem hann var að
nesta sig upp fyrir hjólaferð. Leið
hans lá þá áleiðis á Vestfirði.
mm/ Ljósm. Jósefina Morell.
Sprengja fannst í Byggðasafninu
í Görðum á Akranesi síðastliðinn
fimmtudag. Er þetta í annað sinn
á árinu sem sprengja finnst í vörslu
safnsins, en í lok janúar fannst virk
sprengja úr El Grillo á safninu í
Görðum. Hafði sú verið hluti af
safnokstinum í að minnsta kosti 42
ár, eins og greint var frá í Skessu-
horni.
Sprengjan sem fannst síðast-
liðinn fimmtudag var einnig úr El
Grillo, en reyndist hins vegar vera
óvirk. „Hún fannst í kassa þegar við
vorum að hreinsa út úr geymslum
núna á fimmtudaginn. Við höfðum
strax samband við sprengjusérfræð-
inga Landhelgisgæslunnar og þeir
voru komnir til okkar eftir um það
bil klukkutíma. Þeir gegnumlýstu
sprengjuna og þá kom sem betur
fer í ljós að hún væri óvirk. Að svo
búnu tóku þeir hluta sprengjunnar
í sundur til að ganga endanlega úr
skugga um það. Hún reyndist al-
gerlega óvirk og getur verið áfram
hér í vörslu safnsins,“ segir Jón All-
ansson, deildarstjóri minjavörslu á
Byggðasafninu í Görðum, í samtali
við Skessuhorn.
Hann telur að safninu hafi áskotn-
ast sprengjan á seinni hluta 8. ára-
tugarins, eins og sú sem fannst virk á
safninu í janúarlok, en enginn á safn-
inu vissi af henni í geymslunni. Hann
segir að ekki hafi öllum staðið á sama
þegar sprengjan skaut upp kollinum,
enda stutt síðan fjarlægja þurfti virka
sprengju frá Görðum. „Þessi var sem
betur fer óvirk,“ segir hann og bætir
því við hann eigi ekki von á að fleiri
slíkar leynist í vörslu safnsins. „Við
höfum verið að yfirfara munaskrán-
ingu og safnkost vegna nýrrar grunn-
sýningar sem unnið er að um þessar
mundir. Núna erum við komin með
nokkuð góða yfirsýn yfir hlutina og
ég tel afar ólíklegt að fleiri sprengj-
ur leynist hérna hjá okkur,“ segir Jón
Allansson að endingu.
kgk/ Ljósm. aðsendar.
Föngulegur hópur útskrifaðist af
námskeiði í þjóðbúningasaumi í
Snæfellsbæ um liðna helgi. Nám-
skeiðið var haldið af Átthagastofu
Snæfellsbæjar, að frumkvæði Mar-
grétar Vigfúsdóttur, en námskeiðið
naut styrks úr Uppbyggingarsjóði
Vesturlands.
Níu nemendur stilltu sér upp til
myndatöku að námskeiðinu loknu
ásamt kennurum og að sjálfsögðu all-
ir prúðbúnir í tilefni dagsins. kgk
Mögulega fyrsti hjólagarpur sumarsins
Önnur sprengja fannst
á byggðasafninu
Reyndist vera óvirk og verður áfram í vörslu safnsins
Óvirka sprengjan úr El Grillo sem
fannst á Byggðasafninu í Görðum
síðastliðinn fimmtudag.
Sprengjan er um það bil 60
sentímetrar að lengt og þvermálið er
um það bil tíu sentímetrar.
Hópurinn að námskeiði loknu ásamt kennurum. Ljósm. Snæfellsbær/ Rebekka Unnarsdóttir.
Útskrifuð úr þjóðbúningasaumi