Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 202018 Sæfrost ehf. er fiskvinnslufyrirtæk- ið í Búðardal. Starfsemi þess hefur undanfarin ár fyrst og fremst snú- ist um grásleppufrystingu og sölt- un hrogna. Nú hefur eins og kom- ið hefur fram Kristján Þór Júlíus- son sjávarútvegsráðherra ákveðið að stöðva allar grásleppuveiðar við landið vegna mikilla veiða norðan við land. Eftir 20. maí verður þó leyfislegt að veiða allt að fimmtán daga á innanverðum Breiðafirði. Þessi ákvörðun ráðherrans kem- ur sér afar illa fyrir fyrirtæki eins og Sæfrost. Breki Bjarnason fram- kvæmastjóri skrifaði atvinnuvega- nefnd Alþingis opið bréf í síðustu viku. Þar segir hann m.a. að fyrir- tækið hafi verið hratt vaxandi og var í fyrra annað stærsta á landinu í vinnslu á grásleppu með á sjötta hundrað tonn. Sæfrost hefur trygg- ar sölur á bæði vottuðum og óvott- uðum hrognum til Marenor AB í Svíþjóð. „Grásleppuvertíðin hef- ur tryggt atvinnu undanfarin ár í um fimm mánuði á ári, frá miðjum mars og fram í miðjan ágúst, og er aðal rekstrargrundvöllur fyrirtækis- ins. Þó fyrst og fremst tímabilið frá 20. maí þegar innra svæðið opnar í Breiðafirði,“ skrifar Breki. „Það er svolítið sérstakt að veiðar skulu stöðvaðar því það er of mikið af grásleppu, en aldrei hafa veiðar verið stöðvaðar. Ef um loðnu væri að ræða væri búið að „leita“ og auka við kvótann. Sérstaklega eins og nú árar. Í því samhengi vil ég benda á að kostnaður við loðnuleit nam 1.385 milljónum króna á fjögurra ára tímabili frá 2015 til 2018. Frá þeim tíma þykist ég vita að kostn- aður hafi heldur aukist þó ég hafi ekki gögn þar um. Það er því ekki til of mikils mælst að Hafró verði látin endurskoða ráðgjöfina. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa þeg- ar útlit er fyrir að grásleppugengd sé sú mesta í áratugi. Eins og seg- ir í úrskurði atvinnuvegaráðuneyt- isins frá 5. júlí 2019 um útgefna veiðidaga á grásleppuveiðum, þá er grásleppuveiðum stjórnað með sóknarstýringu og er hverju skipi úthlutað ákveðnum fjöldi veiði- daga. Grásleppuveiðum hefur ver- ið stjórnað með sóknarstýringu allt frá árinu 1997 og er hverju skipi út- hlutað ákveðnum fjöldi veiðidaga sem útgerðir hafa getað gengið að vísu,“ skrifaði Breki. mm Á fundi bæjarráðs Akraness í síð- ustu viku var fjallað um reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytis sem útgefin var 30. apríl síð- astliðinn um bann við grásleppu- veiðum frá og með miðnætti að- fararnótt sunnudagsins 3. maí. Bæj- arráð bókaði eftirfarandi: „Bæj- arráð Akraness tekur undir með félagsmönnum í smábátafélaginu Sæljóni á Akranesi og mótmælir fordæmalausri ákvörðum sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með allt- of skömmum fyrirvara. Bæjarráð Akraness bendir á að misvægi er á milli landshluta hvað varðar grá- sleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína þannig að jafnræðis verði gætt.“ Áskorunin hefur verið send sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt þingmönnum Norðvestur- kjördæmis. mm „Bæjarstjórn Stykkishólmsbæj- ar mótmælir kröftuglega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um að stöðva fyrirvaralaust grásleppuveiðar við landið. Stykk- ishólmshöfn hefur verið einn helsti löndunarstaður grásleppu á landinu um árabil. Af 5.000 tonna heildar- afla í grásleppu á síðasta ári var 30% hans veiddur við innanverð- an Breiðafjörð. Í Stykkishólmi var 22% af öllum grásleppuafla lands- ins landað. Hlutfall grásleppu í lönduðum heildarafla í Stykkis- hólmshöfn nam 35% árið 2019,“ segir í ályktun bæjarstjórnar sem samþykkt var 6. maí síðastliðinn. „Í ljósi núverandi stöðu efna- hags- og atvinnumála vegna kórón- uveirunnar er um að ræða gríðar- legt viðbótaráfall fyrir samfélagið í Stykkishólmi. Gildir það um grá- sleppusjómennina, vinnslurnar og þeirra starfsfólk auk þess sem þetta hefur veruleg áhrif á tekjur sveitar- félagsins í gegnum hafnarsjóð og þau störf sem hugsanlega munu tapast. Þá eru viðskiptasambönd og samningar vinnsluaðila í hættu á að glatast. Takmörkunin mun að óbreyttu hafa áhrif á 150 störf hér á svæðinu og ætla má að um sé að tefla hálfan milljarð í verðmæta- sköpun. Nú sem aldrei fyrr þarf samfé- lagið stuðning opinberra stofnana til að takast á við þessar fordæma- lausu aðstæður. Nauðsynlegt er að skoða frá ýmsum hliðum þá mögu- leika sem eru fyrir hendi til að forða frekara efnahagstjóni. Mikilvægt er að nýta þær bjargir sem standa til boða í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um stjórn fisk- veiða.“ Þá segir í ályktun bæjarstjórnar að til að vernda æðarvarp á svæð- inu hafi tíðkast í áratugi að grá- sleppuveiðar við Breiðafjörð hefjist ekki fyrr en 20. maí ár hvert. „Sú náttúruvernd hefur mætt almenn- um skilningi og verið talin til fyr- irmyndar. Dagarnir fimmtán sem veiða má við Breiðafjörð frá og með 20. maí bæta ekki upp þá 44 daga sem sjómenn gerðu ráð fyrir að geta gert út. Bæjarstjórn Stykk- ishólmsbæjar skorar á Hafrann- sóknastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endur- skoða heimild til grásleppuveiða á innanverðum Breiðafirði og fjölga veiðidögum þar til samræmis við áður gildandi reglugerð. Í því sam- bandi vekur bæjarstjórnin m.a. at- hygli á eftirfarandi: • Árlegur grásleppuafli við innanverðan Breiðafjörð hefur ver- ið 1.050 tonn undanfarin fimm ár. • Stofnvísitala grásleppu vex milli mælinga og engin vísindaleg gögn hafa komið fram um að stofn- stærð grásleppu standi ekki undir þeirri nýtingu sem fyrri viðmiðun- argildi ráðgjafarreglu gerði ráð fyr- ir. • Eins og bent hefur verið á af þeim sem til þekkja er full ástæða til að draga í efa reiknistuðla Hafrann- sóknastofnunar við uppreikning á tunnumagni fyrri ára sem leiddi til skerðingar á ráðgjöf stofnunarinnar á leyfilegu heildaraflamarki í ár. • Mikil grásleppugengd og afli við Norðurland bendir til að stofnin sé stærri en Hafrannsókna- stofnun gerir ráð fyrir í sinni ráð- gjöf. • Fyrir liggur að vinnslurn- ar á svæðinu hafa sölumarkað fyrir sambærilegt magn og var á síðasta ári. • Hafrannsóknastofnun hef- ur margoft endurskoðað útgefn- ar aflaheimildir í ljósi nýrra upp- lýsinga. Má þar nefna heimildir til loðnuveiða í gegnum tíðina. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar skorar jafnframt á Alþingi að endur- skoða strax núverandi fyrirkomulag á grásleppuveiðum þannig að þessi staða geti ekki komið upp aftur. Það getur ekki staðist til frambúðar að grásleppusjómenn á innanverð- um Breiðafirði, sem fara síðastir af stað, þurfi að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiðin gangi á öðr- um svæðum. Að óbreyttu er hætta á að hagsmunir grásleppusjómanna og æðarbænda á Breiðafirði skarist og ógni þar með sátt sem hefur ríkt um vernd æðarfugls og náttúru við Breiðafjörð í áratugi.“ mm Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar síðastliðinn fimmtudag var rætt um nýja reglugerð atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins frá 30. apríl síðastliðins varðandi bann við grá- sleppuveiðum frá og með aðfarar- nótt sunnudagsins 3. maí. Bæjar- stjórn samþykkti samhljóða eftir- farandi bókun: „Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tek- ur heilshugar undir mótmæli bæj- arráðs Akraness og bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og mótmæl- ir fordæmalausri ákvörðun sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með alltof skömmum fyrirvara. Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar tekur undir með ofangreindum sveitarfélögum að með ákvörðun sinni hafi sjávar- útvegsráðherra komið á miklu mis- vægi á milli landshluta hvað varðar grásleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína nú þegar þannig að jafnræðis verði gætt.“ mm Haraldur Jónsson grásleppukarl á Inga Rúnari AK-35 þurfti líkt og aðrir að taka upp öll net sín í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Hér eru netapokarnir á leið í land sunnudaginn 3. maí. Bæjarráð krefst þess að ráðherra endurskoði ákvörðun sína Ástgeir Finnsson grásleppusjómaður í Ólafsvík þurfti laugardaginn 2. maí að róa lífróður í land til að koma veiðarfærum og afla í land fyrir skyndistopp Kristjáns Þórs Júlíussonar á grásleppuveiðum. Ljósm. af. Mótmæla sömuleiðis Bátar Sæfrosts eru nú bundnir við bryggju verkefnalausir. Tjaldur BA-68 og Stormur BA-500. Búið er að róa á Tjaldi BA á yfir 50 grásleppuvertíðar, en báturinn var smíðaður í Bátasmiðju Breiðafjarðar 1955. Ákvörðun ráðherra er reiðarslag fyrir Sæfrost í Búðardal Bæjarstjórn mótmælir kröftuglega stöðvun grásleppuveiða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.