Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 5 Í gær var skrifað undir kaup Stranda útfararþjónustu á Útfararþjónustu Borgarfjarðar sem hjónin Hregg- viður Hreggviðsson og María Jóna Einarsdóttir hafa um árabil rek- ið í Borgarnesi. Viðar Guðmunds- son á Miðhúsum á Ströndum hef- ur ásamt Ingibjörgu Sigurðar- dóttur á Hólmavík rekið Strand- ir útfararþjónustu á Hólmavík frá árinu 2016. Viðar segir í samtali við Skessuhorn að þau hafi á undan- förnum árum sinnt útfararþjónustu á Ströndum en einnig víðar, svo sem í Reykhólasveit, Borgarfirði og víðar um land eftir atvikum. „Með þessum kaupum erum við að víkka starfssvæði okkar út. Kaupunum fylgir húsnæði í Borgarnesi, bíll og annað sem fylgt hefur rekstrinum hjá þeim Hreggviði og Maríu Jónu. Við munum nú reka fyrirtæki okkar á báðum þessum stöðum; Hólma- vík og Borgarnesi, og sjáum tölu- verða samlegð í sameiningu og ætl- um að sinna stærra svæði,“ seg- ir Viðar í samtali við Skessuhorn. Fyrirtækið mun fá nafnið Útfarar- þjónusta Borgarfjarðar og Stranda. „Í raun erum við tekin við en í gær var loks skrifað undir,“ segir Viðar. Fleiri í sömu grein Eins og nýverið var sagt frá í Skessu- horni var nýtt fyrirtæki á sviði út- fararþjónustu stofnað í Borgarnesi í vetur; Borg útfararþjónusta, sem þær Guðný Bjarnadóttir og Gréta Björgvinsdóttir standa saman að. Viðar segir að hvorugur aðilinn hafi vitað af hinum í aðdraganda þess- ara kaupa. „Mér finnst reyndar bara sjálfsagt mál að á þessu stóra svæði verði reknar tvær útfararþjónustur, að fólk hafi val í þessu eins og öðru. Samkeppni er almennt af hinu góða og vonandi verða bara jákvæð sam- skipti milli tveggja fyrirtækja sem veita sambærilega þjónustu,“ seg- ir hann. Færa nú starfssvæðið út Sjálfur er Viðar starfandi organisti í fjölmörgum kirkjum í sínum lands- hluta og stýrir kórum, auk þess að vera sauðfjárbóndi á Strönd- um. Ingibjörg starfar í Sparisjóði Strandamanna og er auk þess kirkju- vörður og meðhjálpari í Hólmavík- urkirkju. Aðspurður segir Viðar að ef þannig hitti á að hann sjálfur sitji við orgelið við útför, verði annar frá útfararþjónustunni viðstaddur at- höfnina. „Við erum tvö sem eigum fyrirtækið saman, ég og Ingibjörg. En við höfum auk þess tryggt okkur gott og traust fólk til aðstoðar þeg- ar þannig háttar til að við þurfum að kalla inn viðbótar mannskap.“ Viðar og Ingibjörg stofnuðu Út- fararþjónustu Stranda 2016. „Þeg- ar ég flutti úr Borgarfirði og hing- að norður var engin þjónusta af þessu tagi í boði. Við ákváðum því að stofna þetta fyrirtæki og höfum haft meira að gera í þessu en við reiknuðum með. Aðallega höfum við verið í þjónustu hér á Ströndum og yfir í Reykhólasveit, en einnig farið suður í Borgarfjörð og víðar ef eftir því hefur verið leitað. Þegar okkur bauðst nú að kaupa starfandi útfararþjónustu í Borgarnesi ákváð- um við að láta slag standa og ætlum okkur að gefa í og bjóða nú heild- stæða þjónustu á stærra svæði.“ Fjölbreyttur bílakostur Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur á að skipa þremur líkbílum og húsnæði undir þá er á Hólmavík en auk þess í rými undir safnaðarheimilinu Félagsbæ í Borg- arnesi. „Við kaupum í þessum við- skiptum húsnæðið og þá aðstöðu sem Útfararþjónusta Borgarfjarð- ar hefur í Borgarnesi; bíl af Renault gerð, skrifstofu og lager sem fylgir. Þá eigum við hér fyrir norðan for- láta Buick bíl, gamla Akranesbíl- inn sem margir þekkja, en auk þess erum við með fjórhjóladrifinn bíl af Bens Vito gerð, átta manna bíl sem við keyptum og breyttum í líkbíl. Það hefur sannarlega ekki veitt af hér fyrir norðan að hafa vel búinn bíl eins og veðráttan hefur verið að undanförnu.“ Breytilegt í hverju tilfelli Viðar Guðmundsson segir að vissu- lega geti starf útfararstjóra oft ver- ið erfitt, einkum þegar fólk fellur skyndilega frá. „En á sama tíma get- ur starf útfararstjóra verið gefandi. Það er gott að geta aðstoðað fólk á erfiðustu tímum í lífi þess, þegar það hefur misst einhvern nákom- inn ættingja eða kæran vin. Starfið er mjög breytilegt í hvert sinn, en snýst um varfærna en góða skipu- lagningu og að koma til aðstoðar fólki í aðstæðum sem það þekkir oft lítið til. Við verðum við ólíkum beiðnum aðstandenda hverju sinni. Sníðum starfið þannig að þörf- um hvers og eins og nálgumst það á forsendum fjölskyldunnar sem í hlut á. Við finnum til dæmis alls- kyns lausnir til að draga úr kostn- aði, en í mörgum tilfellum er fólk bundið við ríkjandi hefðir. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk sé sjálft búið að skipuleggja allt er viðkem- ur eigin útför þegar kallið kem- ur. Í slíkum tilfellum er því skipu- lagi fylgt í samstarfi við eftirlif- endur. Það skiptir máli að fólk geti kvatt á þann hátt sem það sjálft hef- ur kosið en í flestum tilfellum eru það ættingjarnir sem sjá um skipu- lagninguna með okkur,“ segir Við- ar Guðmundsson að endingu. mm Ingibjörg Sigurðardóttir. Sameina tvö fyrirtæki í Útfararþjónustu Borgarfjarðar og Stranda Einn af þremur bílum Útfararþjónustu Borgarfjarðar og Stranda er þessi forláta Buick, fyrsti sérútbúni líkbíllinn hér á landi. Viðar Guðmundsson. Meðmælendalist- ar 19. maí NV-KJÖRD: Dómsmálaráðu- neytið hefur birt tilkynningu um hvenær frambjóðendur til kjörs Forseta Íslands þurfa að skila inn meðmælendalistum vegna kosninganna 27. júní næskom- andi. Yfirkjörsókn í Norðvest- urkjördæmi mun koma saman og taka á móti meðmælenda- lista væntanlegra frambjóðenda þriðjudaginn 19. maí klukk- an 13-14 á Borgarbraut 61 í Borgarnesi, á lögmannsstofu Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar. Þrír hafa til- kynnt um væntanleg framboð til forseta. Þeir eru Guðni Th Jóhannesson sitjandi forseti, Guðmundur Franklín Jónsson og Axel Pétur Axelsson. -mm Taska í óskilum BORGARBYGGÐ: Kona kom á lögreglustöðina í Borgarnesi á þriðjudaginn í síðustu viku með ferðatösku sem hún hafið fund- ið á bílastæði við Food Station. Innihélt hún meðal annars far- tölvu. Taskan var merkt með nafni og símanúmeri og var skilað til eigandans, sem kom og sótti hana á stöðina. Taldi eigandinn að taskan hefði dott- ið úr bíl. -kgk Samið við banka um brúarlán LANDIÐ: Samningar hafa ver- ið undirritaðir við viðskipta- bankana fjóra um veitingu við- bótarlána til fyrirtækja, svo- nefndra brúarlána. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól Seðla- banka Íslands að annast fram- kvæmd á ábyrgðum ríkissjóðs og hefur bankinn undirritað samninga við Arion banka, Ís- landsbanka, Kviku og Lands- bankann. -mm Átján vilja stýra MAST LANDIÐ: Kunngjört hef- ur verið hverjir sóttu um stöðu forstjóra Matvælastofnunar. Átján umsóknir bárust, en sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra mun skipa nefnd til að meta hæfni umsækjendanna. Jón Gíslason, núverandi for- stjóri Matvælastofnunar, er ekki meðal umsækjenda, en hann hefur gegnt stöðunni um 15 ára skeið. Þeir sem sækjast eft- ir stöðu forstjóra MAST eru Björgvin Jóhannesson mark- aðs- og fjármálastjóri, Björn H. Halldórsson framkvæmda- stjóri, Egill Steingrímsson yf- irdýralæknir, Elsa Ingjaldsdótt- ir gæða- og mannauðsstjóri, Helga R. Eyjólfsdóttir for- stöðumaður, Hildur Kristins- dóttir gæðastjóri, Hlynur Sig- urðsson framkvæmdastjóri, dr. Hrönn Jörundsdóttir sviðs- stjóri, dr. Ingunn Björnsdóttir dósent- og námsvistunarstjóri, Jón Kolbeinn Jónsson héraðs- dýralæknir, Sigurborg Daða- dóttir yfirdýralæknir, Sigurður Eyberg Jóhannsson verkefnis- stjóri, Svavar Halldórsson sjálf- stætt starfandi ráðgjafi og há- skólakennari, dr. Sveinn Mar- geirsson sjálfstætt starfandi ráð- gjafi, Sverrir Sigurjónsson lög- maður, Valdimar Björnsson fjármálastjóri, Viktor S. Páls- son sviðsstjóri og Þorvaldur H. Þórðarson sviðsstjóri. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 2.-8. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 29 bátar. Heildarlöndun: 82.989 kg. Mestur afli: Eskey ÓF-80: 29.553 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: 25 bátar. Heildarlöndun: 145.171 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 79.096 kg í sex löndunum. Grundarfjörður: 19 bátar. Heildarlöndun: 506.582 kg. Mestur afli: Drangey SK-2: 220.563 kg í einni löndun. Ólafsvík: 47 bátar. Heildarlöndun: 548.820 kg. Mestur afli: Bárður SH-81: 133.025 kg í sex róðrum. Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 362.197 kg. Mestur afli: Saxhamar SH-50: 69.749 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur: bátar. Heildarlöndun: 25.531 kg. Mestur afli: Hafsvala BA-252: 5.204 í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Drangey SK-2 - GRU: 220.563 kg. 3. maí. 2. Sigurborg SH-12 - GRU: 76.813 kg. 3. maí. 3. Runólfur SH-135 - GRU: 61.263 kg. 4. maí. 4. Hringur SH-153 - GRU: 58.940 kg. 5. maí. 5. Farsæll SH-30 - GRU: 54.741 kg. 4. maí. -kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.