Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 202020 Kristján Þór Júlíusson landbúnað- arráðherra hefur lagt fram stjórnar- frumvarp sem á að hafa þann tilgang að einfalda ýmislegt regluverk sem viðkemur landbúnaði og matvæla- framleiðslu. Þar er meðal annars að finna lagabreytingu sem fellir nið- ur skyldu bænda til að marka fé sitt að vori. Frumvarpið er liður í grisj- unarátaki stjórnarráðsins, en felld verða úr gildi ýmis lög og reglu- gerðir sem þykja hafa gengið sér til húðar að mati embættismanna. Í 64. gr. núgildandi laga um afrétta- málefni, fjallskil o.fl. segir orðrétt: „Búfé skal draga eftir mörkum. Mark helgar markeiganda eign- arrétt nema sannist að annar eigi. Enginn má draga sér búpening sem eigi ber hans rétta mark.“ Þá segir í 63. grein sömu laga: „Búfjármörk eru: örmerki, frostmerki, brenni- mörk, plötumerki og eyrnamörk. Skylt er hverjum búfjáreiganda að hafa glöggt mark á búfé sínu. Lömb skulu eyrnamörkuð fyrir lok 12. viku sumars.“ Í frumvarpi ráð- herrans nú er gengið í berhögg við gildandi lög og lagt til að afnema skuli skyldu bænda til að marka fé sitt. Í 11. grein frumvarpsins seg- ir: „Í stað orðanna „Lömb skulu“ í 3. málsl. 1. mgr. 63. gr. laganna kemur: „Heimilt er að eyrnamarka lömb...“ Þannig er í raun verið að gera það valkvætt að marka lömb. „Gjörsamlega fáránlegt“ Ákvörðun ráðherrans að leggja af skyldu til að marka lömb að vori hefur vakið furðu í röðum bænda. Með þessu sé verið að hverfa frá aldagamalli hefð og það án þess að nokkur hafi beðið um slíka breyt- ingu. Ólafur R. Dýrmundsson, fyrr- verandi ráðunautur hjá Bændasam- tökum Íslands og nú markavörður fyrir Landnám Ingólfs, segir hug- myndina um að hverfa frá eyrna- mörkum „gjörsamlega fáránlega“. Þau orð viðhafði hann í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi. Seg- ir hann eyrnamörk hafa verið allt frá landnámstíð, en þau tryggi að rekja megi sauðfé til eigenda sinna. „Þetta er einfaldlega besta merk- ingarkerfi sem til er í heiminum,“ sagði Ólafur og bætti við að plast- plötur skapi aldrei sama öryggi. Ríkið þarf engu að kosta til Í landinu eru 22 markaverðir starf- andi, einn í hverri sýslu. Í hópi þeirra er Þórir Finnsson bóndi á Hóli í Norðurárdal, en hann hef- ur í tvo áratugi verið markavörð- ur Mýrasýslu. Markaverðir eru til- nefndir af sveitarstjórnum og þiggja lítilsháttar umbun fyrir. Þeirra hlutverk er að halda utan um mörk bænda, gæta þess að ekki sé verið að nota sömu mörk í samliggjandi sýslum og úthluta nýjum mörkum þegar þess þarf. Áttunda hvert ár er svo gefin út prentuð markaskrá fyr- ir hverja sýslu og er einmitt komið að slíkri útgáfu á þessu ári. Í kjöl- farið er svo gefin út landsmarkaskrá þar sem finna má öll mörk í land- inu skráð í stafrófsröð í veglegri bók. „Þrátt fyrir þessa ákvörðun ráðherrans verður fé áfram mark- að í sveitum landsins, eða það vil ég meina,“ segir Þórir staðfastur. „Það er aldagömul hefð fyrir því að sauðfé sé markað og fjölmörg rök sem mæla með að því verði haldið áfram. Því skil ég ekki þessa ákvörð- un ráðherrans,“ segir Þórir og bæt- ir við að ríkið þurfi engu að kosta til í þessu sambandi. Oftast dregið í sundur eftir mörkum Þórir segir að mörk hafi ýmist í ára- tugi eða jafnvel aldir tilheyrt bæj- um og þannig gengið milli kyn- slóða. Hann segir að ef sú staða kemur upp að sammerkt sé við mark á sama svæði eða í nærliggj- andi sýslum gildi reglan að sá sem sýnt geti fram á að markið hafi ver- ið lengur í notkun, haldi því. Þá segir hann bændur eiga misjafnlega mörg mörk, algengt sé tvö til þrjú á hverjum bæ en oft eru þau þó fleiri. Dæmi er um að allt upp í 30 mörk tilheyri sama lögbýlinu. Þannig noti menn til dæmis gjarnan sama yfir- mark, en undirmark með afbrigð- um til dæmis eftir því hvort lamb- ið er einlembingur, tvílembingur, undan sæðingarhrúti eða annað í þeim dúr. Þá sé algengt að börn til sveita fái að eiga sitt mark og finn- ist mikið til koma. Því má við þetta bæta að gott yfirmark auðveldar einatt störfin til dæmis í réttum að hausti og margir sem draga í sund- ur einungis eftir þeim, en svo eru reyndar aðrir, einkum yngra fólk, sem dregur eftir númerum á merki í eyrum lambanna. Þrírifað í þrístýft... Aðspurður játar Þórir að dregið hafi úr stórtækum og grófum mörk- um sem hafa mikið inngreip í eyru lambsins. „Við mælum ekki með að bændur taki upp mjög gróf mörk sem þýða mikla blóðtöku. Nú er hægt að fá nóg af mörkum sem eru penni í eyra og auðvelt að marka. Ég man þó í fljótu bragði eftir einu dæmi um að kona nokkur sótti um mark hjá mér. Henni fannst þó öll mörkin sem í boði voru of gróf fyr- ir lambið og gat ekki hugsað sér að marka eftir þeim. Að endingu fékk hún ekkert mark en notaði áfram það sem bóndi hennar hafði átt. En almennt höfum við á undanförn- um árum valið mörk sem er gott að marka og hafa ekki mikið inngrip. Sagt var að skrattinn hafi átt mark- ið „þrírifað í þrístýft og þrettán rif- ur ofan í hvatt“. Það er allavega ekki lengur í markaskrá,“ segir Þór- ir og brosir. Munu ekki fara eftir þessu Nú er á lokametrunum skráning marka í markaskrá 2020 og seg- ir Þórir að markaskrár í öllum sýslum verði komnar út fyrir réttir í haust. „Það verður töluverð fækk- un í markaskrá núna í samanburði við 2012. Hér í Mýrasýslu voru 742 mörk árið 2012 en núna verða þau nákvæmlega 600. Búum hefur á þessum árum fækkað og þá falla mörk út. Í landsmarkaskránni fyrir átta árum voru skráð 13.259 mörk og ætli fækkunin á landsvísu verði ekki hlutfallslega svipuð og hér hjá okkur.“ Að endingu ítrekar Þór- ir að hann hafi enga trú á að nokk- ur bóndi hætti að marka lömbin sín að vori, þrátt fyrir að ráðherrann breyti lögunum og geri það val- kvætt að marka. „Þetta er hluti af menningu okkar bænda og ég er eiginlega alveg handviss um að það verður enginn sem fer eftir þessu. Þar að auki þyrftu menn þá að fara að setja merki í bæði eyrun á lömb- unum og það er að mínu viti síst til bóta,“ sagði Þórir að endingu. mm Hjónin Rósa Arelíusardóttir og Þórir Finnsson á Hóli. Ráðherra vill afleggja skyldu bænda að marka lömbin Markavörður Mýrasýslu telur engar líkur á að bændur hætti að marka lömb að vori Sauðburður er nú að hefjast hjá Þóri Finnssyni bónda á Hóli og markaverði Mýra- sýslu. Hér er hann nýbúinn að marka lamb og móðirin fylgist grannt með. Markið er hangfjöður aftan hægra og blaðstýft aftan vinstra, líkt og lambsmóðirin ber sjálf og formæður hennar áratugum áður. Þórir segist hafa fengið þetta mark frá móður hans, sem markaði eftir því þegar hún bjó í Dölum. Fjárhúsin hjá Þóri Finnssyni bónda eru að stofni til eldri en bóndinn, eða frá 1933. Hér er horft meðfram fjárhússhlöðunni og heim að öðrum bæjarhúsum á Hóli. Á bænum Hömrum við Grundar- fjörð er sauðburður langt kominn. Stálpuðu lömbin eru komin út á tún og í fjárhúsunum eru nokkrar kindur óbornar ásamt yngstu lömb- unum sem bíða þess að komast út í ferska loftið og nýgræðinginn. Að- eins voru tólf kindur eftir að bera þegar fréttaritari Skessuhorns kíkti í heimsókn í fjárhúsin og væntan- lega stutt eftir af þessari törn hjá bændunum á Hömrum. tfk Dóra Aðalsteinsdóttir sýnir hér ungum og áhugasömum gesti lítið lamb sem er álíka áhugasamt um þessa ungu mannveru. Sauðburður langt kominn á Hömrum Bjartey Ebba Júlíusdóttir heldur hér á litlu lambi sem hún sýnir gestunum en hún þekkir nánast allar kindurnar með nafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.