Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 23. árg. 13. maí 2020 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út maí 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Bérnaise burger meal 1.890 kr. Máltíð Við opnum aftur með breyttum opnunartíma arionbanki.is Útibúið okkar í Borgarnesi opnar aftur þriðjudaginn 12. maí og verður opið alla virka daga kl. 12.30–16.00 þar til nýjar leiðbeiningar um samkomur verða gefnar út. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta áfram stafrænar þjónustuleiðir bankans. Þú �innur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Arion appsins á arionbanki.is/app. Þú getur líka haft samband við þjónustuverið í síma 444 7000. Við leggjum enn áherslu á tímabókanir í útibúinu og hvetjum viðskiptavini til að bóka fund með því að panta símtal á arionbanki.is. Við hringjum síðan til baka og festum tíma. Þjónusta vegna bókaðra funda er frá 9–16 alla virka daga. Einn liður í tiltekt Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, í laga- og reglugerðasafni ráðuneytis hans, er stjórnarfrumvarp sem felur m.a. í sér að fella niður skyldu bænda til að marka lömb að vori. Þannig vill til að frá landnámi hefur sauðfé verið markað og fjáreigendur þannig getað sýnt fram á eignarrétt sinn með óyggjandi hætti. Engin beiðni hefur enda borist frá bændum sjálfum um að afleggja þann sið að marka fé sitt og sömuleiðis engar líkur á að þeir fari eftir þessari heimild ráðherrans. Í Skessuhorni í dag er meðal annars rætt við Þóri Finnsson, bónda á Hóli í Norðurárdal og markavörð Mýrasýslu. Sauðburður er nú að hefjast hjá Þóri. Hér er hann nýbúinn að marka lamb og móðirin fylgist grannt með. Markið er hangfjöður aftan hægra og blað- stýft aftan vinstra, líkt og móðirin ber og formæður hennar sömuleiðis kynslóð fram af kynslóð. Sjá nánar á bls. 20. Ljósm. mm. Áhöfnin á netabátnum Bárði SH-81 frá Ólafsvík hefur nú sleg- ið Íslandmet í vertíðarafla netabáta. Aflinn var 2.311 tonn af óslægð- um afla upp úr sjó en fyrra metið átti áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur VE sem landaði 1.917 tonnum ver- tíðina 1989. „Þetta var erfið vertíð vegna stöðugrar ótíðar,“ sagði Pét- ur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri, í samtali við Skessuhorn, en þrátt fyrir rysjótta tíð lönduðu þeir 1.019 tonnum í mars. Áhöfnin á Bárði SH er á með- fylgjandi mynd. Frá vinstri; Pétur Pétursson yngri, Eiríkur Gauts- son, Guðjón Arnarson, Svein- björn Benediktsson, Pétur Péturs- son eldri, Jóhann Eiríksson, Helgi Bjarnason, Sæbjörn Ágústson, Slógu Íslandsmet netabáta Markaðsstofa Vesturlands, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi, boðaði til streymisfund- ar í gærmorgun, þriðjudaginn 12. maí. Þar voru kynnt ýmis verkefni sem unnið er að til eflingar ferða- þjónustunnar á Vesturlandi. Ber þar hæst að ákveðið hefur verið að styðja ferðaþjónstuna sérstaklega í ár vegna aðstæðna og leggja sam- tals 50 milljónir í verkefnið Eflingu ferðaþjónustunnar, sem er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Nánar á bls. 7. Kristján Helgason og Höskuldur Árnason. af 50 milljónir í eflingu ferða- þjónstu DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA sími 437-1600 Lífið er núna! Landnámssetur er opið þessa dagana, frá kl. 11:30 til 15:00 og 11:30 til 21:00 um helgar. Bjóðum matargestum veitingahúss frítt á Landnáms- og Egilssögusýningarnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.