Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 9
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Skráning á haustönn fer fram dagana 23. ágúst til
3. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam.
Önnin hefst 7. September
Sjammi ehf auglýsir eftir trésmiðum,
verkamönnum og vélamanni.
Mikil vinna framundan og góð verkefnastaða.
Umsóknir sendist á heimir@sjammi.is
Nánari upplýsingar veitir
Heimir Einarsson, sími 691 8597
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1316. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18,
þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17:00.
Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru
bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna falla niður þessa vikuna.
„Já, við lentum í flottri veiði í
Hörðudalsá enda fór heldur betur
að rigna og áin fimmfaldaðist eft-
ir stanslausar rigningar,“ sagði Þór-
ir Valdimar Indriðason úr Borg-
arnesi, en hann var í síðustu viku
að koma úr Hörðudalsá í Dölum
ásamt Hafsteini Þórissyni frænda
sínum eftir einhverjar mestu rign-
ingar sem hafa verið þar í sumar.
áin varð fljótlega að stórfljóti eins
og reyndar fleiri ár á svæðinu.
„Það voru bókaðir 16 laxar áður
en við komum og 90 bleikjur. Við
fengum átta laxa og tíu bleikjur. áin
var erfið enda mikið vatn í henni,
en síðasta hálfa daginn þegar áin
var orðin að stjórfljóti fengum við
einn lax og misstum annan,“ sagði
Þórir ennfremur. gb
Gunnar Gauti Gunnarsson dýra-
læknir og dyggur lesandi Skessu-
horns fékk þá sniðugu hugmynd í
liðinni viku að taka nýjasta tölublað
Skessuhorns með sér í fjallaleið-
angur. Þetta er að vísu ekki eins-
dæmi því Gunnar fór í gönguferð
á fjallið Baulu sumarið 2016 með
Skessuhorn í bakpokanum og las
fréttir úr héraðinu þegar á toppinn
var komið. Hann, ásamt Bjarna ár-
mannssyni stórfjárfesti, voru með
blað Skessuhorns í fórum sér þeg-
ar þeir gengu upp á topp Hraun-
dranga í Öxnadal á sunnudaginn.
Gangan var að vísu ekki eingöngu
til þess að geta sagst hafa lesið blað-
ið á toppi fjalls en hver vill svosem
ekki hafa gott lesefni sér við hönd í
blíðviðris göngutúr?
„Mér fannst eiginlega alveg
ómögulegt að þetta góða héraðs-
fréttablað væri ekki líka lesið á fá-
förnum slóðum, svo ég tók það
með mér,“ sagði Gunnar Gauti og
bætir við að Hraundrangi hafi fyrst
verið klifinn 1956.
Lagt var af stað frá Akureyri
snemma sunnudagsmorguns og
segir Gunnar veðrið hafa verið
með eindæmum gott. „Eyjafjörður
var algjörlega spegilsléttur þegar ég
lagði af stað. Það tók okkur rúma
fimm og hálfan tíma að komast alla
leið upp. á toppnum var algjört
logn og 19 stiga hiti. Það heyrðist
ekki í vindi, lognið var svo mikið
þarna uppi og hefði hæglega ver-
ið hægt að kveikja á kerti eins og
í stofunni heima,“ segir dýralækn-
irinn sem virðist hafa fengið kjör-
aðstæður til að lesa Skessuhorn á
fjallstoppi. glh. Ljósm/ ggg
„Það var frekar rólegt í Gljúfur-
ánni en við veiddum bara á flug-
una, mest veiðist þarna á maðkinn,“
sagði tómas Lorange Sigurðsson
en hann var að koma úr Gljúfurá
í Borgarfirði fyrir skömmu. Veiðin
þar hefur verið frekar róleg í sum-
ar. En það gæti breyst á næstu dög-
um. Nú hefur rignt hressilega og
laxar hafa verið að ganga í gegnum
teljarann, ekki einn heldur margir.
áin hafði fyrir helgi skilað um 90
löxum.
„Það gengu 150 laxar í gegnum
teljarann um helgina sem við vor-
um þarna, svo það getur eitthvað
skeð á næstunni. Við veiddum ekk-
ert í gljúfrunum, þar gæti laxinn
verið núna. Það hafa gengið um
200 laxar alls í gegnum teljarann í
sumar,“ bætti tómas við. gb
Frændurnir Þórir V Indriðason og Haf-
steinn Þórisson með lax úr Hörðudalsá
í Dölum. Áin hefur nú gefið 24 laxa og
100 bleikjur. Samsett mynd/gb.
Rigningin hleypti lífi í
veiðina í Hörðudalsá
Töluvert af laxi í Gljúfurá
Agnes Þóra Guðmundsdóttir kastar
flugunni fyrir fiska í hinum fallega
stað Kerinu í Gljúfurá. Ljósm. Tómas L
Sigurðsson.
Bjarni Ármannsson hér með bundið
um hraundrangann.
Skessuhorn lesið á
toppi Hraundranga
Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður og eigandi Fjallaskólans, heldur hér
Skessuhorni uppi til myndatöku.
Gunnar Gauti í góðu yfirlæti á toppi
Hraundranga í Öxnadal.