Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 7 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi 3ja 105 fm til 107 fm Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra 126 fm til 128 fm Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. HTH Parka Ormsson 898-9396 eða á hakon@valfell.is Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Dreifbýl sveitarfélög geta sótt um styrki til að mæta áskorunum sem hafa fylgt Covid-19 faraldr- inum í félagsþjónustu og barna- vernd vorið 2020. Í fjáraukalög- um, sem samþykkt voru á Alþingi í maí, var ákveðið að veita 30 millj- ónum króna til að takast á við þess- ar áskoranir í dreifðustu byggðum landsins. Við úthlutun styrkjanna verð- ur eingöngu horft til sveitarfélaga utan svæðisins milli Hvítár í Borg- arfirði og Hvítár í árnessýslu, það er sveitarfélaga utan þéttbýlasta hluta landsins. Sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akraneskaupstaður, Skorradals- hreppur, Hvalfjarðarsveit, Borgar- byggð, árborg, Hveragerði og Ölf- us eru því undanskilin. Þau sveitarfélög sem hyggjast sækja um styrki þurfa að byggja sínar umsóknir á málum sem lúta að skjólstæðingum sem búa í dreif- býli eða byggðakjörnum með 1.500 íbúa eða færri. kgk tæpur þriðjungur þeirra sem keyptu fasteign á fyrri helmingi árs- ins voru að kaupa sína fyrstu eign. Hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeild- ar Húsnæðis- og mannvirkjastofn- unar. Niðurstöður nýrrar viðhorfs- könnunar benda enn fremur til þess að um fjórðungur þeirra sem enn búa í foreldrahúsum séu í fasteigna- hugleiðingum. á sama tímabili hefur íbúðum í sölu á höfuðborgarsvæðinu fækk- að. Þær voru um 2000 í maí en eru 1700 nú. Framboðið hefur sömu- leiðis dregist saman á landsbyggð- inni. Meðalsölutími nýrra íbúða lækkaði um 32% á landsbyggðinni á fyrri helmingi ársins, samanborið við fyrri helming síðasta árs. Með- alsölutími nýrra íbúða lengist lítil- lega á höfuðborgarsvæðinu, en hins vegar styttist meðalsölutími annarra íbúða. Aldrei fleiri ný lán hjá bönkunum Júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýj- um íbúðalánum hjá bönkunum. Alls var í júní lánaður ríflega 31 millj- arður króna í hreinum óverðtryggð- um íbúðalánum á breytilegum vöxt- um hjá bönkunum, að frádregnum uppgreiðslum. Ný óverðtryggð út- lán bankanna á föstum vöxtum voru hins vegar neikvæð um þrjá millj- arða, en frá því í október á síðasta ári hafa ný slík lán verið mánaðar- lega í minna mæli en uppgreiðslur í þeim lánaflokki. á sama tíma voru uppgreiðslur verðtryggða lána einn- ig um það bil einum milljarði króna umfram ný útlán til heimilanna hjá bönkunum. útlán lífeyrissjóðanna dragast enn saman, líkt og í apríl og maí, og ný íbúðalán þeirra voru í fyrsta sinn lægri að fjárhæð en uppgreiðslur eldri lána hjá sjóðunum, m.v. töl- ur Seðlabanka Íslands sem ná aftur til ársins 2008. Var júnímánuður sá umsvifaminnsti innan lífeyrissjóð- anna frá upphafi mælinga. Mikil útlánaaukning bankanna upp á síð- kastið er rakin til mikilla vaxtalækk- ana undanfarinna mánaða, að því er fram kemur á vef HMS. Leigusamningum fjölgar Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði annan mánuðinn í röð sam- kvæmt vísitölu HMS. tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höf- uðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuð- um ársins. Sömu sögu er hins veg- ar ekki að segja um leiguverð í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni. Þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði hefur fjölgað mikið milli ára, en þeir voru 16% fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á fyrri hluta síðasta árs, 15% fleiri í nágrannsveitarfélögum borgarinn- ar og 17% fleiri á öðrum svæðum á landsbyggðinni. kgk Aldrei hærra hlutfall fyrstu kaupa Fjölbýlishús á Akranesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni/ kgk. Geta sótt um sérstaka styrki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.