Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 19 Vísnahorn Fátt er mikilvægara en góð heilsa. Það sannast nú á tímum Covid veir- unnar enda hefur heil- brigðiskerfið í nógu að snúast þó lengi hafi það verið fjársvelt til vandræða. Fyrir margt löngu orti Ólafur Ólafsson Briem: Læknirarnir lækna þá lítið sem til finna. Meðul þeirra munu á mörgum þrautum vinna. Hvað sem líður nú meðulum og virk- ni þeirra þá er veðurfarið sígilt umræðuef- ni og snemmsumars 2014 hafði ‎Kristján Runólfsson‎ þetta að segja um veðrið í Hver- agerði: Dropar falla á skorpinn skalla, skepnur allar leita í var. Blómin valla, höfði halla, hér er gallað veðurfar. Eitthvað hefur veðrið verið blíðara þegar Ingibjörg Eysteinsdóttir á Beinakeldu orti: Fjöllin skarta fagurblá faðma grund og móa. Sólargeislar gárum á gylla Húnaflóa. Guðmundur L Friðfinnsson rithöfundur rak um árabil allstórt barnaheimili á heimili sínu Egilsá í Norðurárdal og var það töluvert umfangsmikil starfsemi. Nágranni hans einn orti um þann rekstur: Sumardvalarheimilið eflist nú af auð, í útsjón tel ég bóndann valinkunnan. Hann lætur sjóða matinn og baka heima brauð en börnin fær hann tilbúin að sunnan. Helgi Ingolfsson var slæmur í hendi og varð það tilefni eftirfarandi slitru: Ver- í hönd er vinstri -kur, vís- þó sem ég -urnar. Slæ- er dagur slíkur -mur, slit- hér koma -rurnar. Annar ágætismaður var Eiríkur Þorstein- sson sem lengi bjó í Bakkakoti í Skorradal, bróðir Erlu skáldkonu. Eftir að hann var flut- tur á Akranes lenti hann í orðaskakstri við vinnufélaga sinn. Harðduglegan mann sem hafði komið upp mörgum og mannvænlegum börnum með nýtni og hirðusemi en fékk þes- sa kveðju frá Eiríki: Opnast Bjarni uppá gátt, í orðaskaki slyngur en hann hefði aðeins mátt eiga styttri fingur. Bróðir Eiríks og Erlu var Guðmundur Þor- steinsson sem kenndi sig við Lund í Lundar- reykjadal. Sá orti um einhvern gæðamann: Jósef ekkert eftir gefur eða þjakar tunguhaft. Kringum allan hausinn hefur heljarmikinn stólpakjaft. Ætli það séu ekki komin rúmlega 110 ár síðan eftirfarandi fyrripartur var lagður fram í tímaritinu Huginn sem Bjarni frá Vogi gaf út og beðið um botn: Er til grafar komu kurl kappar landsins átu snarl. Bestur dæmdist botn frá Pálma Pálmasyni: Eftir þúsund ára nurl ægði þeim að launa jarl. En þessi er nú líka góður: Betra en þetta bölvað nurl er brennivín og skyrhákarl. Rögnvaldur Rögnvaldsson sem lengi rak verslun undir kirkjutröppunum á Akureyri var ágætlega hagmæltur. Eitt sinn lenti hann á sjúkrahúsi vegna blóðtappa og varð þá að orði: Letin slappar líkamann, leikni er kappans prýði. En æðatappatogarann ég teldi happasmíði. Eins og vitað er hafa margir ánægju af lax- veiði og ýmsum snúningum kringum hana. Að vísu hefur mér alltaf þótt það einkennilegt athæfi að eltast við að veiða fisk til þess eins að sleppa honum aftur og væri trúlega í einh- verjum tilfellum kallað dyreplageri. En það er nú ekki að marka mig. Hvað um það um einn ágætan pólitíkus sem var talinn hafa þverri- funa neðanvert við nefið og lenti einhvern tí- mann í smá skandala var kveðið: Eyðir sút frá bankans baxi, bestu útrás veita má þrátt að stúta þungum laxi -og það í Hrútafjarðará. árið 1948 var ég alltof mikill krakki til að gera mér nokkra grein fyrir þeim atburðum sem þá urðu í úttlöndum. Hvað þá að túlka þá með einhverjum hætti enda virðast mar- gir enn í dag eiga í erfiðleikum með túlkun ýmissa alþjóðlegra viðburða þrátt fyrir aukna menntun og tækni. Hvað um það snemmsumars 1948 orti Lúðvík Kemp um ástandið í heimsmálunum: Félagi Stalín elliær orðinn og talsvert heimaríkur. En Tító brúkar kjaft og klær, kommúnista og fleiri svíkur. Bjartsýnn er og bíræfinn, af baki virðist ekki dottinn. En það er ljótt að svíkja sinn samherja og lánardrottinn. Þó margt breytist geta vatnavextir ennþá sett strik í samgönguáætlanir manna. Að vísu er trúlega sjaldgæft orðið að menn þurfi að bíða með hesta sína eftir að lækki í ánum en ekki óþekkt að þeir fjórhjóluðu fákar nemi staðar í miðri á og vilji ekki lengra. Ekki veit ég hver fékk þessa vísu hjá Guðmundi Frí- mann en eitthvað hefur honum orðið slark- samt á lífsgöngunni: Þér torfært varð margt vonarskarð. Hjá vaði á margri Svartá beiðstu. Að úr þeim drægi aldrei varð og ógæfuna í taglhvarf reiðstu. Fyrir tíma brúargerðar kom Hjörleifur Kristinsson að Norðurá í nokkrum vexti seint um haustkvöld og þurfti að bíða birtingar til að sjá sér leið yfir. Dundaði þá við að fram- leiða þessa á meðan: Deginum seinkar og myrkrið er meira en nægt, því morgunstjörnurnar lítilli birtu skila. Jesús minn góður, hvað jörðin snýst orðið hægt, - ég held alheimsmótorinn sé að bila! Og fóstri hans og nafni Hjörleifur Jónsson orti þessa og ætli við ljúkum ekki þættinum með henni: Margan spretta úr spori ég sá, spauga að glettum villu en fáa detta ofaná alveg rétta hillu. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hann lætur sjóða matinn og baka heima brauð - en börnin fær hann tilbúin að sunnan „Spilaðu formann flokks á þingi sem keppist við að koma sem flest- um þingmönnum í eigin vasa - styddu málefni, settu lögbann á hneyksli og stingdu svo hina for- mennina í bakið! Spil fyrir fólk sem þolir ekki spillingu, nema það fái að spila með.“ Þannig hljómar athygl- isverð kynning á nýju borðspili sem nú er leitað stuðnings til útgáfu á Karolina fund. Í kynningunni segir að markmið Þingspilsins sé að klára sem fle- star umferðir með flesta þingmenn. Þingspilið er samansett af þremur bunkum. Í fyrsta lagi er Forman- na bunki og spilarar draga eitt For- mannspil. Þá er Málefna bunki þar sem eitt Málefnaspil er lagt út í by- rjun umferðar. Loks er Framtíðar bunki en þar draga spilarar tvö spil á hendi í byrjun umferðar. „Í spi- linu geta spilarar kosið um málef- ni og stundað pólitíska spillingu til að fá fleiri þingmenn, ásamt því að láta aðra spilara missa þingmenn í hneykslum (nema þeir spili út „Lögbanni á fjölmiðla“ til að stöð- va hneykslið eða „Hvítþvott“ til að fá þingmennina aftur). Sigurvega- rar eru spilarar með Formannaspil sem hafa flesta þingmenn í lok um- ferðar. Fleiri en einn geta sigrað. Spilarar velja hvort spilið taki tvær eða þrjár umferðir. mm Síðasta sunnudagskvöld safnaðist hópur af fólki á höfninni og í fjör- unni við bæjarmörkin að Grund- arfirði til að fylgjast með nokkr- um hrefnum sem voru að næra sig nánast í fjöruborðinu. Þær fóru þó víðsvegar um fjörðinn og voru á tímabili við fjöruna í Kirkjufelli og seinnipart dags við Grundar- kamb en þær höfðu einnig verið að svamla makindalega í hafnarkjaft- inum. á meðfylgjandi mynd má sjá hversu nærri landi hún er en í bakgrunni er brúin yfir Kverná við bæjarmörk Grundarfjarðar. tfk Bókin Saga guðanna er komin út hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Hér er á ferð fróðleg og yfirgripsmikil bók þar sem lesandanum er boðið í ferðalag um heim trúarbragðanna. Fjallað er á aðgengilegan hátt um það sem helstu trúarbrögð mann- kyns hafa sjálf fram að færa, saga þeirra rakin í stórum dráttum og helstu einkennum þeirra lýst. „Með skrifum sínum vekur höfundur upp spurningar hjá lesendum og fær þá til að leita eigin svara andspænis því mark- miði trúarbragðanna að kanna djúp mannshugans og leita uppi kjarna tilverunnar. Þór- hallur Heimisson hefur lengi verið starfandi prestur í íslensku og sænsku þjóðkirkjunni og hef- ur stundað framhaldsnám í trúar- bragðasögu. Þá hefur höfundur ferðast vítt og breitt um heiminn einn og sem leiðsögumaður þar sem heimsóttar hafa verið höfuð- stöðvar og söguslóðir trúarheima. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem höfundur hefur tekið á ferðum sínum,“ segir í tilkynningu frá Sæ- mundi. mm Kvöldverður í fjöruborðin Saga guðanna eftir Þórhall Heimisson. Saga guðanna eftir Þórhall Heimisson Í Þingspilinu hafa þátttakendur þing- menn í vasanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.