Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202022 Af hverju að spila golf? Spurning vikunnar (Spurt á Hamarsvelli í Borgarnesi) Bergsveinn Símonarson „Það er svo gaman, uppbyggj- andi og góður félagsskapur.“ Jenny Johansen „Hreyfing, útivera og félags- skapur.“ Bergur Bakari „Golf hefur allt. Góð fjölskyldu- íþrótt og lengir lífið.“ Sigríður Björk Guðmundsdóttir „Af því það er svo skemmti- legt.“ Ásgeir Bjarnason „Það er svo rosalega gaman.“ Golfklúbburinn Vestarr í Grund- arfirði var stofnaður 27. júlí árið 1995 og fagnaði því 25 ára afmæli á dögunum. Sunnudaginn 16. ágúst var 25 ára afmælismót golfklúbbs- ins haldið í blíðskaparveðri á Bárar- velli. Keppendur á golfmótinu voru svo ekki sviknir með veitingar en glæsilegt kaffihlaðborð var á boð- stólnum. Mótið þótti heppnast vel og fóru keppendur og mótshaldarar sælir heim að móti loknu. tfk Þriðja og síðasta viðureign eldri borgara á Akranesi og Borgarbyggð í sumarpúttinu fór fram að Hamri í Borgarnesi þriðjudaginn 11. ágúst. Fyrr í sumar var keppnin haldin á Akranesi og í Nesi í Reykholtsdal. Veður var milt og kyrrt en örlít- ið úðarigning síðastliðinn þriðju- dag. Olli það erfiðleikum fyrir rit- ara og voru sum skorblöðin nær óskiljanleg er komið var með þau í hús. En einn hugmyndaríkur leysti málið. Stakk blaðinu inn í örbygju- ofn og sú tilraun tókst fullkomlega. Flemming Jessen og ásgeir Samú- elsson lögðu skemmtilegan völl. Þátttakan var að þessu sinni minni en í lokakeppni undanfarinna ára. Mótið var fyrr en venjulega vegna fyrirhugaðs Íslandsmóts eldri borg- ara í pútti sem fram fer á Ísafirði 21. ágúst, en því var frestað um ár. Í einstaklingskeppninni stóð Magnús E. Magnússon uppi sem sigurvegari. Lék hann samtals á 194 höggum og bætti fyrra met Guðrú- nar Birnu Haraldsdóttur frá 2018 og Eddu Elíasdóttur frá 2019 um 11 högg. Nokkrir voru einnig undir gamla metinu. ásgeir Samúelsson og ásdís B. Geirdal léku á 202 hög- gum og Halldór Fr. Jónsson á 203 höggum. Að þessu sinni lék lið Bor- garbyggðar á 443 höggum og því samtals á 1375 höggum á mótinu og bættu fyrri árangur sinn frá 2018 um 63 högg. Lið Akranesinga lék á 476 höggum eða samtals á 1446 höggum sem er aðeins tveimur höggum frá besta árangri liðsins. Högglægstu púttarar heimaman- na; Þorbergur Lind Egilsson og Katrín R. Björnsdóttir tóku á móti bikarnum fyrir hönd Borgarbyg- gðar, sem hefur nú unnið keppni- na fjögur ár í röð. Jón Guðjónsson hlaut viðurkenningu fyrir þátttöku- na. Er hann elsti púttarinn í þessari keppni frá upphafi, 94 ára gamall. á næsta ári hefst keppni liðanna í Nesi í Reykholtsdal. ii Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Guðmund tyrfingsson um að leika með liðinu næstu tvö árin, eða út keppnistímabilið 2022. Guð- mundur er fæddur árið 2003 og uppalinn hjá liði Selfyssinga. Hann þykir efnilegur leikmaður, á að baki 32 leiki fyrir meistaraflokk Selfoss í deild og bikar og hefur skorað í þeim átta mörk. Hann á að baki sex landsleiki fyrir U16 ára landslið Ís- lands, níu fyrir U17 ára liðið og tvo fyrir U18 ára landsliðið. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf- ari ÍA, fagnar komu Guðmundar til liðsins. „Guðmundur er ungur og efnilegur leikmaður sem passar vel inn í okkar uppbyggingu. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það er það sem við leitum að í leikmönnum hérna á Skaganum, svo hann á bara eftir að vaxa og dafna og gera frábæra hluti í framtíðinni. Hann á framtíðina fyrir sér,“ segir Jóhannes Karl. kgk Skallagrímsmenn skildu jafnir í leik gegn Hafnarfjarðarlinu Ká þegar þau mættust í sínum fyrsta leik í C- riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu á mánudagskvöld, eftir hlé á Íslands- mótinu vegna kórónuveirunnar. Þeg- ar var búið að fresta tveimur umferð- um og verða dagsetningar fyrir þær viðureignir ákveðnar síðar. Var því farið beint í 11. umferð mótsins þar sem einmitt Skallagrímur og Ká átt- ust við. Spilað var á Skallagrímsvelli í Borgarnesi í einmuna veðurblíðu. Gestirnir komu mun sterkari til leiks og voru alltaf skrefinu á undan heimamönnum. Fyrsta mark kom frá Ká þegar Marteinn Víðir Sigþórs- son skilaði boltanum í netið. Stund- arfjórðungi síðar urðu einhverjar stimpingar í teig Skallagríms með þeim afleiðingum að gestirnir upp- skáru víti. Gísli Þröstur Kristjáns- son fór á punktinn fyrir sína menn og tvöfaldaði forystu gestanna fyrir leikhlé. Eitthvað hefur hálfleiksræðan kveikt undir leikmönnum Skalla- gríms því þeir félagar komu mun beittari inn í seinni hlutann. Magnús Helgi Sigurðsson minnkaði muninn í eitt mark á 74. mínútu og þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu af leik, bætti Viktor Már Jónasson við jöfnunar- markinu og lokastaðan því 2-2. Þetta er þriðja jafntefli Skallagríms- manna í röð en liðið er nú í þriðja sæti riðilsins með 15 stig. Ká er í sætinu fyrir ofan með 18 stig en á toppnum eru Hamarsmenn með 21 stig. Næsti leikur Borgnesinga verð- ur gegn Berserkjum á Víkingsvelli í Reykjavík. Leikurinn fer fram næsta þriðjudag og hefst kl. 19:00. glh Mótanefnd Körfuknattleikssam- bands Íslands hefur ákveðið að af- lýsa keppni í deildarbikarnum í körfuknattleik, sem átti að hefjast í fyrsta sinn 23. ágúst næstkomandi. Þeim möguleika hefur verið velt upp að æfingar og keppni í liðsí- þróttum fullorðinna geti hafist að nýju, að uppfylltum ströngum skil- yrðum. Í tilkynningu á vef KKÍ kemur fram að talsverð vinna hafi verið lögð í að skoða hvaða skil- yrði þyrftu að gilda um opinbera keppni innanhúss miðað við nú- verandi aðstæður. Líklegt megi telja að þær ráðstafanir sem grípa þyrfti til myndu reynast flestum félögum íþyngjandi. Mótanefnd taldi ekki ástæðu til að leggja þær kvaðir á félögin í undirbúningsmóti fyrir keppnis- tímabilið, þar sem því hefði fylgt töluvert álag á sjálfboðaliða. Þó mörgum spurningum sé enn ósvar- að verður unnið að því að undirbúa mögulegt regluverk sambandsins komi til þess að hefja þurfi keppni í Íslandsmótinu í körfuknattleik við sambærislegar takmarkanir og nú eru í gildi. áhersla verður lögð á að móta reglur sem þurfa að gilda um körfuknattleiksæfing- ar innanhúss, svo lið geti hafið æf- ingar sem fyrst. Verða þær ráðstaf- anir kynntar um leið og þær eru tilbúnar. kgk Guðmundur Tyrfingsson og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs ÍA. Ljósm. KFÍA. Guðmundur til ÍA Viktor Már Jónasson er hér í baráttunni. Hann skoraði jöfnunarmarkið fyrir Skallagrím. Jafntefli hjá Skallagrímsmönnum Nýjum deildarbikar í körfunni frestað Frá leik Skallagríms og Snæfells í 1. deild karla síðastliðinn vetur. Ljósm. úr safni/ glh. 25 ára afmælis- mót Vestarr Á fyrsta keppnisdegi púttmótsins í sumar var spilað á Akranesi í einmuna veðurblíðu. Ljósm. mm. Borgarbyggð vann púttkeppnina á nýju mótsmeti Frá vinstri Þorbergur Lind Egilsson, Magnús E. Magnússon, Jón Guðjónsson og Katrín R. Björnsdóttir. Ljósm. Baldur Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.