Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Tækifæri til náms á
friðsælum stað
töluverð tíðindi urðu á föstudaginn þegar ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að
allir komufarþegar til landsins skuli frá og með deginum í dag fara í tvö-
falda skimun áður en þeir hefja samneyti við landsmenn, skulu sæta sóttkví
á milli skimana. Þar með er nánast slegið á þann möguleika um sinn að er-
lendir ferðamenn komi hingað til lands. Fáir munu sætta sig við að verja
fimm dögum í stofufangelsi áður en hið eiginlega ferðalag um landið hefst.
Engum blöðum er um það að fletta að þessi ákvörðun er reiðarslag fyr-
ir íslenska ferðaþjónustu. Hvenær sem þessum ferðatakmörkunum lýkur
er ljóst að þá verðum við á ákveðnum byrjunarreit hvað markaðssetningu
varðar til erlends ferðafólks.
En þrátt fyrir þessi válegu tíðindi fyrir ferðaþjónustuna munu fjölmargir
njóta góðs af ákvörðuninni, þótt umdeild sé. Gera verður ráð fyrir að smám
saman takist að einangra virk smit innanlands og innan tíðar mun samfé-
lagið losna við veiruna ef við lærum að haga okkur eins og fólk og förum að
ráðum sóttvarnayfirvalda, hvar í virðingarstiganum sem við erum! Smám
saman mun þá ýmis starfsemi innanlands taka við sér að nýju þegar líða
tekur á haustið og samskipti almennt verða miklu auðveldari en þau eru í
dag.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Í Skessuhorni í dag er
viðtal við nokkra íbúa á Bifröst. Blaðamaður leit í heimsókn í háskólaþor-
pið í síðustu viku og ræddi við starfsfólk og íbúa. Nú hefur skólinn boðað
sókn í þá veru að fjölga bæði staðnemendum í háskólanámi en einnig al-
mennum íbúum. Það er gert til að fylla þær nýlegu íbúðir sem nú standa
tómar á staðnum. Fasta búsetu á Bifröst hafa nú um hundrað einstaklingar,
en hæglega er pláss til að fjölga þeim um 250. Meðal annars er í blaðinu
rætt við ungt par sem bæði misstu vinnuna í byrjun árs út af Covid. Fólkið
bjó þá í 40 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Það ákvað að segja
upp leigunni, hefja nýtt líf á nýjum stað og fluttu búferlum upp í Borgar-
fjörð. Eru bókstaflega alsæl með þá ákvörðun; búa í helmingi stærra hús-
næði en áður en greiða mun lægri húsaleigu. Ætla að sinna sínu háskólaná-
mi í fullu starfi og njóta umhverfisins og þess sem Norðurárdalurinn he-
fur uppá að bjóða. Sjálfur var ég nemandi í háskólanum á Bifröst á tíunda
áratugnum og persónlega hefði ég ekki viljað sinna því námi samhliða an-
narri vinnu, eins og algengt er að gert er í dag. Þótt fjarnám hafi sína kosti,
þá er það hreint ekki hentugt fyrir alla.
Nú í haust má fastlega búast við því að fjöldi fólks missi vinnu sína við fer-
ðaþjónustu. Sumir hafa nefnt töluna þrjú þúsund í því sambandi og kemur
sá fjöldi til viðbótar við þann mikla fjölda sem nú þegar er án vinnu, eða
er við það að ljúka uppsagnarfresti. Það eru því mikil tækifæri fyrir háskó-
la á landsbyggðinni að laða til sín nýja nemendur við þær fordæmalausu
aðstæður sem nú ríkja. á það til dæmis við á Bifröst, en ekki síður Hvan-
neyri þar sem aðstaða til búsetu og náms er sömuleiðis góð, þótt framboð
af lausu húsnæði sé minna en það er á Bifröst.
Við Íslendingar erum síst verr settir en íbúar annarra landa á tímum
Covid. Að mörgu leyti meira að segja betur t.d. í ljósi þess að landið er
stórt en íbúarnir fáir. Allir geta því rölt út í náttúruna án þess að eiga það á
hættu að troða öðrum um tær. Ungt fólk og miðaldra getur því litið á það
sem sóknarfæri á veirutímum að setjast á skólabekki. Því hvet ég fólk til
að skoða þann möguleika, ekki síst þegar hægt er að velja skóla í fallegasta
héraði landsins.
Magnús Magnússon
Akraborg rekur tvær niðursuðu-
verksmiðjur; eina á Akranesi en
aðra í Ólafsvík. Fyrirtækið er leið-
andi í framleiðslu á hágæða nið-
ursoðinni þorsklifur og er í dag
stærsti framleiðandi sinnar teg-
undar í heiminum. á undanförn-
um misserum hefur mikið verið að
gera í starfsstöðinni í Ólafsvík. Fyrr
á þessu ári var gerð sú breyting að
ein af vinnslulínum fyrirtækisins á
Akranesi var flutt til Ólafsvíkur til
að auka afkastagetuna þar. Aðspurð
segir Anna Rodziewicz, sem er ný-
ráðinn rekstrarstjóri í Ólafsvík, að
sú ákvörðun hafi verið tekin í miðju
Covid fárinu í vor. „Í stað þess að
draga úr starfsemi var ákveðið að
bæta í fjárfestingu og koma upp
viðbótar vinnslulínu á svæðinu.
Með þessari tæknivæðingu bætum
við vinnuaðstöðu starfsfólks og tvö-
földum afköstin á staðnum.” Anna
segir að tilgangurinn með þessari
breytingu hafi verið að halda störf-
um á staðnum, halda uppi fullri
starfsemi og tryggja að það hráefni
sem fellur til á svæðinu verði unn-
ið í samfélaginu í stað þess að flytja
hráefnið annað til vinnslu. „Með
þessum breytingum höfum við ver-
ið að fá töluvert af hráefni annars
staðar af landinu, sérstaklega yfir
sumar- og haustmánuðina,“ sagði
Anna. þa
Sunnanáttin í Grundarfirði get-
ur verið ansi hressileg og var í sér-
staklega miklum ham síðastliðinn
miðvikudag. Meðan á þessu gekk
var unnið við að skipa upp salti úr
flutningaskipinu Falksea sem skrá-
sett er í Noregi. Alls fóru tólf-
hundruð tonn af salti í land síðasta
miðvikudag og létu löndunarmenn
vindhviðurnar ekki á sig fá og klár-
uðu verkið.
tfk
Björgunarsveitin í árneshreppi á
Ströndum og þyrla Landhelgis-
gæslunnar voru kölluð út um klukk-
an 14 á mánudag vegna veiks sjó-
manns norður af Norðurfirði. Sjó-
maðurinn, sem var einn um borð í
trillu á strandveiðum, náði sjálfur að
kalla eftir aðstoð. Björgunarsveitar-
fólk fór ásamt öðrum heimamönn-
um á móti sjómanninum, hlúðu að
honum og fylgdu honum til hafn-
ar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og
sjúkrabíll komu svo um hálftíma
síðar og var maðurinn fluttur til
Reykjavíkur með þyrlunni. mm
Forsvarsmenn Vélsmiðju Grundar-
fjarðar standa í ströngu þessa dag-
ana en starfsmenn eru nú á fullu
við að stækka húsnæði fyrirtækis-
ins. Í vélsmiðjunni er einnig rekið
bifreiðaverkstæði og nú á að auka
þjónustuna þar til muna. Stefnt er
að því að starfsemin verði komin
á fullt í október næstkomandi eða
áður en vetrardekkjavertíðin fer í
gang. Eitthvað hefur veðrið verið
að setja strik í reikninginn hjá iðn-
aðarmönnum en menn eru samt
vongóðir um að geta umfelgað
dekk í nýja hlutanum í haust.
tfk
Hér má sjá hvar viðbyggingin
er komin vel á veg.
Vélsmiðja Grundarfjarðar stækkuð
Anna Rodziewicz, rekstrarstjóri Akraborgar, ásamt Óla Olsen fráfarandi rekstrar-
stjóra sem fer nú til starfa hjá Lýsi.
Afköst aukin í niðursuðu
Akraborgar í Ólafsvík
Skipuðu upp salti í stóra sunnan
Sjórinn gekk yfir skipið
og löndunarmennina í
mestu hviðunum.
Sóttu veikan sjómann í Norðurfjörð