Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202016
Undanfarna daga hefur verið að
skýrast með hvaða hætti skólahaldi
verður háttað við upphaf kennslu
grunn- og framhaldsskóla þetta
haustið. Kennsla hefst í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands í dag, miðviku-
daginn 19. ágúst og í Menntaskóla
Borgarfjarðar á morgun, fimmtu-
dag. Kennsla hefst formlega hjá
öllum nemendum Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í næstu viku. Í öllum
þremur framhaldsskólum lands-
hlutans hefur verið gripið til sér-
stakra ráðstafana vegna Covid-19.
Alls staðar verður auðvelt að nálg-
ast sótthreinsivökva og -búnað og
nemendur eru hvattir til að þvo
hendur sínar og sótthreinsa reglu-
lega. Borðum og stólum hefur ver-
ið raðað upp með að minnsta kosti
eins metra millibili og starfsfólk og
nemendur munu bera grímur þeg-
ar þörf þykir. Í einhverjum tilfell-
um verður í auknum mæli gripið til
fjarkennslu. FVA og MB hefur ver-
ið skipt upp í sóttvarnarhólf, með
sér inngöngun, til að mæta kröfum
um hámarksfjölda. Mötuneyti FVA
er lokað og verður að minnsta kosti
næstu daga, en starfsemi í mötu-
neytum FSN og MB verður með
breyttu sniði.
Framhaldsskólarnir hafa birt
ítarlegar leiðbeiningar um upphaf
kennslunnar á tímum farsóttar á
heimasíðum sínum. Þar geta nem-
endur og forráðamenn lesið allt um
umgengnisreglur á hverjum stað
fyrir sig.
Grunnskólar byrja í
næstu viku
Víðast hvar hefst kennsla í grunn-
skólum landshlutans í næstu viku. á
heimasíðum sumra grunnskólanna
má sjá orðsendingar er varða skóla-
setningu þar sem beðið er um að
aðeins foreldrar yngstu nemenda
mæti með börnum sínum, en eldri
nemendur komi einir til skólasetn-
ingar, nema sérstök ástæða þyki til.
Í einhverjum tilfellum er jafnframt
óskað þess að aðeins eitt foreldri eða
forráðamaður fylgi börnum sínum
á skólasetningu. Vel að merkja hafa
ekki allir grunnskólar á Vesturlandi
birt slíkar leiðbeiningar á heima-
síðum sínum, aðeins sumir þeirra
sem fyrr segir. Aðstæður eru mis-
munandi í hverjum skóla fyrir sig.
Foreldrum og forráðamönnum er
því bent á að fylgjast vel með upp-
lýsingum frá skólum barna sinna í
upphafi kennslunnar.
kgk
Meitill - Gt tækni ehf. og Orku-
virki ehf. hafa ákveðið að ganga
til formlegs samstarfs sem nær til
þjónustu við stóriðjufyrirtæki og
orkusækinn iðnað á Íslandi. „Það
er mat stjórnenda fyrirtækjanna að
víðtækir möguleikar felist í sam-
starfinu þegar tvö öflug fyrirtæki
leggja krafta sína saman en fyrir-
tækin eiga langa sögu þegar kem-
ur að þjónustu við stór fyrirtæki í
orkusæknu umhverfi á Íslandi,“
segir í tilkynningu.
Meitill - Gt tækni á rætur sínar
að rekja til viðhaldsdeildar Íslenska
járnblendifélagsins allt aftur til árs-
ins 1979. Fyrirtækið veitir þjónustu
á sviði málm-, véla-, rafmagns- og
farartækja. Orkuvirki er tækni- og
verktakafyrirtæki sem var stofnað
1975 og hefur yfir að ráða víðtækri
þekkingu og reynslu á hverju sem
viðkemur háspennu- lágspennu
og orkuafhendingu. „Meitill - Gt
tækni og Orkuvirki bjóða upp á
lausnir fyrir þá sem krefjast þess
að fá örugga og skjóta þjónustu,
og hafa fyrirtækin á að skipa öfl-
ugum iðn- og tæknimönnum með
mikla reynslu á sínum fagsviðum,“
segir í tilkynningunni. „Innan fyr-
irtækjanna er mikil starfsmanna-
þekking þegar kemur að öllu sem
snýr að véla- og rafmagnsvinnu,
hvort heldur sem um er að ræða
viðhaldsverkefni, nýframkvæmd-
ir, fyrirbyggjandi og reglubundið
viðhald. Virkt samstarf beggja fyr-
irtækja býður upp á meiri og víð-
tækari þjonustu ásamt auknu þjón-
ustustigi fyrir okkar viðskiptavini.“
Í tilkynningunni er jafnframt greint
frá því að bæði fyrirtækin séu með
ISO 9001 vottun, vottaða suðuferla
og löggildingu A og B á rafmagns-
sviði. kgk
Frá nýnemadegi Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gær, þriðjudaginn 18. ágúst, þar sem nýnemar mættu í skólann í fyrsta sinn og
hittu námsráðgjafa og umsjónarkennara. Ljósm. tfk.
Fyrirkomulag skólahalds að skýrast
Að lokinni undirritun samstarfssamningsins. Guðmundur Sigvaldason, fram-
kvæmdastjóri Orkuvirkis (t.v.) og Bolli Árnason, framkvæmdastjóri Meitils - GT
Tækni.
Ganga til formlegs
samstarfs
Festi hf. og Akraneskaupstað-
ur hafa skrifað undir samning um
lóðaskipti. Þau fela í sér að lóðin
þar sem núverandi afgreiðslustöð
N1 stendur við Þjóðbraut verð-
ur afhent bænum í skiptum fyr-
ir nýja lóð við Hausthúsatorg. Bú-
ist er við því að framkvæmdir hefj-
ist á nýrri lóð snemma á næsta ári,
að því er fram kemur í tilkynningu.
„Þessi nýja lóð við Hausthúsatorg
gefur okkur mikil tækifæri til fram-
tíðar í að bæta enn frekar þjónustu
við bæjarbúa,“ segir Hinrik Örn
Bjarnason, framkvæmdastjóri N1,
í tilkynningunni. Hann segir renn
fremur að samstarfið við Akranes-
kaupstað um lóðaskiptin hafi verið
ánægjulegt og að það komi til með
að nýtast báðum aðilum afar vel.
Með lóðaskiptunum fær Akranes-
kaupstaður lóðirnar við Þjóðbraut
9, 11 og 14, ásamt þeim mannvirkj-
um sem þar standa og afhendir N1
í staðinn 13 þús. fermetra lóð við
Hausthúsatorg. „Við höfum verið
að skoða þessi mál í nokkurn tíma
og fundum strax að samhljómur var
með aðilum í málinu og því gekk
þetta skjótt fyrir sig,“ segir Sæv-
ar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á
Akranesi.
Þá kemur fram að N1 verði með
eldsneytissölu, verslun og þjónustu
á nýrri stöð við Hesthúsatorg, en
áætlað er að hún verði opnuð um
það bil ári eftir afhendingu lóðar-
innar. Núverandi afgreiðslustöð
verður starfrækt áfram þar til nýja
stöðin verður opnuð. kgk
Afgreiðslustöð N1 við Þjóðbraut á Akranesi. Ljósm. kgk.
N1 á nýjan stað á Akranesi