Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202010
Síðastliðinn föstudag kynnti ríkis-
stjórnin mjög svo hertar aðgerð-
ir til að koma í veg fyrir aukin Co-
vid-19 smit hér á landi. Frá og með
deginum í dag, 19. ágúst, skulu all-
ir komufarþegar til landsins, bæði
þeir sem eru búsettir hér á landi og
þeir sem eru í styttri erindagjörð-
um, verða skimaðir við komuna til
landsins og svo aftur að fjögurra til
fimm daga sóttkví liðinni. Slíkt set-
ur sjálfkrafa hömlur á vilja erlendra
ferðamanna til styttri ferða til Ís-
lands og munu þessar aðgerðir nán-
ast loka fyrir komu þeirra á meðan
reglurnar verða óbreyttar.
Fram kom á upplýsingafundi
stjórnvalda á föstudaginn að ekki
hafi tekist að rekja uppruna að
minnsta kosti 36 smita í stórri hóp-
sýkingu um miðjan júlí. „Rökin fyr-
ir þessu eru annars vegar þróunin
innanlands og hins vegar þróunin
á heimsvísu,“ sagði Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra, en tíðni
smita vegna Covid-19 fer nú vax-
andi í nágrannalöndum og um all-
an heim. Sagði hún þjóðhagslega
hagkvæmt að skima við landamær-
in þar sem tiltölulega stórt hlutfall
smitaðra greinist þar. Hagræn rök
hnígi frekar að því að herða reglur
um landamæraskimun en að rýmka
þær.
Katrín gat þess að ljóst væri að
veiran hefði flotið inn í landið þar
sem landsmenn væru að greinast
með annan veirustofn í nýju bylgj-
unni en í fyrstu bylgjunni í vor.
Þá sagði hún að erfitt hafi verið
að hafa eftirlit með því hvort far-
þegar hefðu dvalið í öruggu landi
fjórtán daga fyrir komu til Íslands
þegar sumir hafi verið undanskild-
ir skimun. Með nýju fyrirkomulagi
verð hægt að grípa alla. Smit af kór-
ónaveirunni eru nú í öllum lands-
fjórðungum.
Ljóst er að þessi ákvörðun stjórn-
valda setur íslenska ferðaþjónustu í
afar þrönga stöðu. Afbókanir eru
nú teknar að berast erlendis frá
og fyrir næstu mánaðamót er bú-
ist við fjölda uppsagna í fyrirtækj-
um. Nefnt hefur verið talan þrjú
þúsund um þá sem búast mega við
uppsögnum.
mm
Samkvæmt auglýsingu heilbrigð-
isráðherra í síðustu viku, um tak-
mörkun á samkomum vegna far-
sóttar verða reglur um nálægðar-
takmörk í framhalds- og háskólum
rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum.
Nýjar reglur tóku gildi 14. ágúst sl.
Að öðru leyti gildir áfram megin-
reglan um tveggja metra nálægð-
armörk. Við aðstæður þar sem eðli
starfsemi krefst meiri nálægðar milli
einstaklinga en tveggja metra og í
almenningssamgöngum þar sem
ferð varir í 30 mínútur eða lengur
skal nota andlitsgrímu. Hjúkrunar-
heimilum, öðrum heilbrigðisstofn-
unum og sambærilegum stofnunum
verður gert skylt að setja reglur um
starfsemi sína, svo sem um heim-
sóknir utanaðkomandi að heimil-
um og stofnunum. Fjöldatakmörk
miðast áfram við 100 manns að há-
marki. Eins og fram kemur í aug-
lýsingu ráðherra er rík áhersla lögð
á einstaklingsbundnar sóttvarnir og
almennar smitvarnir með tíðum og
reglubundnum þrifum þar sem fólk
kemur saman.
Þær breytingar sem verða með
nýrri auglýsingu um takmörkun á
samkomum eru í samræmi við til-
lögur sóttvarnalæknis sem fram
koma í minnisblaði hans til ráð-
herra frá 11. ágúst síðastliðnum.
Nálægðartakmörkun í
framhalds- og háskólum
Í framhalds- og háskólum verður
heimilt að hafa einn metra á milli
einstaklinga án þess að andlitsgrím-
ur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa
sameiginlegan búnað og snertifleti
minnst einu sinni á dag og áhersla
skal lögð á einstaklingsbundnar
sóttvarnir.
Nálægðartakmörkun í
íþróttum
Þrátt fyrir meginregluna um
tveggja metra nálægðartakmörk-
un verða snertingar heimilar milli
íþróttafólks á æfingum og í keppn-
um. Aftur á móti skal virða tveggja
metra regluna í búningsklefum og
á öðrum svæðum utan keppni og
æfinga. Aðrir, meðal annars þjálf-
arar, starfsmenn og sjálfboðalið-
ar, skulu ávallt virða tveggja metra
regluna. Íþrótta- og ólympíusam-
band Íslands skal setja sérsam-
böndum sínum nánari reglur í
samráði við sóttvarnalækni, með-
al annars um einstaklingsbundnar
sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar,
framkvæmd æfinga og keppna.
Andlitsgrímur
Við aðstæður þar sem skylt er að
nota andlitsgrímur líkt og skil-
greint er í auglýsingunni skal að-
eins nota grímur sem uppfylla
kröfur evrópsku staðlasamtakanna
(CEN) og hefur sóttvarnalæknir
jafnframt sett nánari leiðbeiningar
þar að lútandi.
Börn
Börn fædd árið 2005 eða síðar eru
áfram undanskilin ákvæðum 3.
gr. auglýsingarinnar sem snúa að
fjöldatakmörkun og 4. gr. um al-
menna nálægðartakmörkun.
Breytingarnar sem hér um ræð-
ir snúa einungis að takmörkunum
á samkomum vegna farsóttar inn-
anlands frá 14. ágúst sl. „Í minn-
isblaði sóttvarnalæknis til heil-
brigðisráðherra er einnig fjallað
um mögulegar breytingar á fyrir-
komulagi vegna skimana á landa-
mærum. Gildandi reglugerð hvað
það varðar gildir til 15. septem-
ber,“ segir í tilkynningu frá heil-
brigðisráðuneytinu. mm
Stjórn Knattspyrnusambands Ís-
lands hefur samþykkt nýjar reglur
um framkvæmd æfinga og knatt-
spyrnuleikja. Hefur hún verið stað-
fest af Íþróttasambandi Íslands
og heilbrigðisyfirvöldum, þann-
ig að knattspyrnuleikir geti haf-
ist að nýju. Markmið reglnanna er
vitaskuld að tryggja að áfram verði
hægt að leika knattspyrnu á Íslandi
þrátt fyrir Covid-19. Eins og greint
var frá á vef Skessuhorns fyrr í vik-
unni verður óheimilt að hafa áhorf-
endur á leikjum, í það minnsta fyrst
um sinn, samkvæmt ákvörðun sótt-
varnalæknis. Því verður spilað fyr-
ir tómum stúkum í Íslandsmótinu í
knattspyrnu að sinni.
Í leik
Reglurnar sem stjórn KSÍ hefur
samþykkt miða að því að lágmarka
hættu á smiti með því m.a. að
tryggja tveggja metra bil milli ein-
staklinga áður en leikur hefst, s.s.
við komu á leikvöll, í búningsklef-
um og upphitun. Öllum nema þátt-
takendum í leiknum sjálfum, þ.e.
leikmönnum, þjálfurum og dóm-
urum er skylt að bera andlitsgrím-
ur á meðan upphitun stendur. All-
ur búnaður skal vera sótthreinsað-
ur og heimaliði hverju sinni ber að
tryggja að sótthreinsivökvi sé að-
gengilegur.
Liðin skulu ganga í sitthvoru lagi
út á völlinn áður en leikur hefst
og yfirgefa völlinn í sitthvoru lagi
í hálfleik og að leik loknum. Leik-
mönnum verður óheimilt að heils-
ast fyrir og eftir leiki og mega ekki
fagna mörkum með snertingu.
Heimaliði ber að tryggja að hægt sé
að virða tveggja metra fjarlægðar-
mörk á varamannabekkjum.
Heimaliði er óheimilt að útvega
gestaliði, dómurum og fjölmiðlum
veitingar. Allar veitingar sem þetta
fólk ber með sér að leikvanginum
skulu vera í lokuðum umbúðum.
Óheimilt er að deila drykkjarílátum
eða mataráhöldum, hvort heldur í
leik eða á æfingum.
Hér hefur aðeins verið farið yfir
helstu atriði reglnanna. Þær eru
fleiri og miða sem fyrr segir allar að
því að lágmarka smithættu. Hverju
félagi verður gert að skipa sérstak-
an sóttvarnafulltrúa sem ber ábyrgð
á að farið verði eftir reglugerðinni.
Fjölmiðlum sem fjalla um knatt-
spyrnuleiki ber að tryggja sér sótt-
varnaraðgerðir á sínu vinnusvæði
á hverjum leikvangi og fara eftir
þeim.
Á æfingum
Þó undanþága hafi verið veitt frá
tveggja metra reglunni í leikjum
mælist KSÍ til þess að henni sé fylgt
eins og kostur er á æfingum. tak-
marka skuli þátttakendur æfinga
við leikmenn, þjálfara og sjúkra-
tyemi og ber sóttvarnafulltrúa liðs
að tryggja að enginn óviðkomandi
sé viðstaddur. Félög skulu kanna
möguleika þess að skipta leik-
mönnum í hópa eins og kostur er
og láta þá æfa á mismunandi tím-
um þar sem því verður við komið.
Þjálfarar og aðrir starfsmenn liða
skulu bera andlitsgrímur á æfing-
um. Starfsmenn íþróttamannvirkja
skulu sömuleiðis nota andlitsgrím-
ur á meðan æfingum stendur.
Lágmarka skal notkun líkams-
ræktaraðstöðu félaga og virða
tveggja metra regluna þegar hún er
notuð. Sótthreinsa skal allan bún-
að sem notaður er á æfingum bæði
fyrir og eftir notkun, hvort held-
ur það eru líkamsræktartæki eða
boltar. Lágmarka skal notkun bún-
ingsklefa og í öllum tilvikum halda
tveggja metra regluna. Þátttakend-
um í æfingum er óheimilt að nota
aðra félagsaðstöðu, s.s. eldhús og
önnur sameiginleg rými.
Utan vallar
KSÍ mælist til þess að þátttakend-
ur í íþróttinni lágmarki ýmsa þætti
daglegs lífs sem snúa að öðru en
heimilislífi og vinnu. „Leikmenn,
þjálfarar, dómarar og aðrir starfs-
menn liða skulu því lágmarka sam-
skipti við aðra eins og kostur er.
Þetta á sérstaklega við um leik-
menn. Í þessu felst m.a. að þessir
aðilar ættu almennt að forðast fjöl-
menna staði eins og veislur, versl-
anir, veitingastaði, kvikmyndahús,
skemmtistaði, bari o.s.frv.,“ seg-
ir í reglunum. Leikmenn eru jafn-
framt hvattir til að fylgja reglum
um heimkomusmitgát og sóttkví í
heimahúsi eins og kostur er til að
vernda fjölskyldur sínar, vinnufé-
laga og aðra leikmenn. Þeir sem
geta sinnt sínu starfi í fjarvinnu eru
hvattir til að ræða slíkt fyrirkomu-
lag við vinnuveitendur.
Gagnrýnisraddir
Þegar drög að þessum nýju reglum
KSÍ voru birtar gagnrýndu Leik-
mannasamtök Íslands þær. For-
maður samtakanna sagði í Frétta-
blaðinu að það væri ósanngjörn
krafa að ætlast til þess að leikmenn
lágmörkuðu þá þætti daglegs lífs
sem sneru að heimilislífi og vinnu,
í ljósi þess að knattspyrnuleikmenn
á Íslandi væru langflestir áhuga-
menn en ekki atvinnumenn.
Víðir Reynisson yfirlögreglu-
þjónn svaraði þeirri gagnrýni á
upplýsingafundi almannavarna á
miðvikudag. Sjálfsagt mál væri að
gera þá kröfu á knattspyrnufólk að
það sýndi ábyrgð í sínu daglega lífi,
í ljósi þeirra forréttinda sem það
nyti varðandi tveggja metra regl-
una. „Það er verið að veita íþrótta-
mönnum heimild sem ekki marg-
ir aðrir í samfélaginu hafa, til að
stunda sína íþrótt. Þetta er meiri
heimild en við öll hin höfum. Því
fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem
menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir.
Þegar nýjar reglur voru staðfest-
ar á fimmtudag birti KSÍ áskorun
til allra sem lifa og hrærast í knatt-
spyrnuheiminum á tímum kórón-
uveirunnar. Þar segir að allir sem
koma að þessum málum þurfi að
snúa bökum saman og sýna að þeir
séu traustsins verðir. ábyrgðin sé
mikil hjá íslensku knattspyrnu-
hreyfingunni. „Við skulum ekki
efast um það eina einustu mínútu
að samfélagið allt horfir til okkar
og fylgist með því hvernig tekst að
framfylgja þessum reglum. Með
sameiginlegu átaki allra hagsmuna-
aðila getum við tryggt að hægt sé
að stunda knattspyrnu áfram þó
takmarkanir séu miklar,“ segir á vef
KSÍ.
kgk
Ákvörðun tekin um að
komufarþegar fari í fimm
daga sóttkví
Strangar sóttvarnakröfur gerðar til liða
Ítarlegar reglur hafa verið settar fram svo leika megi knattspyrnu á tímum
Covid-19. Ljósm. úr safni/ gbh.
Breyttar reglur um sóttvarnir teknar gildi