Mosfellingur - 08.10.2020, Qupperneq 7

Mosfellingur - 08.10.2020, Qupperneq 7
á samvinnu margra fagaðila, sjúklings og hans nánustu. Beitt er sálfræðilegum, lík- amlegum og félagslegum aðferðum með það að markmiði að uppræta, minnka eða bæta fyrir skerðingu í færni og virkni sem sjúkdómur eða slys hafa valdið. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu hans og færni sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni, vinnu og fleira allt eftir því hvað er verið að vinna með. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Lögð er áhersla á grunnþætti heilbrigðs lífs svo sem heilsusamlegt mataræði, reykleysi, hæfilega hreyfingu og góðan svefn. Markmið endurhæfingarinnar er að bæta líðan og lífsgæði sjúklings og getu hans til að nýta sér ýmis bjargráð sem honum eru kennd. Vettvangur þverfaglegrar samvinnu Í upphafi voru aðeins læknar og hjúkr- unarfræðingar starfandi á Reykjalundi. En fagfólki hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin. Meðal helstu fagstétta sem koma að beinni meðferð sjúklinga á Reykjalundi eru félagsráðgjafar, heilsuþjálfarar, hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar, sjúkra- þjálfarar og talmeinafræðingar. Saman unnið að betri líðan Hjartað í starfsemi Reykjalundar er teym- isvinna fjölbreytts hóps sérhæfðs heilbrigð- isstarfsfólks sem mynda meðferðarteymi. Í meðferðarteymunum er sett upp ein- staklingsmiðað endurhæfingarprógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem miðar að því að bæta líkamlega getu og andlega og félagslega líðan. Misjafnt er hvernig endur- hæfingu hver og einn þarf á að halda og því skiptir miklu máli að heilbrigðisstarfsfólk með ólíka sérfræðiþekkingu vinni saman að bættri líðan. Markmið teymisvinnu er að veita þverfaglega, heildræna meðferð byggða á gagnreyndri þekkingu. Áhersla er lögð á samtalsmeðferð, einstaklings- og hópmeðferð, fjölbreytta hreyfingu, nám- skeið og fræðslu. Fyrsta flokks aðstaða á Reykjalundi Á Reykjalundi er fyrsta flokks aðstaða til endurhæfingar á öllum sviðum. Markmiðið er að hafa heimilislegt, vinalegt og þægi- legt umhverfi svo öllum líði sem best. Á Reykjalundi er æfingatækjasalur, fullbúinn íþróttasalur, meðferðarstofur, vinnustofur, smíðaverkstæði, rými fyrir alls kyns hand- mennt, æfingaeldhús, fræðsluherbergi, slökunarsalur, hvíldarherbergi, setustofur, starfsendurhæfingar vinnustaður og tvær sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. Á Reykja- lundi eru tiltæk hvers kyns hjálpartæki til að aðstoða fólk með mismunandi líkamlega færni við daglega iðju. Hollvinasamtök Reykjalundar Hollvinasamtök Reykjalundar voru stofnuð árið 2013. Tilgangur samtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á Reykjalundi í samráði við stjórnendur Reykjalundar. Fyrrum sjúklingar Reykjalundar og aðrir velunnarar stóðu að stofnun samtakanna og hafa þau gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmar 60 milljónir. Allir eru velkomnir í Hollvinasamtökin. Skráning fer fram á heimasíðu Reykjalundar. Heilbrigðisþjónusta hornsteinninn „Þrátt fyrir að flestir telji heilbrigðisþjón- ustu vera einn af hornsteinum samfélags- ins, er ljóst að fjármunir í heilbrigðismál eru og munu verða takmarkaðir. Vegna þessa er mjög mikilvægt að nota þessa fjármuni með eins markvissum hætti og mögulegt er með það að leiðarljósi að há- marka þjónustu og gæði. Mín skoðun er sú að endurhæfing og forvarnir séu vannýttur þáttur í því sam- bandi og við getum gert töluvert betur. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að skoða og tileinka sér aukna þjónustu og nýja möguleika,“ segir Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. „Það eru mörg tækifæri og möguleikar í stöðunni í framtíðarsýn Reykjalundar og ég er spenntur að fá að leggjast á árar með starfsfólki að gera þetta að veruleika með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.“ Endurhæfing Covid-sjúklinga Í upphafi faraldursins gerðu Reykja- lundur og Landspítali samning um að Reykjalundur myndi sinna endurhæfingu Covid-sjúklinga af Landspítala. Það voru þá sjúklingar sem lagst höfðu inn á spítalann með Covid og þurftu endurhæfingu til að geta útskrifast; komast á fætur og aftur út í hið daglega líf. Sextán einstaklingar fóru í gegnum þetta ferli á Reykjalundi í vor. Í sumar og haust hefur orðið töluverð umræða um eftirköst þeirra sem sýkst hafa af Covid og endurhæfingu þeirra. „Þetta er hópur fólks sem sýktist en fékk ekki mikil einkenni, a.m.k. ekki það mikil að þurfa að leggjast inn á spítala. Hins veg- ar eru komnar margar beiðnir á Reykjalund um endurhæfingu þessa hóps. Enginn veit hvað hópurinn er stór en leitt hefur verið að því líkum að það séu að minnsta kosti 10%. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að töluverður hluti þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eft- irstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Nú er komnir sjö í meðferð inn á Reykjalund með þessa lýsingu og yfir fjörtíu einstaklingar eru á biðlista,“ segir Pétur að lokum. Reykjalundur 75 ára - 7 umhverfi reykjalundar er kjörið til útivistar

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.