Mosfellingur - 08.10.2020, Page 20

Mosfellingur - 08.10.2020, Page 20
 - Bókasafnsfréttir20 Nú styttist í hina árlegu listahátíð List án landamæra en tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Listamaður hátíðarinnar í ár er Helga Matthildur Viðarsdóttir. Við tilkynnum með stolti að Helga Matthildur heldur einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar í tilefni hátíðarinnar. Sýningin verður opnuð 16. október en formleg opnun fer fram viku seinna í tengslum við aðra viðburði Listar án landamæra. Helga Matthildur vinnur aðallega með tússliti á blað. Verk hennar einkennast af sterkum litum og formum og minna á umlykjandi íverustaði – eða völundarhús –einkennilegra vera. Síðasti sýningardagur er 13. nóvember. List án landamæra Listasalur Mosfellsbæjar Bangsagisting í Bókasafninu Hvað ætli bangsinn þinn bralli í Bókasafninu eftir að búið er að loka? Ef þú vilt leyfa bangsanum þínum að gista í Bókasafninu skaltu koma með hann á sjálfan Bangsadaginn, þriðjudaginn 27. október, á milli kl. 15 og 18. Á þriðjudeginum verður bangsasögustund kl. 16:45. Þið bangsi getið þá mætt saman og hlustað á sögu áður en hann kemur sér fyrir með nýju gistifélögunum sínum. Þú kemur svo og sækir bangsa daginn eftir, miðvikudaginn 28. október, á milli kl. 15 og 18. Þá fáið þið bangsi viðurkenningu og þú færð að frétta af uppátækjum hans í Bókasafninu. Bókasafn�Mosfellsbæjar Sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar Allir velkomnir! Í tilefni af Bangsadeginum ætlum við að lesa um litla björninn og litla tígrisdýrið í bókinni Ferðin til Panama eftir Janosch. Þegar maður á góðan vin er ekkert að óttast. Litli björninn og litla tígrisdýrið eru perluvinir. Þeim líður vel í litla húsinu sínu en einn góðan veðurdag leggja þeir land undir fót í leit að Panama, draumalandinu þeirra. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævintýrum. En hvar er Panama? Öll velkomin á meðan húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa. Þriðjudaginn 27. október kl. 16:45 Vetrarfrí í Bókasafni Mosfellsbæjar FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER þINN EIGIN BÓKAPOKI KL. 12-14 Komdu til okkar í safnið og skreyttu þinn eigin fjölnota bókapoka. Pokar og tautúss á staðnum. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER BÓKABINGÓ KL. 13-14 Hvernig væri að prufukeyra nýja bókapokann sem þú skreyttir í gær og fylla hann af nýjum bókum? Helga mattHildur

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.