Mosfellingur - 08.10.2020, Qupperneq 24
- Íþróttir24
N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Badmintondeild Aftureldingar keypti nýlega öflugasta badmintonvél-
menni sem til er í heiminum. Leitað var lengi að rétta vélmenninu og
að lokum fór þjálfari deildarinnar og prufaði vélina í Montreal þegar
hann var þar á svæðinu vegna vinnu.
Vélmennið getur skotið flugu þvert á völlinn sem fer eftir fyrirfram
ákveðnu prógrammi. Vélmennið hefur fengið nafnið Svarti riddarinn
og fengið mjög góðar viðtökur iðkendum deildarinnar.
Nýtist öllum iðkendum deildarinnar
Svarti riddarinn mun auðvelda allar tækni- og höggæfingar til
muna og flýta fyrir framförum. Vélmennið mun nýtast öllum iðkend-
um, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir, og bæði í einliða
og tvíliðaleik. Krökkunum finnst skemmtilegt að keppa við Svarta
riddarann og reyna að ná sem flestum flugum sem hann skýtur.
Vinsælasta spurningin er auðvitað hversu hratt Riddarinn getur
skotið en svarið er 175 km/klst. Aðrir klúbbar á landinu hafa sýnt
vélinni mikinn áhuga og bíða í röðum eftir að koma að sjá og prófa.
„Riddarinn gjörbreytir öllum okkar tækniæfingum þar sem ná-
kvæmnin þarf alltaf að vera mikil, segir Andrés Andrésson þjálfari.
Að geta fengið 50 flugur í einu sem fljúga nákvæmlega eins og æft eitt
tiltekið högg er algjör bylting. Hvar var þetta fyrir 20 árum.“
Þórður Jökull Henrysson og Oddný Þór-
arinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í kata
sunnudaginn 4. október.
Þórður vann sinn fyrsta Íslandsmeistara-
titil í flokki fullorðinna og vann m.a. marg-
falda Íslandsmeistarann Elías Snorrason
úr Karatefélagi Reykjavíkur í undanúrslit-
um og í úrslitaviðureigninni vann hann
landsliðsmanninn efnilega Tómas Pálmar
Tómasson úr Breiðabliki.
Oddný kom, sá og sigraði í unglingaflokki
16-17 ára og vann nokkuð örugglega. Hún
keppti einnig í flokki fullorðinna og laut í
lægra haldi í undanúrslitum fyrir landsliðs-
konunni Freyju Stígsdóttur. Frábær árangur
hjá Oddnýju sem var að keppa í fyrsta sinn
í flokki fullorðinna.
Þrátt fyrir að vera aðeins með tvo kepp-
endur í þremur greinum lenti lið Aftureld-
ingar í 3. sæti félaga yfir árangur á mótinu.
Frábær árangur hjá Aftureldingu um síðustu helgi
Þórður Jökull og Oddný
Íslandsmeistarar í karate
Ísabella Ósk Jónsdóttir æfir og keppir hjá
fimleikadeild Afturelingar. Hún er öflug
íþróttakona og hefur tekist að komast inn í
íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum.
Íslenska stúlknalandsliðið mun keppa í
Danmörku næsta vor og verður gaman að
fylgjast með undirbúningi Ísabellu í vetur.
Hvernig er að vera komin í landslið?
Veit varla hvernig ég að lýsa því nema að
ég er ótrúlega stolt og þakklát.
Að vera í landsliðinu í hópi með færustu
fimleikastelpum landsins er þvílíkt tækifæri
fyrir mig í að bæta mig. Að hópnum stend-
ur líka ótrúlega flotti teymi þjálfara og fólki
sem aðstoða manní að ná árangri.
Var þetta alltaf markmiðið þitt?
Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að
komast inn í landsliðið og stóra markmiðið
er auðvitað að keppa fyrir Íslands hönd.
Mikið sem breyttist hjá þér æfingalega
séð eftir að þú komst inn í landsliðið?
Kannski aðallega hugarfarið en ég hugsa
kannski meira um hluti eins og svefn, borða
hollt matarræði og huga vel að öllu sem
skiptir máli til að ná árangri.
Hvað ertu búin að æfa fimleika lengi?
Ég er búin að æfa með Aftureldingu síðan
ég var 10 ára en við erum frekar lítill hópur
stelpna, en mjög nánar og góðar vinkonur
sem stöndum saman.
Hvað er skemmtilegast við fimleikana?
Það er svo ótrúlega margt en þetta er
frábær íþrótt og svo er það auðvitað félags-
skapurinn. Það sem mér finnst líka gaman
er að setja mér markmið og ná árangri en
ég er með mikið keppnisskap.
Hvað er uppáhaldsstökkið og móment-
ið í dansi?
Uppáhaldsstökkið er Arabaflikk, tvöfalt
straight með heillri skrúfu og momentið
mitt á gólfi er arabaheilskrúfa.
Mælir þú með fimleikum?
Já - 100%. Bæði er þetta góður félags-
skapur en maður er sífellt að styrkja sig,
bæði líkamlega og andlega - því fimleikar
reyna að hvoru tveggja. Og svo er þetta bara
svo ógeðslega gaman.
Komin inn í stúlknalandsliðið í hópfimleikum
Ísabella Ósk æfir fyrir
næsta landsliðsverkefni
ísabella ósk
Svarti riddarinn fær góðar viðtökur • Getur skotið flugum á 175 km hraða • Gjörbreytir öllum tækniæfingum
Flottasta badmintonvélmenni í heimi flytur í Mosó
andrés andrésson þjálfari
og hluti af unglingahóp