Mosfellingur - 08.10.2020, Qupperneq 26
Fulli gaurinn
í partýinu
Covid er orðið eins og fulli gaur-inn með endalausa úthaldið í
partýinu sem átti að vera löngu búið,
vill ekki hætta, vill ekki fara. Við
komum gaurnum ekki út, hann er
þarna og við þurfum að sætta okkur
við það. Hann fer einhvern tíma, en
bara þegar honum sýnist.
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt á svona tímum eru
einfaldar venjur sem láta manni
líða vel. Þessar venjur vilja gjarna
verða út undan á erfiðum tímum.
En skipta virkilega máli. Ég gleymi
venjunum stundum. Átta mig svo á
því þegar ég finn þær aftur og kem
þeim inn í daglega rútínu, hvað þær
gefa mér mikið. Ég fann til dæmis
DuoLingo aftur í gærmorgun, hafði
„gleymt“ því að opna það og æfa mig
í tungumálum. Hafði verið að vinna
mikið í þýsku til þess að geta bjargað
mér í Ölpunum, en þar átti ég að
vera í síðasta mánuði með föngu-
legum félögum að keppa í Spartan
Race. Ég hafði gaman af þýskunni,
en spænskan er alltaf uppáhaldið
og það var virkilega góð stund þegar
ég opnaði Duo í gær og skellti mér
í nokkrar umferðir í spænsku. Duo
tók vel á móti mér, ég rifjaði upp
spænska nútíð og leið vel á eftir.
Ég fór líka í morgungöngu, ekki á fell, heldur bara stuttan hring í
hverfinu. Fylgdi þeim yngsta áleiðis
í skólabílinn og rölti svo meðfram
ánni og aftur heim. Gerði þetta
aftur í morgun. Þessi byrjun á degi,
smá Duo og stutt ganga er töfralyf
þegar fulli gaurinn neitar að fara
úr partýinu. Maður steingleymir
honum á meðan, hann skiptir engu
máli. Og þessar
einföldu venjur
gefa manni stóran
orkuskammt sem
endist langt fram
á dag. Þá er gott
að eiga eina eða
tvær góðar venjur í
pokahorninu til að
endurnýja orkuna
fram á kvöld.
Heilsumolar gaua
- Aðsent efni26
Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200
www.artpro.is
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Hvar er Seljadalsnáma? Hún er
í Þormóðsdal skammt fyrir ofan
Hafravatn. Náman var starfrækt frá
1985 til 2016 samkvæmt samningi
Mosfellsbæjar sem landeiganda og
Reykjavíkurborgar f.h. Malbikunar-
stöðvar borgarinnar. Malbikunar-
stöðin vann steinefni úr námunni til
að nota í malbik.
Til að hefja að nýju efnistöku úr
námunni þarf að fara fram mat á
umhverfisáhrifum.
Þetta hefur helst gerst eftir 2016:
Júní 2017 Bæjarráð Mosfellsbæjar
samþykkir að heimila umhverfissviði
bæjarins að hefja vinnu við gerð
matsáætlunar (mat á umhverfisáhrifum)
vegna Seljadalsnámu.
Júlí 2020 Skipulagsnefnd: Lögð voru
fram til kynningar drög að tillögu að mats-
áætlun (mat á umhverfisáhrifum) fyrir
efnistöku í Seljadalsnámu sem unnin er af
verkfræðistofunni Eflu dags. 29.
júní 2020.
Sept. 2020 Skipulagsnefnd:
Lögð voru fram til afgreiðslu
drög að tillögu að matsáætlun
(mati á umhverfisáhrifum) er
senda skal Skipulagsstofnun.
Skipulagsstofnun fær tillöguna
nú til athugunar og mun stofn-
unin skoða hvort tillagan uppfylli
formsatriði og auglýsir hana að
óbreyttu. Í því auglýsingaferli fá
hagsmunaaðilar og almenningur
tækifæri til að koma að athuga-
semdum sínum.
Það er fyrst þegar öll þessi
formsatriði eru að baki, sem hér eru í gróf-
um dráttum tíunduð, að Mosfellsbær tekur
afstöðu til þess hvort opna eigi Seljadals-
námu að nýju eða ekki.
Vinir Mosfellsbæjar áttu ekki aðild að
bæjarstórn Mosfellsbæjar þegar ákvörðun
var tekin um að hefja það ferli sem lýst er hér
að ofan. Fulltrúar Vina Mosfellsbæjar í skipu-
lagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu skipulags-
nefndar í júlí og september sl. en munu taka
afstöðu þegar og ef, til þess kemur að tillaga
um opnun námunnar kemur fram. Afstaða
Vina Mosfellsbæjar verður þá byggð á loka-
niðurstöðu skýrslu um matsáætlun, þeim at-
hugasemdum sem komið hafa fram og munu
ef til vill koma fram á síðari stigum.
Að mörgu er að hyggja áður en svo stór
ákvörðun kann að verða tekin. Náttúran og
nærumhverfi íbúa í Mosfellsbæ skipta þar
máli.
Sjá má drög að tillögu að matsáætlun:
https://www.efla.is/media/umhverfis-
mat/Seljadalsnama-Drog-ad-kynningu-
29.07.2020.pdf
Margrét Guðjónsdóttir
varabæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar
Stefán Ómar Jónsson
bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar
Seljadalsnáma eða ekki?
Kvartanir og leiðindi SendiSt á Steinaeyjan@gmail.com
riSa fréttir
Birkir ágústsson býður sig fram sem bæjarstjóri
Birkir og Eyþór Wöhler
Jæja, kæru Mosfellingar, Steinamenn
fjær og nær. Eins og flestir vita þá eru
kosningar um nýjan bæjarstjóra að
koma upp bráðum í Mosfellsbænum
okkar kæra.
En við í Steinaeyjunni erum að
koma með RISA fréttir. En jú, þær
eru það að ég, Birkir Ágústsson, í
samráði við fjölskyldu og vini, hef
ákveðið að bjóða mig fram sem
nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær á betra skilið
Þetta er engin skyndiákvörðun en
við í Steinaeyjunni höfum hugsað
þetta lengi, sérstaklega eftir slaka
frammistöðu síðasta bæjarstjóra,
Halla bæjó.
Okkur finnst að Mosfellsbær eigi
betra skilið vegna þess hversu stór-
fenglegt þetta bæjarfélag er og vegna
alls þess sem hægt er að gera hérna í
bænum.
Besta sem Wöhl er á
Ef þið Mosfellingar viljið fá Mos-
fellsbæ aftur á beinu brautina, eftir
hörmungar Halla bæjó, er ég lang
skynsamlegasti kosturinn í þetta
starf.
Ástæða þess að Steinaeyjan hefur
ekki verið með pistil í blaðinu síðustu
þrjá mánuði er sú að við höfum verið
að undirbúa þetta gífurlega stóra og
metnaðarfulla verkefni.
Það gleður mig líka að kynna að ég
hef ráðið kosningastjóra sem mun
hjálpa mér í gegnum þetta ferli og fæ
ég ekki hvern sem er í lið með mér. Það
er jú, hinn meðlimur Steinaeyjunnar,
Eyþór Wöhler.
Eyþór hefur, við góðan orðstír,
starfað við hin ýmsu markaðs-
störf og nú nýlega lék hann
stórleik í stórbrotinni Íslands-
bankaauglýsingu í sumar. Ég tel
hann vera best kost sem Wöhl er á.
Alls ekki út í öfgar
Svo gleður mig að kynna að við
munum búa til nýjan flokk sem ber
nafnið Steinaflokkurinn. Hann verður
vinstri sinnaður en alls ekki út í öfgar
samt. Miklu betri en Vinstri grænir og
miklu betri en Sjálfstæðisflokkurinn
hryllilegi.
Takk fyrir.
Mosó