Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 10

Ægir - 2020, Page 10
10 Við erum einnig að lausfrysta heilan fisk, flök og bita, pakka í lofttæmdar um- búðir og svo framvegis, fer eftir óskum markaðarins á hverjum tíma. Það sem er unnið að morgni er yfirleitt að fara út úr húsi klukkan 12 á hádegi því flugin standa þannig af sér að við þurfum að vera búin að skila af okkur milli tólf og eitt. Ferski heili fiskurinn fer því alltaf samdægurs úr húsi,“ segir Bergþóra. Mest til Bandaríkjanna Stærsti markaðurinn er Bandaríkin en einnig er bleikjan seld inn til Evrópu- landa, t.d. Finnlands, Svíþjóðar og Þýskalands. „Í Bandaríkjunum erum við að selja bæði ferskt og frosið í Whole Fo- ods búðirnar, sem eru vandaðar mat- vælaverslanir þar vestra. Í Evrópu fer bleikjan beint til kaupenda, þar eru engir milliliðir. Whole Foods hafa verið að taka af okkur í nokkuð mörg ár og gríðarlega gott að geta selt inn á svo flottan mark- að. Í Evrópu dreifist bleikjan inn á veit- ingahús og verslanir. Við höfum líka verið að selja ferska bleikju til Japans og frysta bleikju fyrir Kínamarkað. Bleikjan okkar fer því ansi víða,“ segir Bergþóra. Stærsti framleiðandi í heimi Ársframleiðslan af bleikju hjá Samherja fiskeldi er um 3.800 tonn og það þýðir að Samherji er stærsti bleikjuframleiðandi í heiminum. Ísland er stærsta framleiðslu- landið en heimsmarkaðurinn er í kring- um 7.000 tonn. Markaðirnir eru að mestu í norðanverðri Evrópu og Ameríku þar sem fiskurinn er einnig þekktur í nátt- úrulegu umhverfi. Bergþóra segir að tekið hafi töluverðan tíma að markaðs- setja bleikjuna því hún hafi verið lítt þekkt þegar þau hófu framleiðslu. Því hafi mikil vinna farið í kynningu og markaðssetningu. Bleikjan hefur mikla sérstöðu því hún er svo ólík flestum öðrum fisktegundum. Holdið er fíngert og fallega rautt og bragðið svolítið villt og sérstakt. Gríðar- lega bragðgóður fiskur. Mjög tæknivætt hús Vinnslan var flutt frá Grindavík til Sand- gerðis fyrir tveimur árum og er í húsi sem áður var í eigu Marmetis. „Húsnæð- ið í Grindavík var orðið lítið og erfitt og þetta hús stóð eiginlega og beið eftir okkur með öflugan lausfrysti enda byggt sem frystihús. Við þurftum auðvitað að skipta út ýmsum tólum og tækjum en húsnæðið er að nýtast okkur mjög vel,“ segir Bergþóra. Í vinnslunni í Sandgerði vinna um 20 manns og er vinnudagurinn átta tímar og hefst klukkan átta á morgnana. Einn maður mætir þó klukkan sex til að hefja slátrum þannig að allt er klárt fyrir vinnsluna þegar mannskapurinn kemur klukkan átta. Þá er komið í öll „buffer- kör“ og hægt að byrja að slægja og flaka. „Sláturrýmið er að virka gríðarlega vel, þar er einn starfsmaður sem hefur um- sjón með slátrun og flokkun. Vinnslan er mjög tæknivædd, við erum með fjóra ró- bóta sem eru til þess hugsaðir að hlífa fólkinu okkar við erfiðustu störfunum, eins og að stafla kössum og burðast með hlutina fram og til baka. Við erum með róbót í blóðgun, róbóta sem staflar öllum kössum á bretti og róbóta í flokkun,“ segir Bergþóra Gísladóttir. ■ Lausfrystir fyrirtækisins er mjög öflugur en hvert flak er aðeins nokkrar mínútur á leiðinni i gegnum hann. ■ Bleikjunni er dælt lifandi inn úr tankbíl og eftir að henni hefur verið slátrað tekur róbóti við og blóðgar fiskinn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.