Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 12

Ægir - 2020, Blaðsíða 12
12 „Ef við horfum lengra aftur í tímann þá sjáum við að reglulega hafa komið tímapunktar í þróun fiskvinnslubún- aðar þegar mikil framþróunarstökk hafa orðið, mælt til dæmis í kílóum á manntíma. Við erum á einum slíkum tímapunkti núna í bolfiskvinnslunni,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, nýráð- inn sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs hátæknifyrirtækisins Völku ehf. Jón Birgir hefur að baki áralanga reynslu á þessu sviði en hann réð sig til Völku síðastliðið haust eftir að hafa starfað lengstum hjá Marel, Controlant og Skaganum 3X við þróun og sölu á búnaði til fiskvinnslu. Hámarksverðmæti úr hverju flaki Jón Birgir segir söguna sýna að við upp- töku kvótakerfisins á Íslandi á sínum tíma hafi áherslan farið úr magni yfir í verðmætasköpun. „Og þar erum við enn, erum sífellt að auka þau verðmæti sem við getum náð út úr hverju einasta flaki. Nærtækast er að taka dæmi um nýja vinnsluhúsið hjá Samherja á Dalvík þar sem við látum fleiri en eina vatnsskurð- arvél vinna saman til að hámarka nýt- ingu og verðmæti á hverju flaki en stýra á sama tíma flæðinu jafnt um húsið inn á pökkunarlínur eða lausfrysta, svo dæmi sé tekið. Þannig ætlum við að tryggja að aldrei safnist upp hráefni heldur flæði það á sem allra stystum tíma í gegnum vinnsluna. Með öðrum orðum greinum við hvert flak inn í vinnsluna, búnaðurinn leggur mat á hvernig best er að skera það til að fá sem mest út úr því en taka jafnframt til- lit til mismunandi afurðaleiða í húsinu. Til grundvallar þessu öllu eru svo pant- anir frá viðskiptavinum sem verið er að framleiða upp í. Að baki þessu öllu er Ra- pidfish hugbúnaðarkerfið sem stýrir öll- um okkar vinnslubúnaði. Þetta er stökk- ið sem ég vísaði til áðan því svona stýr- ing á vinnslu var ekki þekkt fyrir fimm árum og jafnvel þó við hefðum haft marga Excel-snillinga til að reikna út þá hefðu þeir ekki getað náð þeim árangri sem hugbúnaðurinn okkar og tækjabún- aðurinn getur náð í dag,“ segir Jón Birg- ir. Hátæknifyrirtækið Valka ehf. stígur ný framþróunarskref í nýrri fisk- vinnslu Samherja á Dalvík Sjálfvirknin og tæknivæð- ingin nær nýjum hæðum Rætt við Jón Birgi Gunnarsson, sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Völku ■ Jón Birgir Gunnarsson. ■ Nýtt vinnsluhús Samherja hf. á Dalvík verður tekið í gagnið síðar á árinu. Vinnslan verður ein allra tæknivæddasta bolfiskvinnsla í heimi í dag.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.