Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Síða 13

Ægir - 2020, Síða 13
13 Samherjavinnslan flaggskipið hingað til Valka hefur með höndum framleiðslu og uppsetningu á lang stærstum hluta vinnslubúnaðar í nýja húsinu hjá Sam- herja á Dalvík. Húsið verður tekið í notk- un síðar á árinu en uppsetning búnaðar er komin vel á veg. Vinnslan verður tæknilega í allra fremstu röð bolfisk- vinnslna í heiminum. Jón Birgir segir framþróunina á öllum sviðum vinnsl- unnar, hvort heldur þegar horft er til vinnslunnar sjálfrar, flæðistýringar, hugbúnaðarkerfa, rekjanleikakerfa eða annarra þátta. „Þetta er flottasta vinnsluhús sem Valka hefur sett upp og flaggskip í því sem við höfum gert hingað til. Við getum orðað það svo að þarna sé rjóminn af okkar vöruþróun sem hefur verið unnin í nánu samstarfi við Samherja allt frá því að fyrsti búnaðurinn var settur upp í ÚA árið 2013,“ segir Jón Birgir. „Sjálfvirknin í húsinu á Dalvík er með því mesta sem sést hefur í fiskvinnslu og erum við í Völku virkilega þakklát fyrir kjarkinn sem Samherji sýnir að stíga skrefið til fulls með Völku í þessu verk- efni. Mannshöndin kemur við sögu í for- snyrtingunni en eftir það fara flökin inn í vatnsskurðinn og í framhaldinu eru handtökin fyrst og fremst gæðaskoðun- ar- og eftirlitsstörf. Það er ekki verið að bera fisk, raða honum handvirkt eða neitt slíkt. Við stefnum t.d. á að senda afurðir frá vinnslukerfinu inn á laus- frysta nánast sjálfvirkt en hingað til hefur verið mannaflafrekt að raða inn á lausfrysta. Við viljum hafa stjórn á hverjum einasta bita í ferlinu, vita hvert hann fer í kerfinu, hvernig hann snýr á færiböndunum og til þess hafa verið þró- aðir róbótar sem ýta vörunni milli færi- banda eftir vatnskurðarlínunni. Við er- um líka með róbóta í pökkunarenda kerf- isins, til dæmis í pökkun á ferskum af- urðum í frauðkassa,“ segir Jón Birgir og svarar því svo að með víðustu skilgrein- ingu sé hægt að segja að í Samherjahús- inu séu tugir róbóta innan vinnslukerf- isins. Sjálfvirkni á stórum svæðum vinnslunnar „Það atriði sem ég staldra fyrst við ef lýsa ætti nýju vinnslunni á Dalvík í fáum orðum er flæðið í gegnum húsið og vinnsluhraðinn. Með meiri vinnsluhraða er stefnt á meiri gæði á lokaafurðinni en svo er vert að nefna færri handtök við fiskinn, minna hnjask og mikla stjórn á afurðasamsetningu og flæði í gegnum allan ferilinn. Vinnslulínurnar eru fjórar, hver með vatnsskurðarvél í lykilhlut- verki. Hver vinnslulína getur svo skilað bitum inn á hvern og einn af þremur lausfrystum, í ferska pökkun eða inn á „vacuum“ vélar. Sveigjanleikinn er mikill og því auðveldlega hægt að stýra hversu mikið af hverri bitategund fer hvaða vinnsluleið en kerfið tekur þó alltaf tillit til afkastagetu hverrar vinnsluleiðar. Ein af nýjungum hússins í búnaði Völku er flokkunarkerfi fyrir lausfrystu afurð- irnar. „Við erum að ná með þeim búnaði að vera með mun meiri afköst á minna svæði en þekkst hefur í pökkun laus- frystu afurðanna í húsunum hingað til. Með öðrum orðum eru því svæðin beggja vegna lausfrystanna ekki eins manna- flafrek,“ segir Jón Birgir og undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna með stórum framleiðanda á borð við Sam- herja sem taki allar þessar nýjungar inn í sína vinnslu og gefi þannig framþróun- inni tækifæri. „Klárlega erum við þarna að stíga stórt þróunarskref. Það felst í vinnslu- kerfinu sjálfu, hvernig vinnslulínurnar fjórar vinna saman allt til enda fram- leiðslunnar án þess að í því felist aukið flækjustig fyrir stjórnendur vinnslunnar á hverjum tíma. Allt er þetta mikil ögrun fyrir okkur sem hönnuði og framleiðend- ur búnaðarins og eins fyrir Samherja sem setur traust sitt á Völku að þessi sameiginlegu þróunarskref eigi eftir að ná tilætluðum árangri. Við erum að breyta störfum í vinnslunni, auka sveigj- anleikann í framleiðslunni, bjóða upp á flóknari skurðarmynstur og meiri mögu- leika til að framleiða upp í litlar pantan- ir, samhliða þeim stærri. Í þessari nýju kynslóð fiskvinnslunnar er auðveldara fyrir framleiðendur að vera með margar sérhæfðar pantanir í gangi á sama tím en í eldri kynslóðum af vinnslukerfum voru framleiðslustopp oft nauðsynleg þegar breytt var um framleiðslumynstur. Það undirstrikar þróunina,“ segir Jón Birgir. Hvíti fiskurinn á mikið inni í smásölupökkun Þó verkefnið á Dalvík sé fyrirferðarmikið þessar vikurnar hjá Völku hefur fyrir- tækið mörg járn í eldinum og víða um heim. Sem dæmi um áhugaverð verkefni nefnir Jón Birgir þróun á endaafurðum fyrir smásölu í þeim stíl sem tíðkast hef- ur í bleika fiskinum. „Þegar ég fer um heiminn skoða ég gjarnan í stórmörkuðum hvernig fram- setning er á fiski og tek eftir að fjöldi vörunúmera í bleika fiskinum er mun meiri en í hvítfiskinum. Hvíti fiskurinn á því talsvert inni hvað fjölbreytni í enda- afurðum varðar. Á meðan við sjáum fjöl- breyttar smápakkningar með laxi er hvíti fiskurinn annað hvort frosinn eða þá seldur inni í stórmarkaðnum úr fisk- borði. Það eru dæmi um stórmarkaði sem eru að hætta með slík borð og það þýðir að framsetningin á hvíta fiskinum verð- ur að breytast og færast yfir í hliðstæðar smásölupakkningar og við höfum séð í kjúklingi og laxi. Við sjáum því fullt af tækifærum framundan, bæði fyrir okkur og viðskiptavini okkar,“ segir Jón Birgir. Fiskvinnsla ■ Tæknin í húsinu gefur færi á fjölbreyttum skurðarmögu- leikum á flökunum. ■ Fjórar bitaskurðarvélar eru í húsinu og gegna þær lykilhlutverki í vinnslukerfinu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.