Ægir - 2020, Side 15
15
suðu á túnfiski í Tælandi. Samdráttur
þar leiddi til samþjöppunar fyrirtækja og
síðan til sóknar út um allan heim. Þetta
fyrirtæki á nú verksmiðjur víða um heim
sem sérhæfa sig í niðursuðu á fiski. Thai
Union er þá bæði að kaupa verksmiðjur
og vörumerki sem eru þekkt.
Þeir eru nú komnir inn til okkar með
50% hlut. Það er mjög jákvætt að vera í
samtarfi við fyrirtæki sem framleiðir
eina af hverjum fimm túnfiskdósum í
heiminum en túnfiskur er mest selda
niðursoðna sjávarfangið í heiminum. Að
það hafi áhuga á að koma til Íslands til
framtíðar hlýtur að styrkja sjávarútveg-
inn. Hvað verður í framhaldinu er erfitt
að segja til um, hvort hér hefjist til dæm-
is niðursuða á makríl. Það er ekki bara
lifur sem kemur til greina,“ segir Guð-
mundur P. Davíðsson, stjórnarformaður
Ægis sjávarfangs ehf.
Hægt að framleiða mun meira
Aðeins þrjú lönd í öllum heiminum fram-
leiða þorskalifur í dós; Ísland, Noregur
og Rússland enda ekki fleiri þjóðir með
aðgengi að þorski úr Norður-Atlantshafi
í þeim mæli að beri slíka vinnslu. Færey-
ingar eru mest í ufsa og laxi, Danir og
Bretar eru nánast ekkert að veiða þorsk
og ekki veiða Þjóðverjar þorsk lengur.
Heimsframleiðslan er um það bil 70 millj-
ónir dósa meðan túnfiskur er framleidd-
ur í tugum milljarða dósa.
„Ástæðan fyrir því að menn verða að
vera með þessa framleiðslu hér er sú að
það er ekki hægt að frysta lifrina og
flytja úr landi til niðursuðu annars stað-
ar. Hún verður að vinnast fersk og sem
allra fyrst eftir að hún berst á land.
Áskorunin hér á landi er að ganga betur
um hráefnið. Ég er ekki að segja að
menn gangi illa um það en kælingu er
ekki nægilega sinnt til að hráefnið nýtist
sem allra best. Það væri hægt að fram-
leiða helmingi meira úr lifrinni ef menn
fjárfestu í búnaði til að fara jafn vel með
hana eins og fiskinn,“ segir Guðmundur.
Varan fer að mestu til
Austur-Evrópu
Uppistaða lifrarinnar héðan fer til landa
sem eru fjarri sjó, til dæmis Tékklands,
Slóvakíu, Úkraínu og víðar. Íbúar Aust-
ur-Evrópu og fyrrum ríkjum Sovétríkj-
anna voru aldir á niðursoðinni lifur af
stórum verksmiðjuskipum þar sem lifrin
var unnin um borð. Þá var enginn tún-
fiskur í boði. Því er niðursoðin þorsklifur
mjög þekkt á þessum slóðum.
„Menn eru líka að reyna að finna nýja
markaði en það er erfitt. Ekki eru til
neinir peningar til að auglýsa lifur en
það getur ýmislegt gerst með tilkomu
fyrirtækis eins og Thai Union, sem er
með þekkt vörumerki eins og King Oscar
og John West. Þannig fyrirtæki getur
markaðssett nýjar vörur meðfram sinni
hefðbundnu framleiðslu, getur tekið vör-
una lengra og til dæmis kynnt lifrina
sem heilsufæðu, sem hún vissulega er.
Við höfum einir og sér enga burði til að
fara í slíka markaðssetningu og höfum
heldur ekki nægilegt magn í boði opnist
Guðmundur P. Davíðsson, stjórnarforðmaður Ægis sjávarfangs ehf. í Grindavík við nýja sjálfvirka pökkunarlínu fyrirtækisins.
Fiskvinnsla