Ægir - 2020, Page 16
16
til dæmis markaður í Kína. Við höfum
bara 45 milljónir dósa á Íslandi, sem
reyndar gætu verið 80 milljónir, væri
betur farið með hráefnið.
Einhverjir hafa kannski haldið að nið-
ursuða væri úrelt framleiðsluform á
matvælum. En þegar litið er á geymslu-
þolið, sem er fimm ár og markast í raun
og veru aðeins af endingartíma dósar-
innar, þá er þetta mjög góð geymsluað-
ferð. Ef dósin heldur er þetta eins og góð
vínflaska sem verður bara betri með ár-
unum. Lifrin er einnig það ferskasta sem
þú færð ef hráefnið er sett ferskt í dós-
ina. Hún varðveitir ferskleikann. Líftími
niðursuðudósa er að aukast og geymslu-
þolið um leið. Því á niðursuðan mikla
framtíð fyrir sér,“ segir Guðmundur.
Ægir sjávarfang ehf. er með tvö eigin
vörumerki, iCan og Westfjords, en selur
einnig undir vörumerkjum stórra kaup-
enda. Ægir sjávarfang er í nánu sam-
starfi við niðursuðuverksmiðjuna í
Súðavík, pakkar vörum og selur í gegn-
um sameiginlegt sölufélag, iCan sales
ehf. Fyrirtækið fær mikið af hráefni á
Reykjanesi, en einnig annars staðar af
landinu.
Rússar að hefja aftur niðursuðu
úti á sjó
„Rússar eru nú að láta byggja 10 nýja
togara í Rússlandi og þar koma íslensk
fyrirtæki að hönnun og ýmsum tækja-
búnaði. Niðursuða á lifur úti á sjó hefur
að mestu leyti lagst niður með úreldingu
gömlu stóru verksmiðjutogaranna en nú
stendur til að í þremur af þessum nýju
skipum verði niðursuða á þorsklifur. Það
er jákvætt fyrir markaðinn að fá meira
framboð af gæða lifur því það eykur
neysluna og stækkar markaðinn,“ segir
Guðmundur og bætir við að reynar sé
erfitt fyrir litlu vinnslurnar hér að vera
um of háðar Rússlandi. Rússarnir setji
einhliða ákveðin skilyrði fyrir því að
fyrirtækin fái að flytja lifur þangað inn.
Þeir hafi sett bann á fyrirtækið og haldið
því fram að þeir hefðu fundið kvikasilfur
í vöru frá Ísland. Það hafi reyndar ekki
verið rétt en Guðmundur segir að svo
virðist sem ekki sé sátt milli Matvæla-
stofnunar og sambærilegrar stofnunar í
Rússlandi um það hvernig staðið er að
úttektum á matvælaframleiðslufyrir-
tækjum á Íslandi fyrir framleiðslu fyrir
Rússland. Rússar setji sín skilyrði og eft-
ir þeim verði þeir einfaldlega að fara
sem vilji selja matvæli til Rússlands.
Tæknivæðing eykur
samkeppnishæfnina
„Hérna vinna 18-20 manns og í Súðavík
eru 10 til 12, þannig að samtals vinna
um 30 manns í þessum tveimur verk-
smiðjum. Við erum að vinna núna á ver-
tíðinni um 10 tíma á dag og því er launa-
hlutfallið mjög hátt. Við erum hvergi
nærri samkeppnishæfir þegar kemur að
launakostnaði en eina ástæðan fyrir því
að lifrin er soðin niður hér er sú að ekki
er hægt að frysta hana og flytja þannig
til vinnslu í löndum þar sem launahlut-
fall er miklu lægra en hér. Þannig er
nánast útilokað að sjóða niður makríl
hér í samkeppni við framleiðslu af lág-
launasvæðum annars staðar í heiminum,
t.d. í Póllandi þar sem launakostnaður er
fimm sinnum lægri en hér. Um leið og
hægt er að vélvæða vinnsluna, sem er
handan við næsta horn, geta íslenskir
framleiðendur komið sterkir inn á þann
markað. Það er reyndar sá galli á því að
það eru engar lánastofnanir að veita lán
til kaupa á framleiðslutækjum. Byggða-
stofnun hugsar bara um að lána í hús-
næði úti á landi í stað þess að lána til
fjárfestinga í vélvæðingu og sjálfvirkni-
búnaði. Því þurfum við að flytja inn er-
lent vinnuafl sem setur pressu á allt
hagkerfið. Bankarnir lána ekkert í fisk-
vinnsluvélar og tæki. Þeir lána í jarð-
vinnuvélar því þær virka alls staðar og
hægt að flytja þær út aftur,“ segir Guð-
mundur.
■ Fyrirtækið framleiðir lifur bæði undir eigin vörumerkjum og vörumerkjum
erlendra kaupenda.
■ Vinnslulínan. Á henni er lifrinni skammtað í dósir og bragðefni sett í eftir því
sem það á við. Framan við vélina er málmleitartæki, sem skilur frá þá lifur sem
málagnir er að finna í. Vélin lokar dósunum, sem síðan fara í sjóðara og loks
merkingu og pökkun.