Ægir - 2020, Side 17
17
Upphaf niðursuðu á matvælum má rekja til Napoleons
Bonaparte, hetju frönsku byltingarinnar og síðar Frakk-
landskeisara. Hann stofnaði til samkeppni um það
hvernig best væri að geyma mat svo hermenn hans
hefðu nóg að bíta og brenna. Þá fóru menn að velta því
fyrir sér hvort ekki mætti setja mat í krukku rétt eins
og vín á flösku. Niðursuðan var svo notuð til að varð-
veita matvæli í herferðum Bonaparte og í þrælastríðinu
í Bandaríkjunum og þar þróaðist hún mjög hratt.
Fyrst í laxi á Hvítárvöllum
Fyrsta niðursuðuverksmiðjan á Íslandi var stofnuð 1858 en
þá var soðinn niður lax fyrir Skota við Hvítárvelli í Borgar-
firði. Hún lagðist af eftir tæp 19 ár en einhver niðursuða
átti sér þá áfram stað, til dæmis á Siglufirði þar sem menn
suðu niður rjúpu og lambalifur. Það er svo ekki fyrr en 1908
sem rekstur niðursuðuverksmiðju hefst á ný og þá í Hnífs-
dal. Það var Pétur Jónsson sem fór með skarkolabollur á
heimssýningu í Róm og fékk verðlaun. Í kjölfarið fékk hann
leyfi til að framleiða undir merkingum dönsku krúnunnar. Í
framhaldinu varð þar nokkuð öflug niðursuða.
Næsta áfanga á þessari vegferð má svo rekja til Þorvald-
ar Guðmundssonar í Síld og fiski. Hann var messagutti á
einum af fossum Eimskipafélagsins og sigldi til Bremen upp
úr 1930. Hann sá þar niðursoðinn sjólax í búð, sem reyndar
var ufsi. Hann fékk þar með áhuga á niðursuðu, fór og
ræddi við þýska ræðismanninn sem kom Þorvaldi í læri í
niðursuðu í Þýskalandi ásamt Tryggva í Ora. Þeir fóru svo
að sjóða niður fyrir SÍF og sjálfa sig. Upp úr því tók niður-
suðan flug og eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar þegar
gerðir voru viðskiptasamningar við Sovétríkin milli 1950 og
1960, opnuðust góðir markaðir fyrir niðursoðna síld, gaffal-
bitana gömlu góðu. Þá var einnig mikil niðursuða á rækju á
tímabili á Vestfjörðum og víðar, til dæmis í Grindavík.
Eftir hrun Sovétríkjanna hrundi meira og minna allur
niðursuðubransinn á Íslandi. Þá voru ekki lengur við lýði
vöruskiptasamningar við Sovétríkin og nýir markaðir
ófundnir. Rækjan hvarf og fyrirtæki í þeirri niðursuðu
hætta störfum. Þó voru áfram niðursuðuverksmiðjur í
Grindavík í þorskalifur, í Garðinum, í Hafnarfirði, á Akranesi
og í Vestmannaeyjum, en auðvitað hefur Ora verið í gangi
áratugum saman og framleitt fyrir innanlandsmarkað.
Fimm fyrirtæki með sex verksmiðjur
Síðan urðu nokkur þáttaskil. Það var nokkur neysla á dósa-
lifur í Danmörku og í Eystrasaltslöndunum. Upp kom kvika-
silfursmengun í Eystrasaltinu sem fór yfir leyfileg mörk
Evrópusambandsins. Niðursuða á þorsklifur á þessum slóð-
um féll því niður og menn fóru að koma með gömlu verk-
smiðjurnar aftur hingað til Íslands. Þær vantaði hráefni til
vinnslu. Ein fór á Súðavík í samstarfi við HG í Hnífsdal.
Önnur, sem hafði verið að sjóða niður á Borgundarhólmi fór
í samstarf á Akranesi. Annað danskt fyrirtæki kom í sam-
starf í Sandgerði og eitt til Grindavíkur, sem er núverandi
Ægir sjávarfang. Pólsk niðursuða fór til Hafnar í Hornafirði.
Þannig urðu til sex nokkuð öflugar niðursuðuverksmiðjur á
landinu. Nú eru fimm fyrirtæki sem reka niðursuðu og eitt
þeirra, Akraborg, sem er í eigu Lýsis, rekur tvær.
Stiklað á stóru í sögu
niðursuðunnar
■ Hér á landi falla til 10-12.000 tonn af þorsklifur á ári. Hluti hennar er soðinn niður en væri hægt að sjóða mun meira
niður ef betur væri vandað til meðferðar og kælingar á hráefninu úti á sjó.