Ægir

Årgang

Ægir - 2020, Side 22

Ægir - 2020, Side 22
22 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Fjölbreytnin góð „Það er gott að hafa fjölbreytni í rekstr- inum. Þetta er orðið þannig í dag að maður veit aldrei hvað gefur best á hverjum tíma. Því þurfa menn að vera jafnvígir á allt og fljótir að bregðast við þegar aðstæður breytast,“ segir Gunnar Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, en fyrirtækið vinnur fisk fyr- ir fjölbreytta markaði í Evrópu og Amer- íku. Gunnar hefur því góða yfirsýn á áhrifin af Covid-19 á markaði fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. „Við höfum reyndar ekki séð ástæðu til að breyta miklu í framleiðslunni hjá okkur núna. Við erum að vinna í þessu öllu, fersku, salti, frystu og sjófrystu. Við höfum reyndar heldur minnkað umsvifin í ferska fiskinum og byrjað að frysta meira af léttsöltuðum þorski. Þar er kannski einhver smávægileg aukning.” Kaupa fiskinn í stórmörkuðunum „Breytingin sem við sjáum verða vegna Covid-19 veirunnar er að fisksalan og fiskkaupin færast yfir í stórmarkaðina. Fyrst byrjaði fólk að hamstra þurrmat og dósamat en í dag er þetta að fara aft- ur í fyrra form. Fólk er bara farið að kaupa matvöru eins og áður, hvort sem það er fiskur, kjöt eða grænmeti og þess háttar. Fólk heldur sig heima og það eina sem það má fara og kemst í meginhluta Evrópu er í stórmarkaði og apótek. Salan á ferska fiskinum er því að fær- ast til, frá veitingahúsum og hótelum, inn í stórmarkaðina. Ferðamannageirinn er meira og minna lamaður, fólk heldur sig heima en þarf auðvitað að borða áfram og gerir það nú heima í stað þess að fara út að borða,“ segir Gunnar. Hnökrar á flutningum í Evrópu En það þarf líka að flytja fiskinn og það gengur enn sem komið er vel að koma fiskinum út. Reyndar hefur verð á frakt til Bandaríkjanna hækkað og segir Gunnar að kaupendur vilji að útflytjend- ur taki þá hækkun á sig. Fyrir vikið hef- ur minna verið flutt vestur um haf upp á síðkastið. Hann nefnir einnig að flutn- ■ Þorbjörn hefur verið að auka framleiðslu á frystum léttsöltuðum flökum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.