Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 26

Ægir - 2020, Blaðsíða 26
26 Búlandstindur ehf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og upp- setningu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir laxavinnslu sem mun gera aðstöðu félagsins á Djúpavogi að fullkomnustu vinnslustöð fyrir lax á Íslandi. Um er að ræða fullkomna heilfisk- flokkaralausn sem flokkar og skilar lax- inum sjálfvirkt í frauðkassa tilbúnum til útflutnings. Innova hugbúnaður Marel stýrir flæði og vinnslu og er hægt að keyra inn pantanir dagsins og forgangs- raða þeim, greina hvaða pantanir er mögulegt að afgreiða og hverjar ekki. Öflugt gæðaeftirlitskerfi heldur utan um gæða- og flokkunarskýrslur og varðveit- ir söguleg gögn. Eftir vinnslu hvers dags er einnig hægt að sjá stærðardreifingu í þeirri kví sem unnið var úr og uppreikna þannig lífmassa kvíarinnar. 160 tonn af afurðum á 8 tíma vakt Áætlað er að nýja vinnslukerfið verði sett upp í haust og mun afkasta 160 tonnum af fullunninni vöru á 8 tíma vakt. Lausnin er hönnuð með það að markmiði að fyrirtækið geti auðveldlega skipt um gír og aukið afköst. Hægt verð- ur að stækka kerfið á fremur einfaldan hátt ef þörf krefur og auka þar með af- köstin upp í allt að 290 tonn á vakt. Með þennan sveigjanleika í vinnslu- ■ Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf. og Þórarinn Kristjánsson, sölustjóri Marel Fish að lokinni undirskrift semnings um nýju vinnsluna. Þeir segja hana verða í fremstu röð á heimsvísu og marka tímamót í laxaiðnaðinum á Íslandi. Búlandstindur fjárfestir í framtíðar laxavinnslu frá Marel

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.