Ægir - 2020, Qupperneq 28
28
„Í kjölfar kaupa Marel á helmingi
hlutafjár í Curio gerðum við mjög
sterkan samstarfssamning um sölu-
mál og vöruþróun sem við sjáum nú
þegar að getur skilað báðum fyrir-
tækjum miklum ávinningi. Við höfum
unnið þétt saman frá áramótum að
því að móta samstarfið en líkt og hjá
öðrum verður truflun á þeirri vinnu
nú þegar Covid-19 faraldurinn gengur
yfir. En til lengri tíma litið er ég mjög
spenntur fyrir því sem framundan
er,“ segir Elliði Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri og stofnandi fisk-
vinnsluvélaframleiðandans Curio.
Fyrirtækið hefur vaxið hratt á sínu
sviði síðustu ár, bæði með sölu á vél-
búnaði til fiskvinnslna hér á landi og
erlendis en Curio hefur einbeitt sér
frá stofnun að þróun, framleiðslu og
sölu á hausurum, roðflettivélum og
flökunarvélum. Í október síðastliðnum
fékk fyrirtækið Nýsköpunarverðlaun
Íslands 2019 og í sama mánuði var
skrifað undir samning um kaup Marel
á helmingi hlutfjár í Curio. Strax í
kjölfarið hófst vinna við útfærslu þess
samstarfs sem Elliði segist binda mikl-
ar vonir við.
Innspýting í vöruþróun
„Fyrirtækin verða áfram sjálfstæðar ein-
ingar en með Marel fáum við til sam-
starfs við okkur fyrirtæki í fremstu röð
hvað varðar þekkingu á framleiðslu
tækjabúnaðar, nýsköpun og sölustarfi út
um allan heim. Þetta hefur í för með sér
gífurlega innspýtingu í vöruþróun hjá
okkur og gerir að verkum að nú verður
okkar vélbúnaður hluti af heildstæðum
lausnum Marel á fiskvinnslusviðinu.
Markaðurinn hefur á undanförnum ár-
um þróast mjög hratt og bæði hvað
varðar hvítfiskinn og bleika fiskinn þá
verður sífellt skýrari ósk viðskiptavina
að fá heildarlausnir í vinnslukerfum. Við
þeim óskum getum við nú orðið í sam-
einingu. Við sáum strax að framleiðsla
Curio og Marel fyrir fiskiðnaðinn fellur
mjög vel saman og fyrir okkur er t.d. al-
veg ljóst að tækifærin til vöruþróunar og
framleiðslu búnaðar fyrir eldislaxinn
aukast verulega. Við sjáum því víða
tækifæri framundan,“ segir Elliði.
Bylting í sölustarfinu
Frá áramótum hafa fyrirtækin tvö unnið
að því að fella framleiðslu Curio inn í
sölukerfi Marel út um allan heim.
Curio ehf.
Mikil tækifæri
fólgin í samstarf-
inu við Marel
segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Curio
■ Stöðugar nýjungar eru í þróun vélbúnaðar Curio og meðal annars eru væntan-
legar tvær nýjar flökunarvélar sem samhæfðar eru Innova upplýsingakerfinu í
fiskvinnslukerfum Marel.