Ægir - 2020, Blaðsíða 30
30
Góður gangur hefur verið í nýju fisk-
iðjuveri G.Run í Grundarfirði frá því
snemma á síðasta ári. Afköst í vinnsl-
unni eru helmingi meiri en áður var í
vinnslunni. Tveir togarar fyrirtækis-
ins sjá húsinu að mestu leyti fyrir
hráefni en vinnsla á ferskum fiski
hefur verið uppistaðan í útflutningn-
um. Á því varð hins vegar snögg
breyting síðustu vikur þar sem far-
aldur Covid-19 hefur nær stöðvað út-
flutning á ferskum fiski, að minnsta
kosti um tíma. Framleiðslan hefur því
færst yfir í lausfrystingu.
„Þetta hefur gengið alveg ótrúlega
vel. Við keyrum hérna á útopnu og höf-
um gert í tæpt ár í nýja fiskiðjuverinu.
Við sjáum ekkert eftir því að hafa farið í
þessa miklu fjárfestingu. Hún skilar sér
svo sannarlega á margan hátt. Hér erum
við að vinna úr um 500 körum á viku,
vinnum þorsk, ýsu, ufsa og karfa og svo
ráðast afköstin líka af samspili í stærð-
um og tegundum,“ segir Guðmundur
Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri
G.Run ehf.
Svo dó markaðurinn!
„Við höfum að mestu leyti verið að vinna
ferskar afurðir en svo dó hreinlega
markaðurinn vegna Covid-19 faraldurs-
ins fyrir skömmu og því frystum við
þess í stað af fullum krafti. Um 80% af
tekjunum á síðasta ári komu úr sölu á
ferskum afurðum og því mun það hafa
veruleg áhrif á tekjur og sölu ef sá
markaður nær sér ekki fljótlega á strik.
Freðfiskmarkaðurinn styrkist þá vænt-
anlega aðeins á móti en það er ekki
tímabært að meta það. Það eru vænting-
ar sem ekki eru í hendi,“ segir Guðmund-
ur Smári.
Vinna afla af eigin togurum
G.Run vinnur nær eingöngu afla af eigin
skipum, Runólfi og Hring, en einnig hef-
ur verið keypt nokkuð af karfa á mörk-
uðum. Veiðin hefur verið góð, þrátt fyrir
nær stöðugar brælur. „Það gekk ótrúlega
vel hjá okkur í vetur þrátt fyrir þessa
miklu brælutíð. Það hefur ekki verið fisk-
laust nema einn dag frá áramótum. Við
erum að vinna úr 120 til 140 tonnum á
viku, erum að losa um 500 tonn á mán-
uði. Togararnir landa einu sinni í viku
og eru tvo til þrjá daga í hverri veiðiferð
að fylla sig og bíða svo bara í landi á
milli. Þeir sækja það sem framleiðslu-
stjórinn óskar eftir hverju sinni.“
Guðmundur Smári segir að eigendur
fyrirtækisins sjái fyrir sér að auka fram-
leiðsluna í framtíðinni. Enn sé verið að
læra á verksmiðjuna og átta sig betur á
möguleikunum sem hún gefi. „Við jukum
afköstin um nærri helming í gegnum
húsið með nýju verksmiðjunni. Við fækk-
uðum ekki fólki og bættum reyndar frek-
ar við.“
Með tvo öfluga lausfrysta
Fiskurinn sem fer í frost er nær ein-
göngu lausfrystur en eitthvað fer í
blokkir. „Í nýja húsinu erum við með tvo
mjög öfluga lausfrysta sem hjálpar okkur
mikið í þessari breyttu heimsmynd,“ seg-
ir Guðmundur um stöðuna þessa dagana
Ferski fiskurinn hefur að langmestu
leyti farið til Frakklands, á Bandaríkja-
markað og svolítið á Þýskalandsmarkað.
Frysti fiskurinn fer í svipaðan farveg, til
Bretlands og meginlands Evrópu, breyti-
legt eftir tegundum. Frysti fiskurinn fer
margvíslegar leiðir ytra, í fisk og fransk-
ar, í endurpökkun og dreifingu í verslan-
ir og eitthvað fer í brauðun og þess hátt-
ar í verksmiðjum.
Gott ár í fyrra
„Síðasta ár var mjög gott fyrir okkur,
sem er fínt í þessari stöðu sem nú er að
koma upp. Þá er gott að hafa borð fyrir
báru. Gengið hefur lækkað og verð ytra
hækkað en við gerum ráð fyrir því að
krónan styrkist fljótlega á ný. Allar að-
stæður eru til þess eru góðar. Ríkissjóð-
ur er vel settur og Seðlabankinn býr við
mjög góðan varasjóð, svo við eigum að
geta jafnað okkur nokkuð fljótt þegar
þessu ófremdarástandi lýkur, hvenær
sem það verður,“ segir Guðmundur
Smári Guðmundsson.
Fiskvinnsla
G.Run ehf. í Grundarfirði
Stóraukin afköst með
nýja fiskiðjuverinu
■ Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run ehf. fylgist með
vinnslunni.
■Pökkun á lausfrystum flökum.