Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 32

Ægir - 2020, Page 32
32 Fiskvinnsla „Það hefur verið jöfn og stöðug aukn- ing í sölu hjá okkur enda má segja að allir þeir sem kynnast okkar aðferða- fræði við sótthreinsunina átti sig strax á að hér er um hreina byltingu að ræða frá því sem áður var. Listeríu smitunina, sem er alvarlegt vandamál í matvælavinnslum, hefur verið auðvelt að ráða við með notkun D-SAN kerfa frá okkur og aðrar ör- verumælingar í afurð minnkað til muna sem gefur lengri líftíma vöru. Það segir sína sögu,“ segir Ragnar Ólafsson, tæknilegur framkvæmda- stjóri D-Tech ehf. „Umboðsmaður okkar í Noregi gekk nýverið frá fyrsta samningnum við MOWI (Marine Harvest) fyrir verksmiðj- una í Heröy. Það er stórt skref fyrir okk- ur að komast inn hjá einu stærsta lax- eldisfyrirtæki heims. Reynsla okkar er sú að erfiðast er að ná fyrsta kerfinu inn þar sem almennt gera menn sér ekki grein fyrir því hversu vel lausnir okkar virka. Sem dæmi má nefna að fyrir 3-4 árum seldum við fyrstu kerfin inn í tvö af stærstu matvælafyrirtækjum Pól- lands, Superdrób og Tarzcynsky, eitt kerfi á hvorn stað. Í lok síðasta árs og í byrjun þessa árs keyptu bæði þessi fyr- irtæki fjögur kerfi til viðbótar þegar þau voru sjálf búin að sannreyna virknina. Þannig að við lítum svo á að samningur okkar við MOWI sé stórt skref fram á við og við væntum mikils af samstarfi við þá í framtíðinni,“ segir Ragnar. Fram- kvæmdastjóri D-Tech tók þátt í North Atlantic Seafood Forum í Bergen nú í byrjun mars. Nokkrir stórir aðilar sýndu lausnum okkar verulegan áhuga og í kjölfar á ráðstefnunni erum við í við- ræðum við nokkra mjög stóra framleið- endur um samstarf,“ segir Ragnar. Öruggari framleiðsla og betri loftgæði D-SAN kerfið samanstendur af lögnum með sérstökum úðastútum á og síðan móðurstöðinni sjálfri sem dælir út sótt- hreinsiefninu í þau rými sem við á. Þeg- ar kerfið er keyrt þá verður til inni í rýmunum sótthreinsandi þoka sem fyllir allt rýmið. „Kerfið okkar vinnur hratt og vel þannig að sótthreinsun í hverju rými fer niður í allt að 10 mínútur og tekur mun skemmri tíma ef rýmin eru smá. Því tap- ast ekki dýrmætur tími fyrir vinnslurn- ar. Tölurnar sýna okkur mikinn árangur og yfirleitt hríðfalla allar örverutölur í vinnsluhúsunum og matvælunum sjálf- um þar sem lausnin er tekin í notkun. Við sjáum líka mælingar sem sýna að loftgæðin á vinnustöðunum stórbatna samfara þessu þannig að ávinningurinn af kerfinu er margþættur,“ segir Ragnar en sótthreinsiefnið er umhverfisvænt og viðurkennt. „Þetta sjálfvirka kerfi okkar notar að- eins um 5% af vatni og sótthreinsiefni miðað við það sem algengt er þegar menn gera þetta handvirkt. Í vinnslum er líka oft mikið af vélbúnaði og mjög þröngt og sem dæmi um slíkt eru vinnsluþilför í frystitogurum. Tíma- D-Tech ehf. Fiskvinnslan sótt- hreinsuð á 10 mínútum tímamótasamningur við MOWI, Marine Harvest ■ Ragnar Ólafsson, tæknilegur framkvæmdastjóri D-Tech.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.