Ægir - 2020, Blaðsíða 29
29
Ólafur bendir á að sjávarútvegurinn
skili gífurlegum tekjum inn í samfélagið.
Blikur séu á lofti vegna Covid-19 fyrir
ferðaþjónustuna og stóriðjuna en fiskeldi
sé á uppleið og sjávarútvegurinn standi
ágætlega.
„Það er bara ein leið út úr svona
kreppu, menn sáu það vel eftir hrunið
2008. Hún er sú að skapa verðmæti, að
við framleiðum okkur út úr kreppunni.
Þessa vegna held að það sé mikilvægt að
menn geri ekkert sem þær veikir greinar
sem betur standa og geta varðað leiðina
út úr kreppunni,“ segir Ólafur.
Sjávarútvegsfyrirtækin sýndu
aðlögunarhæfnina
Ólafur segir rekstarumhverfið sé mjög
sérstakt núna á tímum Covid-19 og að
síðasti vetur hafi verið erfiður. „Þetta er
misjafnt eftir afurðum. Sumar hafa
hreinlega ekkert selst síðan faraldurinn
skall á, en aðrar duttu niður tímabundið.
En svo sá maður hversu mikil aðlögun-
arhæfni íslensks sjávarútvegs er. Menn
gátu skipt úr afurðum sem ekki var
hægt að dreifa yfir í aðrar sem hægt var
að dreifa og selja á öðrum stöðum. Mér
finnst þetta vera góður vitnisburður um
það hversu vel íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki þekkja viðskiptavini sína, hversu
vel þau þekkja markaðina og hversu
fljótt þau geta brugðist við breytingum.
Það gekk mjög vel hjá flestum.“
Ólafur segir verð hafa lækkað mis-
mikið vegna þessara aðstæðna á mörk-
uðum. Verð á sjófrystum afurðum hafi til
dæmis lækkað mikið í apríl og maí og lítið
selst. Það hafi verið að koma til baka að
miklu leyti og salan verið ágæt að und-
anförnu á þorski og ýsu. Ufsaafurðir séu
hins vegar mjög erfiðar í sölu enda
markaðir fyrir þær á dæmigerðum ferða-
mannastöðum; t.d. á Kanaríeyjum, Spáni
og Tyrkland. Þar sé allt lokað. Lækkandi
gengi hjálpi þó landvinnslunni að ein-
hverju leyti. Gengisþróunin hjálpi hins
vegar ekki útgerðinni, síst frystitogur-
um, þar sem flestir kostnaðarliðir fylgi
genginu, svo sem laun, olía eða annað.
Úthugsuð smíði Sólbergs ÓF
Rammi hf. tók á móti nýja frystitogaran-
um Sólbergi ÓF í maí 2017 og hóf hann
veiðar í júní það ár. Síðan þá er skipið
búið að keyra rúmlega 25.000 tíma, hefur
lítið stoppað og rótfiskað. Sólberg fiskaði
á fjórtánda þúsund tonn á síðasta ári og
líklega hefur enginn togari fiskað annað
eins af bolfiski á einu ári í Norður-Atl-
antshafi.
„Það var vel yfirveguð og útreiknuð
ákvörðun að láta smíða Sólbergið,
stærsta og fullkomnasta frystitogara
landsins og var komið að endurnýjun í
flotanum okkar. Þar sem við erum ekki
með landvinnslu hérna fyrir norðan
hefði þurft að byggja hana upp frá
grunni eða byggja þann rekstur að öðr-
um kosti upp í kringum frystihúsið okk-
ar í Þorlákshöfn. Auk þess hefðum við þá
þurft að láta byggja ísfisktogara. Þetta
spilaði inn í ákvörðunartökuna en svo
vorum við bara vissir um að þetta væri
góð ákvörðun sem myndi ekki skila síðri
afkomu en í landvinnslu. Það held ég að
hafi komið á daginn,“ segir Ólafur.
Ánægður með skipið
Sólbergið er skráð með mestan þorsk-
kvóta allra skipa innan lögsögunnar en
Rammi er einnig með veiðiheimildir í
Barentshafi, sem skipið hefur sótt þang-
að.
„Það er mjög misjafnt hvernig menn
raða heimildunum niður á skipin sín.
Margt spilar þar inn í og því segir svo
sem ekki mikla sögu þó eitt skip sé með
mikinn kvóta. Það er heildarkvóti fyrir-
tækisins sem skipir máli. Túrarnir í Bar-
entshafið hafa verið þeir bestu hjá Sól-
berginu en ég held þó að síðasti túrinn
okkar hér heima sé einhver alstærsti túr
sem íslenskur togari hefur skilað af Ís-
landsmiðum. Það var mánaðartúr sem
skilaði um 600 milljónum í aflaverðmæti.
Í fyrra var aflaverðmætið um 5,5 millj-
arðar króna. Þetta hefur því gengið mjög
vel og ég er ánægður með skipið.“
Rammi er með fjögur skip að veiðum.
Tvö eru gerð út frá Fjallabyggð; Sólberg
ÓF og Múlaberg SI og tvö frá Þorláks-
höfn; Jón á Hofi ÁR og Fróði II ÁR. Þeir
eru gerðir út á fiskitroll, dragnót og
humartroll. Múlabergið eru á rækju og
fiskitrolli.
■ Frystitogarinn Sólberg er stærsti og fullkomnasti frystitogari Íslendinga. Á síðasta ári var hann með á fjórtánda þúsund
tonn af fiski sem skilaði 5,5 milljarða verðmæti.
Ægisviðtalið
„Það er bara ein leið út úr svona kreppu, menn sáu það
eftir hrunið 2008. Hún er sú að skapa verðmæti, að fram-
leiða sig út úr kreppunni. Þessa vegna held að það sé
mikilvægt að menn geri ekkert sem veikir greinar sem
betur standa og geta varðað leiðina út úr kreppunni“