Ægir - 2020, Blaðsíða 32
32
Fiskistofa úthlutaði 359 þúsund tonnum í þorskígildum fyrir
fiskveiðiárið sem hófst þann 1. september síðastliðinn. Til
samanburðar nam úthlutunin í upphafi nýliðins fiskveiðiárs
372 þúsund þorskígildistonnum og er því minni sem nemur
13 þúsund þorskígildistonnum. Samdrátturinn milli fisk-
veiðiára í fyrra var 12 þúsund tonn. Samdrátturinn í þorsk-
kvótanum er nú 13 þúsund tonn, miðað við síðasta fiskveiði-
ár og verður hann 202 þúsund tonn. Ýsukvótinn eykst um 3
þúsund tonn og verður 35 þúsund tonn. Þessu var í raun al-
veg öfugt farið við úthlutunina í fyrra; þá dróst ýsukvótinn
saman um 13 þúsund tonn á meðan þorskkvótinn jókst um 7
þúsund tonn.
Úthlutað er til 176 skipa í aflamarkskerfinu og fækkar þeim
um 25 milli fiskveiðiára. Bátar í krókaaflamarkskerfinu eru 245 á
fiskveiðiárinu og fækkar þeim um 20 milli ára. Skipting úthlutun-
arinnar í magni milli útgerðarflokka er þannig að bátar undir 15
metrum og 30 brúttótonnum fá úthlutað rúmlega 50 þúsund
þorskígildistonnum en bátar og skip yfir 15 metrum og 30 brúttó-
tonnum fá tæplega 369 þúsund þorskígildistonn. Togarinn Guð-
mundur í Nesi er það skip sem fær mestu úthlutað eða 14.065
þorskígildistonnum. Aflaheimildir skipsins aukast um 3.000 tonn
milli fiskveiðiára. Frystitogarinn Sólberg, sem var með mestar
heimildir á síðasta fiskveiðiári verður með 11.005 þorskígildis-
tonn, um 600 tonnum meira en á fyrra fiskveiðiári.
Munar mest um þorskinn
Eins og áður segir var 202 þúsund þorskígildistonnum úthlutað í
þorski á grunni ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar um 6%
lækkun á aflmarki. Leyfilegur afli, byggt á aflareglu, verður
rösklega 254 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun lagði til 9%
aukningu í ýsukvótanum sem þannig verður rúm 35 þúsund
tonn og leyfilegur afli samkvæmt aflareglu rúmlega 44 þúsund
tonn. Lagt var til að aflamark í ufsa dragist saman um 2% á fisk-
veiðiárinu og var úthlutað rúmlega 62 þúsund þorskígildistonn-
um sem samkvæmt aflareglu gefur rúmlega 78 þúsund tonn.
Áfram heldur niðursveifla í gullkarfanum en úthlutað er 32.500
þorskígildistonnum. Hins vegar er bætt nokkuð í grálúðukvót-
ann sem verður nú 11.500 þorskígildistonn og leyfilegur afli sam-
væmt aflareglu verður 13.200 tonn.
Af öðrum tegundum er vert að nefna keilu en Hafrannsókna-
stofnun lagði til rúmlega 40% samdrátt í aflamarki þeirrar teg-
undar milli fiskveiðiára, með þeim rökstuðningi að stofninn hafi
verið verulega ofmetinn síðustu ár. Leyfilegur keiluafli sam-
kvæmt aflareglu verður því aðeins rúmlega 1.400 tonn á þessu
fiskveiðiári.
Tíu stærstu með 52%
Fimmtíu stærstu fyrirtækin sem úthlutað fá aflaheimildum mun
halda á 90% aflamarksins og hefur það hlutfall aukist úr 88,89%
á nýliðnu fiskveiðiári. Brim hf. er sem fyrr það fyrirtæki sem
hefur yfir mestum heimldum að ráða. Hlutfallið af heild er 9,40%
af heildarúthlutuninni. Næst koma Samherji Ísland ehf. með
6,88% og FISK Seafood ehf. með 6,32%. Bæði síðarnefndu fyrir-
tækin eru með lítið eitt hærra hlutfall en á síðasta fiskveiðiári en
Brim með lítið eitt lægra hlutfall.
Eftirfarandi er listi yfir þau 10 fyrirtæki sem yfir mestum út-
hlutuðum aflaheimildum ráða á fiskveiðiárinu. Sú breyting er
orðin á frá síðasta fiskveiðiári að Síldarvinnslan hf. hefur vikið
af listanum fyrir Nesfiski ehf. Þá hefur Rammi hf. færst úr 9 sæti
í það fjórða milli fiskveiðiára. Fyrirtækin 10 réðu á síðasta fisk-
veiðári yfir 51,58% aflaheimildanna en auka það hlutfall í 52,09%
nú.
ÞÍG kg. Hlutfall
af heild
Brim hf. 33.704.790 9,40%
Samherji Ísland ehf. 24.669.386 6,88%
FISK-Seafood ehf. 22.678.058 6,32%
Þorbjörn hf. 19.669.180 5,49%
Rammi hf. 15.527.752 4,33%
Vísir hf. 14.925.712 4,16%
Vinnslustöðin hf. 14.728.517 4,11%
Skinney-Þinganes hf. 14.678.166 4,09%
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 14.065.317 3,92%
Nesfiskur ehf. 12.147.864 3,39%
Samtals 186.794.742 52,09%
Reykjavík endurheimtir toppsætið
Reykjavík endurheimtir á þessu fiskveiðiári fyrri stöðu sem
heimahöfn með samanlagt mestar aflaheimildir skráðar. Vest-
mannaeyjar og Grindavík fóru upp fyrir höfuðborgina á þessum
lista í fyrra en eru nú í öðru og þriðja sæti. Reykjavík er með
rúmlega 40.600 tonn í þorskígildum og 11,33% af heilarúthlutun-
inni. Litlu munar á næstu tveimur höfnum, þ.e. Grindavík með
10,34% af heildinni og Vestmannaeyjar með 10,29%. Þessar þrjár
hafnir eru sem fyrr í sérflokki og Vestmannaeyjar til að mynda
með meira en tvöfaldar veiðiheimildir á við Hornafjörð sem kem-
ur í fjórða sæti þessa lista með 17.300 þorskígildistonn.
Þetta eru sömu hafnir og voru á topp 10 listanum í fyrra.
Hornafjörður eykur hlufall sitt af heild milli ára og færist upp í
fjórða sætið úr því níunda. Í heild sinni eru þessar 10 hafnir með
Kvótinn 2020/2021
Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári