Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 31

Ægir - 2020, Blaðsíða 31
31 Hagsmunagæsla innanlands og erlendis Ólafur tók við formennsku í Samtökum fyrirtækja í sjávarútveg í vor. Hann vann Ægi Pál Friðbertsson, fram- kvæmdastjóra Brims, í formannskosn- ingu „á sjónarmun“. Ólafur segir að þó mjótt hafi verið á munum þýði úrslitin ekki að einhverjar tvær blokkir séu að myndast innan SFS, enda sé Ægir Páll varaformaður samtakanna. Það sé eng- inn áherslumunur eða ágreiningur uppi. „SFS er fyrst og fremst félag um hagsmunagæslu og hún er mjög marg- þætt. Hún er bæði á innlendum og er- lendum vettvangi. Við eigum fiskistofna með öðrum þjóðum sem við þurfum að semja um nýtingu á og það hefur því miður tekist misjafnlega. Þar leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar varðandi upplýsingar og ýmislegt fleira til að standa vörð um réttindi Íslands. Það er verið að setja alls konar reglur á alþjóð- legum vettvangi um hitt og þetta sem varðar siglingar og skip. Við þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig þær eru innleiddar á Íslandi.“ Hörð samkeppni á afurðamörkuðum Ólafur nefnir einnig að ná þurfi samn- ingum við sjómenn og ýmis önnur verk- efni séu á borðum stjórnar SFS. „Þá eru starfsskilyrði útgerðar og fiskvinnslu mikilvæg og þar verða menn alltaf að hafa í huga alþjóðlega sam- keppnishæfni sjávarútvegsins á Íslandi. Við flytjum 98% afurða okkar á erlenda markaði í samkeppni við aðrar þjóðir sem sumar hverjar eru með ríkisstyrkt- an sjávarútveg. Það er eitt af megin- verkefnum SFS að koma því á framfæri á réttan og greinargóðan hátt að við stöndum í þessari samkeppni og ef okkar skilyrði eru lakari heldur en keppinaut- anna, þá lendum við undir. Þá tapa allir.“ ■ Ólafur Helgi við líkan af frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF. Hann segir það hafa verið yfirvegaða og útreiknaða ákvörðun að láta smíða skipið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.