Ægir

Årgang

Ægir - 2020, Side 31

Ægir - 2020, Side 31
31 Hagsmunagæsla innanlands og erlendis Ólafur tók við formennsku í Samtökum fyrirtækja í sjávarútveg í vor. Hann vann Ægi Pál Friðbertsson, fram- kvæmdastjóra Brims, í formannskosn- ingu „á sjónarmun“. Ólafur segir að þó mjótt hafi verið á munum þýði úrslitin ekki að einhverjar tvær blokkir séu að myndast innan SFS, enda sé Ægir Páll varaformaður samtakanna. Það sé eng- inn áherslumunur eða ágreiningur uppi. „SFS er fyrst og fremst félag um hagsmunagæslu og hún er mjög marg- þætt. Hún er bæði á innlendum og er- lendum vettvangi. Við eigum fiskistofna með öðrum þjóðum sem við þurfum að semja um nýtingu á og það hefur því miður tekist misjafnlega. Þar leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar varðandi upplýsingar og ýmislegt fleira til að standa vörð um réttindi Íslands. Það er verið að setja alls konar reglur á alþjóð- legum vettvangi um hitt og þetta sem varðar siglingar og skip. Við þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig þær eru innleiddar á Íslandi.“ Hörð samkeppni á afurðamörkuðum Ólafur nefnir einnig að ná þurfi samn- ingum við sjómenn og ýmis önnur verk- efni séu á borðum stjórnar SFS. „Þá eru starfsskilyrði útgerðar og fiskvinnslu mikilvæg og þar verða menn alltaf að hafa í huga alþjóðlega sam- keppnishæfni sjávarútvegsins á Íslandi. Við flytjum 98% afurða okkar á erlenda markaði í samkeppni við aðrar þjóðir sem sumar hverjar eru með ríkisstyrkt- an sjávarútveg. Það er eitt af megin- verkefnum SFS að koma því á framfæri á réttan og greinargóðan hátt að við stöndum í þessari samkeppni og ef okkar skilyrði eru lakari heldur en keppinaut- anna, þá lendum við undir. Þá tapa allir.“ ■ Ólafur Helgi við líkan af frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF. Hann segir það hafa verið yfirvegaða og útreiknaða ákvörðun að láta smíða skipið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.