Ægir - 2020, Blaðsíða 62
62
Fjölbreytni í matargerð er af hinu góða.
Og hún er svo sannarlega auðveld í
fiskitegundum. Möguleikarnir er ótelj-
andi og nú prufum við að matreiða smá-
lúðu í smjördegi. Vissulega má nota
hvaða fisk sem er í þennan rétt en að
okkar mati hentar smálúðan betur en
flestar aðrar fisktegundir.
Hráefni
1 límóna
1 egg
1 msk. mjólk
2 msk. kóríander
2 geirar hvítlaukur, marðir
1 msk. ólífuolía
600 g smálúðuflök, skorin í bita
2 msk. hveiti
salt
svartur nýmalaður pipar
1 pakkning af smjördeigi
Aðferðin
Hitið ofninn í 180 gráður. Raspið börkinn
af límónunni og kreistið safann úr henni.
Sláið eggið og mjólkina saman í skál með
gaffli.
Blandið límónusafa, límónuberki, kórí-
ander, hvítlauk og olíu saman í annarri
skál. Setjið lúðubitana út í blönduna og
veltið þeim vel í henni og látið liggja um
stund. Kryddið fiskinn með salti og pip-
ar.
Dreifið smá hveiti á eldhúsborðið og
leggið deigplöturnar í hveitið og fletjið
þær út í 8 plötur, 10 x 15 sentimetra.
Jafnið fiskblöndunni á fjórar plötur og
penslið barmana með egginu. Lokið
„pakkanum“ með hinum plötunum og
þrýstið á barmana með gaffli til að
mynda smá mynstur.
Leggið „pakkana“ ofan á smjörpappír í
eldföstu móti. Bakið í 20 mínútur eða þar
til deigið er orðið gullið. Látið „pakkana“
síðan kólna í 3-5 mínútur á smjörpappír
eða rist.
Berið réttinn fram með salsasósu,
sýrðum rjóma, guacamole, fersku salati
og eða söxuðum rauðlauk.
Fiskrétturinn
Lúða í smjördeigi
■ Innbökuð lúða.
Vottaðir suðumenn / viðurkenndir af fjórum flokkunarfélögum
Sími 863 5699 • www.kafari.is
Bryggjuþil:
Ástandsskoðun og skýrslugerð, tillögur að úrbótum,
viðgerðir vegna tæringar og ákomu, fórnarskaut
Almenn þjónusta við skip og útgerðir:
Botnskoðun, fórnarskaut, botnþrif, botnlokar,
pólering á skrúfu, botnstykki