Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 6

Ægir - 2020, Blaðsíða 6
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Nýtt fiskveiðiár er gengið í garð með hefðbundinni úthlutun aflaheimilda og eru henni að vanda gerð skil í þessari útgáfu Ægis. Áramótunum er fagnað á sinn hátt í sjávarútvegi og vissulega eru þau nýtt upphaf fyrir þær útgerðir sem hafa verið orðnar kvótalitlar þegar að tímamótunum kom. Hins vegar er það orðið þannig í þessu þrautreynda kerfi að útgerðir stýra sinni sókn jafnan þannig að kvótinn dreifist vel á árið þó vissu- lega geti komið tímabil þegar hraðar gengur á kvótann vegna mikillar fiskgengdar eða þá hærra verðs á afurðamörkuðum og aukinnar eftirspurnar. Staðan núna í sjávarútvegsgreininni er hins vegar sérstök vegna Covid faraldursins og vonandi verður langt þangað til við upplifum eitthvað hliðstætt. Því betur hefur vel tekist til í útgerð og fiskvinnslu hvað smitvarnir varðar og lítið um að röskun hafi orðið á starfsemi vegna veirusmita. Það eru hins vegar hin víð- tæku áhrif faraldursins út um allan heim sem skila sér hingað heim og beint inn í þessa atvinnugrein. Líf fólks í okkar helstu markaðslöndum hefur gengið úr skorðum, neysluvenjur eru með öðrum hætti nú um stundir, mikil röskun er á starfsemi veitinga- staða víða um heim og þannig mætti áfram telja. Þetta kemur beint niður á sölu sjávarafurða þó vissulega opnist að hluta til líka ný tækifæri á mörkuðum. En við þetta þarf sjávarútvegs- greinin að búa og vinna með stöðuna næstu mánuðina, hið minnsta. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem verulega reynir á að- lögunarhæfni og þol íslensks sjávarútvegs sem hingað til hefur alltaf getað brugðist við þegar á hefur þurft að halda. Þó úthlutað aflamark hafi dregist saman í sumum tegundum en aukist í öðrum þá er heildarmyndin með svipuðum hætti. Vissulega áhrifaríkast þegar samdráttur verður í aflamarksút- hlutun í þorski en svo er líka vert að hafa í huga að vonir eru bundnar við að nú verði loks loðnuvertíð eftir loðnuleysi síðustu tveggja ára. Það væri mikið fagnaðarefni og í anda þess sem Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formað- ur stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi bendir á í viðtali hér í blaðinu að besta viðspyrnan við kreppunni sé sú að við framleiðum okkur út úr henni. Þar getur sjávarútegurinn skipt sköpum. Líkt og kemur fram í umfjölluninni um aflamarksúthlutunina eru 50 stærstu fyrirtækin með rúmlega 90% heimildanna. Þetta er áframhald þróunar margra undanfarinna ára. Fyrirtækin í sjávarútvegi eru færri og stærri. Sama má segja um skipastól- inn. Það þarf færri skip og báta til að sækja aflann. Þessi tæki eru til muna öflugri en áður auk þess sem öll önnur tækni í kringum veiðarnar er í sífelldri framför. Þetta eykur hagkvæmn- ina og er vel. Þróun á afurðamörkuðum er líka hröð og hún er aðal drifkraftur ýmissa þeirra breytinga sem við sjáum birtast í bæði skipunum og ekki síður nýjustu fiskvinnslunnum, líkt og fjallað er um hér í blaðinu. Við viljum ekki og ætlum ekki að sitja eftir í samkeppninni úti á hinum víðfeðmum afurðalendum og þess vegna er þróunin stöðug, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Áramótin í sjávarútvegi Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Net fang: inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Ármúla 4-6, 108 Reykjavík. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7100 kr. Áskriftar sími 515-5215. Forsíða: Trollið tekið á togaranum Ljósafelli Mynd: Þorgeir Baldursson Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.