Morgunblaðið - 05.06.2020, Page 2

Morgunblaðið - 05.06.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta var fyrsti laxinn minn – og þetta var rosalega gaman! Mér fannst gaman að vaða á eftir hon- um,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir leikkona kát þegar hún hafði sleppt maríulaxinum sínum í Norðurá í gærmorgun, eftir 25 mínútna við- ureign sem barst niður eftir ánni frá Brotinu neðan Laxfoss, þar sem laxinn tók. Naut hún aðstoðar Þor- steins Stefánssonar leiðsögumanns sem lét Vilborgu kasta fimm ólíkum flugum fyrir laxa sem hann vissi þar af, áður en 74 cm nýrunnin hrygnan tók fluguna rauðan Elliða. Hjónin Vilborg og tónlistarmað- urinn og leikarinn Helgi Björnsson voru sérstakir gestir þegar lax- veiðitímabilið hófst í Norðurá í gær. Helgi sagði blaðamanni frá því áður en veiðin hófst að hann hefði nú ekki mikla veiðireynslu en hefði þó mætt í Eystri-Rangá einn morg- un snemma á síðasta áratug og fengið fjóra, þar á meðal einn tutt- ugu pundara! Hann taldi líklegt að Vilborg myndi nú ná laxi á undan sér og reyndist sannspár. Helgi óð hins vegar fram á brotið skömmu síðar og náði líka að setja í lax og landa fallegum nýrenningi. Alls var átta löxum landað í Norðurá á morgunvaktinni í gær. Morgunblaðið/Einar Falur „Þetta var rosalega gaman“ Laxveiðitímabilið hófst í Norðurá í Borgarfirði í gær Tilraun var í gær gerð til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna, en að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, for- stjóra RB, eru engin merki um að árásin hafi haft áhrif á kerfi RB eða upplýsingar sem geymdar eru hjá fyrirtækinu Ekki beint að RB sérstaklega Brotist var inn í ysta netlag fyrir- tækisins, en sérfræðingar á vegum Reiknistofu bankanna telja að inn- brotið hafi ekki beinst að RB sér- staklega, heldur sé um að ræða svo- kallaða drive-by-árás. „Þetta var ekki árás sem var beint gegn RB til að valda skaða hjá okk- ur,“ segir Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið, heldur hafi tilgangur árásarinnar verið að koma fyrir bot- net-hugbúnaði í tölvukerfi fyrir- tækisins. Slíkur hugbúnaður er gjarnan notaður til stærri tölvu- árása, líkt og svokallaðra DoS-árása, en ekki er um slíka árás að ræða í þessu tilfelli. Í fréttatilkynningu frá RB segir að tilraunir til netárása og innbrota í tölvukerfi fyrirtækja séu algengar og oft séu skotmörk slíkra árása val- in með handahófskenndum hætti. Þjónusta rofin tímabundið Brugðist var við innbrotinu sam- kvæmt viðbragðsáætlun fyrir- tækisins, en starfsmenn RB tóku fyrst eftir óeðlilegri umferð á tölvu- kerfi fyrirtækisins á miðvikudags- kvöld. Í kjölfar innbrotins var þjónusta tölvukerfa RB rofin, sem hafði áhrif á starfsemi debetkorta og netbanka. Þjónusturofið var afleiðing aðgerða RB við úrlausn málsins, en tengdist innbrotinu ekki beint. Í tilkynningu RB segir að þótt árásinni hafi ekki verið beint að RB sérstaklega taki þeir málið alvarlega og muni hafa það að leiðarljósi til að styrkja varnir fyrirtækisins. Innbrot í tölvukerfi RB  Úrlausn málsins hafði áhrif á starf- semi debetkorta Morgunblaðið/Styrmir Kári Tölvuárás Árásinni var ekki beint að fyrirtækinu sérstaklega. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þau sjónarmið eru uppi að málið sé ekki fullbúið. Það þarf að vinna það meira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismála- nefnd. Drög að frumvarpi Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar utanríkisráðherra um breytingar á lögum um utanríkisþjónustu hafa verið til um- ræðu. Meðal breytinga sem þar má finna eru nýjar reglur um skipan sendiherra auk reglna um að slíkar stöður verði auglýstar. Drögin birtust fyrst í samráðsgátt stjórnar- ráðsins snemma í marsmánuði. Málið hefur undanfarið verið til umræðu hjá utanríkismála- nefnd. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma eru mjög skiptar skoðanir um frum- varpið meðal nefndarmanna. Aðspurð segir Þorgerður að hún vilji sjá breytingar á því. „Þetta mál er ekki mjög pólitískt, en mér finnst ekki hægt að afgreiða það eins og það stendur núna. Það þarf meðal annars að útfæra skip- anir betur auk þess að skerpa á málum fag- sendiherra,“ segir Þorgerður. Málið til umfjöllunar í næstu viku Umræða í nefndinni er skammt á veg komin, en frumvarpið verður áfram til umfjöllunar hjá nefndinni í næstu viku. Nú þegar hafa gestir komið fyrir nefndina, m.a. starfsmenn í utan- ríkisráðuneytinu og var Gunnar Pálsson, fyrr- verandi sendiherra Íslands í Brussel, meðal þeirra sem komu á fund nefndarinnar. Hann hafði áður gert fjölda athugasemda í umsögn sinni um frumvarpið. Taldi hann frumvarpið fullt af mótsögnum, illa rökstutt og næst væri að draga það til baka. Að sögn Þorgerðar er gríðarlega mikilvægt að vinna frumvarpið vel. Þá verði að tryggja að utanríkisþjónustan sé í takt við tímann horft til næstu ára. „Það er ágætis vilji hjá ráðherra, en það þarf að vinna meira í þessu. Við viljum vera með skýra stefnu á þessu sviði. Það eru nýir tímar og við getum ekki haft utanríkis- þjónustuna eins og hún var þegar við hófum störf,“ segir Þorgerður og bætir við að gott væri að fá úttekt á störfum heimasendiherra. „Það þarf að útfæra skipanir betur. Það væri ágætt að fá úttekt á því hverju heimasendi- herrarnir skila. Slíkri úttekt er ekki beint gegn þeim sem einstaklingum heldur einungis verið að kanna hvort skipulagið sé í lagi. Stóra málið er að þetta virki sem skyldi,“ segir Þorgerður. Sendiherramálið sagt ófullbúið  Skiptar skoðanir á frumvarpi um breytingar á lögum um utanríkisþjónustu  Gera verður breyt- ingar á reglum er snúa að skipan sendiherra  Úttekt verði gerð á afköstum heimasendiherra Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðuneytið Frumvarp er snýr að málefnum sendiherra er til umræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.