Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: White frost/ svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Háskóli Íslands hefur sagt sig frá
samningi við samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið um starfsemi og
rekstur rannsóknaseturs um sveitar-
stjórnarmál og þéttbýlisseturs sem
höfðu aðsetur á Laugarvatni. Stofnað
var til þessa tilraunaverkefnis fyrir
einu og hálfu ári og tilgangurinn var
að skapa aukna þekkingu á sviði
sveitarstjórnarmála, með rannsókn-
um, námslínu og fleiru. Málinu voru
tryggðar fjárveitingar í gegnum
byggðaáætlun og Jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga, 12 milljónir króna í ár og
alls 36 milljónir 2018-2022.
Ráðuneytið vill uppgjör
Í bréfum milli aðila málsins kemur
fram að væntingar HÍ um verkefnið
hafi ekki gengið upp og reynsla af
staðsetningu setursins sé ekki góð.
Ráðuneytið hefur meðtekið þetta og
óskað eftir uppgjöri frá skólanum og
segir jafnframt í bréfi að miður sé að
„… hagnýting stafrænnar upplýs-
ingatækni hafi ekki nýst í því skyni
að dreifa störfum um landið“, eins og
komist er að orði.
„Mér finnst dapurlegt að Háskóli
Íslands sem æðsta menntastofnun
þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í
verkefni sem samið hefur verið um
og eru spennandi,“ segir Sigurður
Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra. „Það má ef
til vill segja að þessi starfsemi á
Laugarvatni hafi aldrei komist á
skrið, eins og það er mikilvægt að
gerðar séu rannsóknir á sviði
byggða- og sveitarstjórnarmála, sem
verða æ mikilvægari í allri stjórn-
sýslu og þjónustu við almenning. Við
hér í ráðuneytinu munum því leita
nýrra leiða til að halda þessari starf-
semi áfram, í samvinnu við sveitar-
félögin á Suðurlandi.“
Í samtali við Morgunblaðið segir
Helgi Kjartansson, oddviti Bláskóga-
byggðar, að sér þyki þessi málalok
miður. Íþróttakennaradeild mennta-
vísindasviðs HÍ, áður Íþróttakenn-
araskóli Íslands, var um langt skeið
með aðsetur á Laugarvatni en var
lokað snemma árs 2017. Stofnun
rannsóknaseturs í sveitarstjórnar-
málum kom í kjölfar þess og var að
nokkru leyti, að sögn Helga, hugsuð
sem mótvægisaðgerð. „Við töldum
þessari deild HÍ á sviði sveitar-
stjórnamála, sem var í húsinu þar
sem íþróttakennara- og áður hús-
mæðraskóli voru, vel fyrir komið á
Laugarvatni,“ segir oddvitinn.
Flókið í framkvæmd
og mygla í húsinu
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ,
ástæður þess að skólinn óskaði eftir
að styrkveiting við tilraunaverkefni
um rekstur og uppbyggingu rann-
sóknasetursins á
Laugarvatni yrði
felld niður aðal-
lega tvær. Í fyrsta
lagi hefði kom í
ljós, fljótlega eftir
að verkefnisstjóri
setursins hóf
störf, að viðhaldi
húsnæðis seturs-
ins á Laugarvatni
væri ábótavant.
Leki var í húsinu og grunur um
myglu. Af þeim sökum var húsnæð-
inu lokað um langt skeið til að við-
haldsframkvæmdir gætu hafist.
„Þrátt fyrir að viðgerð sé nú lokið
er óvíst hvernig hægt verði að nýta
húsnæðið í framtíðinni þar sem ein-
kenna myglu gætir ennþá í einhverj-
um mæli. Í öðru lagi hefur reynslan
af verkefninu sýnt að flókið sé og
óskilvirkt að starfsmaður í þróunar-
verkefni af þessu tagi sé einn á
starfsstöð, langt frá aðalskrifstof-
unni. Aftur á móti væri bæði kostn-
aðarsamt og tímafrekt að starfsmað-
ur setursins á Laugarvatni sækti
vinnu daglega eða oft í viku á skrif-
stofuna í Reykjavík. Því miður gekk
verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu
til og niðurstaða Háskólans því að
ekki hafi lengur verið forsendur til
þess að halda því áfram,“ segir Jón
Atli.
Háskólasetri á Laugarvatni lokað
Væntingar gengu ekki upp Átti að sinna sveitarstjórnar- og byggðamálum Úthaldsleysi HÍ er
dapurlegt, segir sveitarstjórnarráðherra Nýrra leiða leitað Langt frá aðalskrifstofu, segir rektor
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Laugarvatn er skólaþorp og menntasetur, en heimamenn eru
ósáttir við að Háskóli Íslands skuli hafa hætt allri starfsemi sinni þar.
Jón Atli
Benediktsson
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Helgi
Kjartansson
Skonnortan Ópal kom til heimahafnar á Húsavík í
fyrrakvöld eftir vikulanga siglingu frá Reykjavík. Í
ferðinni, sem var í samvinnu við samtökin Ocean Missi-
ons, var m.a. farið í land á Hornströndum og tínt upp
rusl. Heimir Harðarson skipstjóri segir þetta vera ann-
an leiðangurinn sem farinn er hálfhring kringum Ís-
land með troll til að rannsaka örplast í sjónum. Auk
þess eru fuglar taldir, auðkennismyndir teknar af hvöl-
um og ekki síst eru svo strendur á óbyggðum slóðum
hreinsaðar eins og kostur er.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ópal til heimahafnar eftir langa siglingu
„Auðvitað reikar hugurinn alltaf
þangað og það kemur inn í um-
ræðuna þegar leitað er skýringa á
orsök slyssins,“ segir Bragi Bjarna-
son, deildarstjóri frístunda- og
menningardeildar Árborgar. Vísar
hann í máli sínu til slysa sem orðið
hafa í Sundhöllinni á Selfossi síðustu
ár, en eins og áður hefur komið fram
lést eldri karlmaður í lauginni sl.
mánudag.
Á síðustu 16 árum hafa fjögur
banaslys orðið í umræddri laug.
Fyrst árið 2006 og nú síðast á mánu-
dag. Þá urðu tvö banaslys í millitíð-
inni, árið 2011 þegar ungur drengur
drukknaði og árið 2019 þegar karl-
maður lést eftir að hafa fengið
hjartaáfall í gufubaði laugarinnar.
Að sögn Braga er nú unnið að því
að skoða alla vinnuferla starfsmanna
sundlaugarinnar.
„Við erum að skoða alla þætti og
höfum verið að vinna að því með að-
ilum innanhúss frá því að þetta kom
upp. Við erum að skoða sérstaklega
af hverju það liðu sjö mínútur þar til
hann fannst í lauginni og hvort
vaktaskipti hafi haft áhrif. Það er
einn af mörgum þáttum sem verið er
að skoða,“ segir Bragi.
Spurður hvort framangreind slys
bendi til þess að sundlaugin á Sel-
fossi sé slysagildra kveður Bragi nei
við. „Maður vill aldrei sjá svona
hörmuleg slys á neinum stað, hvort
sem það er í sundlaug eða annars
staðar. Þegar einstaklingar finnast
fara ákveðnir ferlar í gang. Lögregl-
an vinnur nú að rannsókn málsins og
við erum í góðu samstarfi við þá,“
segir Bragi og bætir við að hugur
hans sé fyrst og fremst hjá aðstand-
endum hins látna.
„Þetta er auðvitað bara hörmulegt
slys og maður vill gera allt til að
koma í veg fyrir að svona gerist aft-
ur. Ég vil bara skila innilegustu sam-
úðarkveðjum til fjölskyldu hins
látna. Hugur okkar er þar,“ segir
Bragi.
Fjögur banaslys á 16 árum
Allir vinnuferlar starfsmanna Sundhallar Selfoss skoðaðir