Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 6
Efling krefst sjálf-
stæðs samnings
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Efling stéttarfélag leggur áherslu á
að gerður verði sjálfstæður kjara-
samingur við félagsfólk sem vinnur
hjá skólum innan Samtaka sjálf-
stæðra skóla. Áður hefur gerið geng-
ið frá samningum með því að vísa til
efnis kjarasamninga Eflingar við
viðkomandi sveitarfélög.
Fyrsti fundur samninganefndar
Eflingar og Samtaka sjálfstæðra
skóla (SSSK) var í fyrradag, eftir að
deilunni var vísað til ríkissáttasemj-
ara. Nýr fundur verður boðaður inn-
an tveggja vikna. Sara Dögg Svan-
hildardóttir, formaður SSSK, segir
að samtökin séu að fara yfir málin og
jafnframt að afla fulls umboðs frá
aðildarfyrirtækjum. „Við furðum
okkur á töfum sem hafa orðið á því
að ganga frá þessum málum,“ segir
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar.
Skýra réttarstöðu starfsfólks
„Staða þessa hóps hefur verið of
óljós. Við viljum einfaldlega skýra
hana með því að gerður verði eig-
inlegur kjarasamningur. Það hlýtur
að teljast algert lágmark varðandi
réttindi launafólks og almennt hafa
atvinnurekendur taldið það hags-
muni sína að gengið sé á skýran hátt
frá kjarasamningum,“ segir Viðar
um ástæðu þess að Efling krefst
breytinga á formi, það er að gera
sjálfstæða kjarasamninga í stað þess
að vísa til efnis kjarasaminga félags-
ins við viðkomandi sveitarfélög.
Sara Dögg segir að þótt fram-
kvæmd samninga með núverandi
fyrirkomulagi hafi gengið vel og ver-
ið farsæl geri samtökin ekki athuga-
semdir við að gerðir verði sérstakir
samningar.
20 skólar
Efling hefur krafist kjarasamn-
ings sem grundvallast á samningum
félagsins við Reykjavíkurborg fyrir
félagsmenn sem vinna í leik- og
grunnskólum. Sara Dögg bendir á að
Efling hafi einnig gert samninga við
Kópavogsbæ og þeir séu ekki sam-
hljóða. Hún segir að aðalmálið fyrir
sjálfstæða skóla sé að kjarasamning-
ar rúmist innan rekstrarsamninga
þeirra við sveitarfélögin. Það geti
rekist á ef gerður er einn samningur
sem taki eingöngu mið af samning-
um við Reykjavíkurborg.
Efling semur um kjör starfs-
manna í um 20 leik- og grunnskólum
innan Samtaka sjálfstæðra skóla og
eru þeir allir í Reykjavík og Kópa-
vogi. Viðar bendir á að flestir skól-
arnir séu í Reykjavík og að Efling
hafi ekki samninga við Kópavogsbæ
um leikskóla.
„Þetta er að okkar mati útfærslu-
atriði og ég skil ekki að það sé
ágreiningur um að kjör þessa hóps
eigi að taka mið af þeim,“ segir Viðar
og bætir við: „Þetta er bara spurning
um að leysa málin og ganga frá þeim,
það ætti ekki að vera flókið.“
Fyrsti sáttafundur í deilu Eflingar og sjálfstæðra skóla
Sara Dögg
Svanhildardóttir
Viðar
Þorsteinsson
Morgunblaðið/Hari
Skólabörn Efling semur um kjör starfsmanna í um 20 leik- og grunnskólum
innan Samtaka sjálfstæðra skóla, sem eru allir í Reykjavík og Kópavogi.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur gefist vel og felur í sér
spennandi möguleika,“ segir Arnar
Þór Guðjónsson, yfirlæknir á göngu-
deild skurðlækninga á Landspít-
alanum, en síðustu mánuði hefur
verið í gangi tilraunaverkefnið
Rauntímastaðsetning á B3.
Það gengur út á að staðsetja í
rauntíma hvar sjúklinga og tæki á
deildinni er að finna með það að
markmiði að spara tíma og bæta
þjónustu. Sjúklingar sem koma í
innskrift á deildina fá armband með
strikamerki og auðkenni sem sendir
frá sér staðsetningarmerki. Hægt er
að sjá á skjá hvar hver og einn sjúk-
lingur er staddur hverju sinni.
Hægt að merkja starfsfólk
„Um 30% af þeim sem koma í
skurðaðgerðir fara í undirbúning
sem getur falið í sér blóðprufur,
röntgenmyndir og að hitta lækna og
hjúkrunarfræðinga. Þeir þurfa að
fara á nokkra staði og ferlið tekur
alltaf einhverjar klukkustundir. Með
þessum hætti sjáum við hvar þeir
eru staddir og þetta styttir heildar-
tímann sem það tekur sjúklinginn að
fara í gegnum þetta ferli. Við notum
þetta líka á færanlegan lækninga-
búnað og erum nú fljótari að sjá
hvar hann er að finna. Það fækkar
skrefum,“ segir Arnar.
Hann segir að upplýst samþykki
sjúklinga þurfi að liggja fyrir til að
taka þátt í þessari tilraun. Allir hafi
blessunarlega verið til í það enn sem
komið er. „Þetta gæti nýst á fleiri
stöðum á spítalanum og það væri
líka hægt að merkja starfsfólk. Við
höfum ekki farið út í það enn þá
enda þarf að huga að persónuvernd-
armálum,“ segir yfirlæknirinn.
Arnar segir búnaðinn ekki dýran.
Hvert tæki kosti 2-3 þúsund krónur.
Tilraunaverkefni þetta heldur áfram
og lagt er upp með að þróa og nýta
upplýsingarnar sem úr því koma enn
frekar. Stefnt er að því að staðsetn-
ingarlausnir verði nýttar í auknum
mæli á nýjum spítala.
„Það hefur alltaf verið erfitt að
reikna út nýtingarhlutfall á spít-
alanum en nú er hægt að mæla í
rauntíma hver notkunin er. Það gef-
ur okkur betri yfirsýn.“
Geta nú fylgst
með hverju
skrefi sjúklinga
Tilraunaverkefni á Landspítala
Sjúklingar fá staðsetningartæki
Staðsetningartæki Hægt er að
kortleggja ferðir sjúklinga á B3.
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 22.400,-
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Íssala hefur gengið vonum framar það sem
af er ári. Þetta segir Pálmi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Emmessíss, í samtali við
Morgunblaðið. Fram til þessa nemur aukn-
ing í sölu á boxís um 43% milli ára.
Að sögn Pálma munar þar mikið um vit-
undarvakningu Íslendinga um mikilvægi
umhverfisvænna umbúða.
„Emmessís hætti að mestu sölu á boxís í
plasti í desember sl. og hóf sölu á boxís í
pappaumbúðum. Frá og með 1. júní ætti
allur boxís Emmessíss að vera kominn yfir
í pappaumbúðir. Við finnum að það hefur
haft sitt að segja,“ segir Pálmi og bætir
við að fyrirtækið hafi undanfarin misseri
víkkað út vöruúrvalið. Það hafi jafnframt
hjálpað til við að auka söluna. „Við tókum
við sölu á öllum ís frá Unilever á Íslandi.
Þar má nefna merki eins og Ben&Jerry’s,
Magnum og Twister. Sömuleiðis hófum við
í ársbyrjun framleiðslu á ísmolum undir
nafni Ísmannsins. Það er óhætt að segja að
Íslendingar velji íslenskt og það verður
ekki miklu íslenskara en íslenskir ísmolar
úr fersku íslensku gæðavatni,“ segir
Pálmi.
60 ára afmæli á árinu
Spurður hvort faraldur kórónuveiru hafi
sett mark sitt á reksturinn kveður Pálmi
já við. Það hafi komið einna helst fram í
breyttri neysluhegðun.
„Veiran og veðurfar hafði áhrif á íssölu
á fyrsta ársfjórðungi og við sáum breytta
kauphegðun viðskiptavina. Smásala jókst
en samdráttur varð á almenningsstöðum
sem voru lokaðir. Þá voru færri á ferð um
landið,“ segir Pálmi ennfremur.
Síðar á árinu er 60 ára afmæli Emmess-
íss. Af því tilefni mun fyrirtækið bjóða upp
á nýjungar á árinu.
„Af þessu tilefni höfum við ákveðið að
leyfa Íslendingum að smakka uppáhalds-
ísinn sinn; Hnetutopp, sem boxís. Hann
verður kominn í flestar verslanir í næstu
viku,“ segir Pálmi sem kveðst bjartsýnn á
framhaldið.
„Miðað við það hvernig sumarið byrjar
og hversu áhugasamir Íslendingar virðast
vera fyrir sumarfríi innanlands erum við
bjartsýn. Við getum ekki beðið eftir því að
taka á móti sumrinu með sól í hjarta ásamt
því að veita öllum alvörunautnaseggjum
gleðistund með Emmessís,“ segir Pálmi.
Bjartsýni ríkir um mikla sölu á ís í sumar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumar Fátt er betra en að fá sér ís á heitum
sumardegi, sem vonandi verða margir í ár.