Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 10
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á áfengi jókst um 3% í Vínbúð- unum á síðasta ári í lítrum talið. Þetta kemur fram í nýbirtri árs- skýrslu ÁTVR. Vínbúðir eru nú 51 talsins um allt land. Það þýðir að 5.366 einstaklingar 20 ára og eldri eru um hverja Vínbúð. Í skýrslunni er rakið hvaða tegundir og vörur njóta mestra vinsælda meðal ís- lenskra neytenda og er margt for- vitnilegt þar að finna. Sífellt meira drukkið af innfluttum bjór Athygli vekur að sífellt meira selst nú af innfluttum bjór hér á kostnað þess íslenska. Í fyrra voru 65% af þeim bjór sem seldist í rík- inu innlend á móti 35% innfluttum. Hlutfall innflutta bjórsins hefur aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug, en árið 2010 var hlutfallið 75% innlendur á móti 25% inn- fluttum bjór. Þetta er sérstaklega áhugavert í því ljósi að á sama tíma hafa fjölmörg íslensk handverks- brugghús sprottið upp og mikið hef- ur verið látið með gæði og fjöl- breytni innlendrar framleiðslu. Ljóst virðist að það vegur lítið upp á móti vinsældum innflutts lager- bjórs. Ótrúlegar vinsældir Víking Bjór er alls 48% af sölunni í Vín- búðunum en það er nærri þrefalt meira en selst af næststærstu vöru- tegundinni, rauðvíni. Mest selst af lagerbjór og ein tegund sker sig úr í vinsældum. Það er Víking gylltur en nærri lætur að tvöfalt meira selj- ist af honum en næstvinsælustu tegundinni, Faxe Premium. Raunar selst álíka mikið af Faxe, Víking lager, Tuborg og Bola. Skammt á eftir koma Egils Gull, Gull lite, Tu- borg Classic og nokkru neðar eru Faxe Royal og Thule. Vinsælasti bjórinn í flokki öls og annarra bjórtegunda er Víking lite lime. Aðrar tegundir sem njóta vin- sælda eru Einstök White Ale, Guinness, Úlfrún, Einstök Arctic Pale Ale, Úlfur, Kronenbourg Blanc og Albani Mosaic IPA. Ítalskt, já takk Léttvín frá Ítalíu njóta mestrar hylli íslenskra neytenda. Spænsk rauðvín komast ekki í hálfkvisti við þau ítölsku og ítölsk hvítvín eru nær þrefalt vinsælli en vín frá Síle. Vinsældir ítalskra vína hafa farið stigvaxandi síðustu ár. Árið 2015 var 31% heildarsölu rauðvíns frá Ítalíu en í fyrra var sú tala komin upp í tæp 38%. Sömu sögu er að segja af hvítvíni. Árið 2015 voru 16% af hvítvíni frá Ítalíu en árið 2019 var hlutfallið komið upp í 26%. Ódýr vín njóta vinsælda Helmingur alls léttvíns hér er seldur í beljum og fernum og raun- ar er vinsælasta hvítvínið í smærri umbúðum hið spænska Don Simon sem kostar 1.779 krónur lítrinn. Af rauðvíni ber hið ítalska Tommasi Appassionato Graticcio af í sölu. Alls seldist 168.671 lítri af því hér á landi á síðasta ári. Ljóst virðist að Íslendingar kjósa helst ódýr léttvín. Flest mest seldu hvítvínin kosta á bilinu 1.500-2.000 krónur og það dýrasta tæpar 2.500 krónur. Svipað er upp á teningnum með rauðvín en þau dýrustu á topp- tíu-listanum kosta 2.800 krónur. Sala á neftóbaki eykst enn Þegar litið er til tóbakssölu ÁTVR má sjá að sala á sígarettum minnkaði um 1,5% á síðasta ári. Alls seldust sem nemur 30 sígarettu- pökkum á hvern landsmann eldri en 15 ára, einum færri en árið á undan. Sala á vindlum og reyktóbaki dróst sömuleiðis saman. Sala neftóbaks jókst hins vegar um 2% á árinu, fór úr 44,6 tonnum árið 2018 í 46,1 tonn í fyrra. Kjósa ódýr léttvín og Víking í dós  Ársskýrsla ÁTVR sýnir neyslu- mynstur áfengis á Íslandi  Aukin sala á innfluttum bjór  Ítölsk vín vinsælust Sala áfengis í Vínbúðunum 2019 Heildarsala áfengis, milljónir lítra 2012-2019 Mest selst af lagerbjór Sífellt meira selst af innfl uttum bjór Íslendingar elska ítölsk vín 24 22 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Heimild: Vínbúðin 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 7,5 lítrar af hreinu alkóhóli var heildarsala á hvern lands- mann á síðasta ári, þar af voru seldir 5,6 lítrar í Vínbúðunum. 14,2 milljarðar króna skiluðu sér til ríkissjóðs í formi áfengisgjalds Söluhæsta Vínbúð landsins er eins og síðustu ár við Dalveg í Kópavogi. Þar komu rúmlega 3 milljarðar króna í kassann á síðasta ári. Minnst seldist aftur á móti í Vínbúðinni á Djúpavogi. Þar var innkoman rífl ega 24 milljónir króna. Íslendingar kaupa léttvín í magninnkaupum 50% af se ldu ra uðvín i og hv ítvíni í Vínbú ðunu m eru í belju m og fernu m 18,5 18,7 19,2 19,6 20,9 21,9 22,0 22,7 Bjór 17.695.000 lítrar Létt vín 3.779.000 lítrar Sterk vín 1.190.000 lítrar Ítalía Þýskaland Spánn Síle Bandaríkin Frakkland Argentína Suður-Afríka Ástralía Önnur lönd 3.000.000.000 kr 24.000.000 kr A lls 22 .6 64 .0 0 0 lít ar á ri ð 2 0 19 78% 17% 5% Bjór Létt vín Sterk vín Samtals 40% 30% 20% 10% 25% 35% '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Rauðvín Hvítvín 26% 11% 16% 18% 38% Á T V R 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is MINNA HÁRLOS GLANSANDI FELDUR Útsölustaðir: Dýralæknastofa Reykjavíkur Dýralæknaþjónusta Suðurlands Dýraspítalinn Víðidal Verslanir Dýrabæjar Náttúruleg bætiefni fyrir hunda Ekkert nýtt smit kórónuveirunnar greindist hér á landi á sólar- hringnum frá 3. til 4. júní en hins vegar hefur einstaklingum í sóttkví fjölgað um rúmlega eitt hundrað. Þetta kemur fram á vefsíðunni covid.is. Alls voru 277 sýni tekin hjá Ís- lenskri erfðagreiningu og 48 á sýkla- og veirufræðideild Land- spítalans. Þeim sem eru í sóttkví fjölgaði um 101 á milli daga og eru þeir nú 986 talsins. Tveir eru í einangrun og 1.794 hafa náð bata. Samtals hafa nú 21.064 einstakl- ingar lokið sóttkví. Tekin hafa ver- ið 61.680 sýni samkvæmt upplýs- ingum á vefsíðunni. Einstaklingum í sóttkví fjölgar um 101

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.