Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Full búð af nýjum og fallegum vörum 90 kr. jólar 6.9 K Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður skriður er nú kominn á fram- kvæmdir við breikkun og endurbæt- ur á Suðurlandsvegi undir Ingólfs- fjalli. Undir er 7,1 kílómetra bútur á hringveginum; milli Gljúfurholtsár í Ölfusi og Biskupstungnabrautar vestan við Selfoss. Um 40 manns sinna verkinu sem ÍAV hf. hefur með höndum. Vörubílar og búkollur „Þetta er stórt verkefni og spenn- andi,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson sem er yfirverkstjóri ÍAV í þessari framkvæmd. Miklir efnisflutningar eiga sér nú stað í tengslum við vega- gerð og til þess eru notaðir alls átta vörubílar og fimm búkollur – auk þess sem í vélaflotanum eru sjö gröf- ur, tvær ýtur og jafnmargir valtarar. Næst Biskupstungabraut er verið að leggja farg á mýri í stæði nýs vegar. Við Kögunarhól nokkru vestar og sunnar til hliðar við hringveginn er verið að útbúa annan veg, svonefnd- an Ölfusveg, sem verður tenging heim á sveitabæi. Alls verða efnisflutningar í þess- ari vegagerð um 360 þúsund rúm- metrar; möl og grjót sem sótt er í námur í grenndinni. Flutningur nú er allt að 4.000 rúmmetrar á dag, enda er ekkert gefið eftir. Tækja- og vélafólk í gengi ÍAV í Ölfusinu er að stærstum hluta Íslendingar, en und- anfarin ár hefur erlent vinnuafl ver- ið ráðandi í framkvæmdum sem þessum. Nú er það fólk fremur í al- mennum verkamannastörfum og á skóflunni. Skref fyrir skref „Á þessu ári ætlum við að móta veglínuna að stærstum hluta. Kafl- inn vestast, nærri Gljúfurholtsá, sem við lukum í fyrra, kemur þó ekki strax. Á næsta ári förum við svo af krafti í byggingu fimm steyptra brúa og undirganga sem þessari vegagerð fylgja og svo koma líka tvenn reið- göng,“ segir Ágúst Jakob. „Einnig þarf að útbúa tengivegi, heimreiðar og hefjast handa um gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut. Þá þarf að setja niður jafnhliða veginum lagnir fyrir vatn, rafmagn og fjarskipti – og af því máttu ráða að verkið er mjög umfangsmikið og í mörg horn að líta. En þetta tökum við skref fyrir skref. Hver verkþáttur er vel undirbúinn og framvindan frá einni viku til ann- arrar.“ Samanlagður kostnaður við þessa vegagerð er 5,1 milljarður króna skv. tilboði ÍAV. Framkvæmdum á að ljúka í september 2023. Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Vegurinn undir Ingólfsfjalli verður tvær akreinar og nú er verið að móta brautina sem bætist við. Framkvæmdir á fullt  Suðurlandsvegur breikkaður í Ölfusi  Flytja 4.000 tonn af efni á dag  Byggja fimm brýr  Kostnaður 5,1 ma. kr. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegagerð Ágúst Jakob Ólafsson er yfirverkstjóri hjá ÍAV í Ölfusi. „Hrókurinn er að svífa inn í sólar- lagið. Við erum að þakka fyrir okkur eftir þessi 22 ár, en við erum ekki hættir og við taka önnur og jafnvel enn meira spennandi verkefni,“ sagði Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. Þó segist hann enn munu beita sér fyrir skáklífi á Grænlandi og munu Kalak, vinafélag Íslands og Græn- lands, og Grænlandsvinir enn hafa Pakkhúsið til umráða fyrir fjöl- breytta þjónustu í þágu málstað- arins. Hættuleg snilldarhugmynd Á Grandrokk við Klapparstíg árið 1998 fæddist hugmyndin að skák- félaginu Hróknum, þegar Dan Hans- son og Hrafn Jökulsson sátu að tafli. „Grandrokk við Klapparstíg var andríkasta öldurhús þessara tíma. Þangað kom fólk úr öllum áttum, flestir höfðu sögu að segja, þarna voru skákmenn og þarna voru lista- menn, blaðamenn, bifvélavirkjar, ráðherrar og rónar. Þarna blómstr- aði skákin og tónlistin. Þetta var skemmtilegasti staður landsins í nokkur ár og þarna kviknaði hug- mynd Dans Hansssonar, þegar hann leit yfir hópinn sem sat að tafli og kom með þessa hættulegu snilldar- hugmynd um að við myndum stofna skákfélag við strákarnir, sem ýmsir litu hornauga,“ sagði Hrafn. Úr varð þátttaka Hróksins í Ís- landsmóti skákfélaga næstu ár og hreppti félagið Íslandsmeistaratit- ilinn árið 2002, og varði titilinn næstu tvö árin. „Eins og Dan sagði, í sínum kank- vísa tóni, bara til þess að sjá svipinn á þeim. Dan átti hugmyndina en hans naut ekki við nema í tæpt ár. Við Róbert Lagerman strengdum þess heit og tókumst í hendur upp á það að við skyldum láta draum vinar okkar rætast og það gerðum við með því að vinna strax þann vetur,“ sagði Hrafn. Haustið 1998 mættu Hróksliðar galvaskir til leiks á Íslandsmóti skákfélaga og unnu 4. deild, 3. deild, 2. deild, 1. deild og urðu loks Ís- landsmeistarar árið 2002. Hrókurinn var þó einungis keppn- isfélag fyrstu þrjú árin. Eftir keppn- isárin tóku við heimsóknir til grunn- skóla landsins, hjúkrunarheimila, geðdeilda og sjúkrahúsa og vikuleg- ar heimsóknir á Barnaspítala Hringsins festust í sessi hjá félaginu. Með gleðina að leiðarljósi „Við vorum ekki keppnisfélag nema fyrstu þrjú árin og fórum síð- an að vinna í anda kjörorða skák- hreyfingarinnar; við erum ein fjöl- skylda. Með gleðina að leiðarljósi fórum við að gera ótrúlega hluti,“ sagði Hrafn. Hróksliðar ferðuðust hringinn um landið og dreifðu 25 þúsund eintök- um af bókinni Skák og mát eftir Anatoly Karpov í þýðingu Helga Ólafssonar, til átta ára barna víða um landið. Hrafn hefur ákveðið að kveðja skákheiminn á Íslandi og einbeita sér að því að hreinsa Kolgrafarvík, þar sem plastmagn kæfir lífríkið að sögn hans. „Ég er að fara að hreinsa Kolgraf- arvík af öllu plasti og það er margra ára verk,“ sagði Hrafn. „Önnur verk- efni taka nú við“  Hrókurinn kveður eftir 22 ára sögu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Teflt Hrókurinn hefur staðið að fjölda skákmóta um land allt. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Meistaradeildar í hesta- íþróttum hefur ákveðið að halda lokamót deildarinnar laugardaginn 20. júní. Verður það á Selfossi sem liður í Íslandsmóti barna og ung- linga sem hestamannafélagið Sleipn- ir heldur þessa helgi. Jakob Svavar Sigurðsson er langhæstur knapa en þó ekki öruggur með að halda meist- aratigninni frá síðasta vetri. „Það er gaman að koma inn í dag- skrá Íslandsmóts barna og unglinga. Með því náum við að tengja okkar fremstu knapa við ungmennin sem eru á uppleið í íþróttinni,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, formað- ur stjórnar meistaradeildarinnar. Það þýðir að keppnin verður háð úti, ekki í reiðhöll eins og flest mót meistaradeildarinnar til þessa. Jakob Svavar efstur Tvær greinar eru á lokamótinu, flugskeið og tölt. Jakob Svavar Sig- urðsson, meistarinn frá síðasta ári, er langstigahæstur fyrir lokamótið. Hann er með 38 stig en Viðar Ing- ólfsson er með 23 stig. Munar 15 stigum á þeim. Jakob er því sigur- stranglegur. Vitað er að Viðar mætir með góða hesta í báðar greinar og á raunhæfa möguleika á að safna mörgum stigum. 24 stig eru í boði og ef Viðar nær að sigra í báðum grein- um þarf Jakob að ná góðum úrslitum í annarri greininni eða þokkalegum úr báðum. Raunar eiga Elin Holst, Davíð Jónsson og Konráð Valur Sveinsson, sem öll eru með 20 stig, einnig tæknilega möguleika á sigri í mótaröðinni. Hjarðatún er með yfirburði í liða- keppninni, með 299 stig og nærri 50 stigum meira en næsta lið. Fátt ógn- ar stöðu liðsins. Keppni í flugskeiði hefst klukkan sjö á laugardagskvöldið og verður verðlaunaafhending að töltkeppn- inni lokinni. Lokamótið verður haldið utanhúss Ljósmynd/Louisa Hackl Meistari Jakob Svavar Sigurðsson telst sigurstranglegastur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.