Morgunblaðið - 05.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 05.06.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hef- ur verið gert, með úrskurði atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, að má úr skrá sínum tilkynningu um hækkun hlutafjár og breytingu á fé- lagaformi ásamt samþykktum hluta- félagsins Stemmu hf. sem sendar voru inn til stofnunarinnar hinn 9. september 2013. Þá er Fyrirtækjaskrá einnig gert að afmá úr skjölum sínum tilkynn- ingar um breytingar á stjórn, fram- kvæmdastjórn og prókúru félagsins sem lagðar voru inn hinn 5. ágúst 2016. Úrskurðurinn er ein af mörgum vendingum í harkalegum og áralöng- um átökum milli athafnamannanna Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway, og Sigmars Vil- hjálmssonar. Þeir voru viðskipta- félagar og komu m.a. að uppbygg- ingu LAVA – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðvar Íslands á Hvolsvelli sem Stemma hf. heldur á 27% hlut í. Hækkun viðurkennd og þó ekki Hinn 7. apríl 2014 var Stemma ehf. stofnuð og var innborgað hlutafé kr. 500.000. Hinn 30. apríl sama ár var ákveðið að auka hlutaféð um 7,5 millj- ónir króna og eftir þá hækkun var fé- lagið að 2⁄3 hlutum í eigu einkahluta- félagsins Sjarms og Garms, sem er í eigu Sigmars Vilhjálmssonar, og 1⁄3 hluta í eigu Leitis eignarhaldsfélags sem er í eigu Skúla Gunnars. Úrskurðar atvinnuvegaráðuneytið svo að þessi hlutafjárhækkun skuli standa þótt þar segi um innborgun hlutafjárins að „framangreind með- ferð á fjármunum félagsins er tæpast í samræmi við ákvæði laga um bók- hald, nr. 145/1994 og ákvæði 8. gr. þá- gildandi laga um endurskoðendur, nr. 79/2008 …“ og vísar þar í úr- skurðinum til þess að greiðslan fyrir hlutafjáraukninguna hafi farið fram með því að Stjarnan ehf., sem er í eigu Skúla Gunnars, hafi greitt ýms- an kostnað fyrir Stemmu hf., m.a. laun framkvæmdastjóra og launa- tengd gjöld ásamt reikningum frá BASALT arkitektum, sem þá unnu að verkefni félagsins á Hvolsvelli. Hinn 5. ágúst var aftur boðað til hluthafafundar í Stemmu ehf. og til- laga lögð fram um að breyta rekstr- arformi félagsins í hlutafélag. Auk þess var samþykkt að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði 7,5 milljónir og að það yrði selt á genginu 6,67 og því var söluverð nýrra hluta 50 milljónir króna. Samkvæmt fundargerð hlut- hafafundarins var hækkunin bundin því skilyrði að greitt yrði fyrir hina nýju hluti með reiðufé. Þriðjungurinn greiddur strax Tilkynning um þessar vendingar hjá félaginu barst Fyrirtækjaskrá frá KPMG 3. september 2014 og stað- festing á að þriðjungur hlutafjár- hækkunarinnar hafi þá þegar verið greiddur til félagsins með reiðufé. Hinn hlutinn átti að greiðast eigi síð- ar en 12 mánuðum frá fundinum. Greiðslan fyrir meirihluta hinna nýju hluta í félaginu barst hins vegar ekki fyrr en í desember 2015 eða tals- vert löngu eftir gefinn frest. Sá frest- ur var auk þess bundinn í lög um einkahlutafélög, sem giltu um þessa ráðstöfun þar sem félagið var enn ehf. en ekki hf. á þeim tíma er ákvörð- unin um hlutafjáraukninguna var tekin. Bendir ráðuneytið af þessum sökum á að rangt hafi verið af Fyr- irtækjaskrá að skrá hlutafjárhækk- unina enda hafi framkvæmd hennar brotið í bága við lög. Hæpin þjónusta endurskoðanda Í úrskurðinum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er hörðum orð- um farið um framgöngu endurskoð- anda Stemmu hf., H. Ágústar Jó- hannessonar hjá KPMG. Hann hefur lengi farið með endurskoðun Leitis eignarhaldsfélags. Segir þar m.a. að H. Ágúst hafi staðfest með undirritun sinni og lagt fram hjá hlutafélagaskrá að hlutafé hafi verið greitt í samræmi við lög í apríl 2014 „þegar ljóst var að svo var ekki“. Nærri því á byrjunarreit Á grundvelli úrskurðar atvinnu- vegaráðuneytisins brást Fyrirtækja- skrá við og máði úr skrám sínum til- kynningar sem borist höfðu frá endurskoðanda Stemmu ehf. á árinu 2014 og öðrum frá árinu 2016. Af þeim sökum stendur nú, skv. vottorði frá stofnuninni, að hlutafé félagsins sé nú níu milljónir króna. Stemmdi ekki hjá Stemmu Morgunblaðið/Sigurður Bogi LAVA Samstarf Skúla Gunnars og Sigmars Vilhjálmssonar hljóp í kekki.  Hlutafé Stemmu hf. fært niður  Atvinnuvegaráðuneytið snuprar Fyrirtækja- skrá og snýr við ákvörðun  Ráðuneytið segir endurskoðanda hafa brotið lög irnar jukust í fyrra. Um 136 millj- arðar eru tilkomnir vegna fjármuna- tekna, eða fjárfestinga, og um 37 milljarðar vegna iðgjalda. Ársfundurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur kynnti jafnframt af- komuna fyrstu fjóra mánuði ársins. Áætluð nafnávöxtun var þá 3,5% og jókst hrein eign til greiðslu lífeyris úr 868 milljörðum í 904 milljarða. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins í fyrra skiptust þannig að 18% fóru til greiðslu örorkulífeyris, 6% í maka- og barnalífeyri, 4% í séreignarsparn- að og 72% í ellilífeyrisgreiðslur. Fjárfestingartekjur skiptust þannig að innlendar eignir skiluðu 28,2 milljörðum, erlendar eignir 81,6 milljörðum, innlend skuldabréf 26,5 milljörðum og bankainnstæður 354 milljónum. Til samanburðar voru fjárfestingartekjurnar 30 ma. 2019. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hrein eign Lífeyrissjóðs verslunar- manna jókst um 155 milljarða í fyrra og var um 868 milljarðar í árslok. Fram kom í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, á ársfundi sl. þriðjudag að þetta væri metafkoma hjá sjóðnum. Raunávöxtun var þá 15,6%. Hér til hliðar má sjá hvernig eign- Eignirnar 904 milljarðar  Nafnávöxtun LV var 3,5% fyrstu fjóra mánuði ársins  Hrein eign sjóðsins jókst um 155 milljarða króna í fyrra Hrein eign Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 950 900 850 800 750 700 650 600 550 He im ild : l iv e. is Milljarðar króna 136,2 36,8 712,7 1. 1. 2 0 19 Fjármuna- tekjur Iðgjöld Lífeyrir Rekstrar- kostnaður 31 .1 2. 2 0 19 30 .4 . 2 0 20 867,7 904,0 -17,0 -1,1 Breyting á hreinni eign 2019 5. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 134.7 Sterlingspund 169.63 Kanadadalur 99.6 Dönsk króna 20.256 Norsk króna 14.174 Sænsk króna 14.468 Svissn. franki 139.9 Japanskt jen 1.2388 SDR 185.46 Evra 151.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6516 Hrávöruverð Gull 1717.6 ($/únsa) Ál 1499.5 ($/tonn) LME Hráolía 39.75 ($/fatið) Brent ● Bandaríski fjár- festingasjóðurinn PAR Capital Ma- nagement heldur áfram að selja hluti sína í Ice- landair, en sjóð- urinn hefur nú selt tæplega 2% hlut í félaginu. Á félagið, sem áður var stærsti hluthafi félags- ins, nú 11,75% og heldur þar með á minni hlut en Lífeyrissjóður verslunar- manna sem er orðinn stærsti hlut- hafinn. PAR Capital Management kom inn í hluthafahóp Icelandair í fyrra við end- urfjármögnun félagsins. Var hlutur fé- lagsins þegar mest var 13,7%. Í lok apríl var fyrst greint frá því að PAR hefði selt 0,2% hlut í Icelandair. Ljóst er að félagið hefur haldið sölunni áfram síðan þá. Þriðji stærsti hluthafi Icelandair Group á eftir PAR Capital og LIVE er Lífeyrisstjóður starfsmanna ríkisins með 8,25% hlut. Þá er Gildi lífeyrissjóður með 7,24% og Birta líf- eyrissjóður með 7,07%. PAR Capital selur fleiri hluti í Icelandair Group STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.