Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
✝ HöskuldurJónsson fædd-
ist á Mýri í Súða-
víkurhreppi 9.
ágúst 1937. Hann
lést á Kanaríeyjum
19. mars 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
dóra María Krist-
jánsdóttir, f. 1892,
d. 1944 og Jón
Guðjón Kristján
Jónsson, f. 1892, d. 1943, bóndi
á Mýri í Álftafirði. Systkini
Höskuldar: Hallfríður Kristín, f.
1920, d. 1985, Bjarney Guðrún,
f. 1921, d. 2012, Pálína, f. 1925,
d. 2011, Kristín Guðrún, f. 1928,
d. 2016, Halldóra Margrét, f.
1930, d. 1965, Hermann, f. 1931,
d. 1932 og Kristinn Jón, f. 1934,
Bjarki Freyr, f. 17.3. 1995. 3)
Jón Grétar, f. 15.1. 1976. Hösk-
uldur ólst upp hjá móðursystur
sinni Evfemíu Hildi Kristjáns-
dóttur og fóstra, Þórði Þor-
steinssyni, á Grettisgötu 35 í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1957 og varð
viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands 1963. Stundaði fram-
haldsnám í þjóðfélagsfræði við
Háskólann í Haag í Hollandi.
Hann hóf störf í fjármálaráðu-
neytinu 1965 og var ráðuneyt-
isstjóri þess í 11 ár. Hann var
skipaður forstjóri ÁTVR 1986
og gegndi því starfi til 2005.
Hann sinnti einnig fjölmörgum
trúnaðarstörfum um dagana.
Hann var forseti Ferðafélags
Íslands 1985-1994 og var áfram
mjög virkur í starfi félagsins.
Kveðjuathöfn um hann verður í
Grafarvogskirkju í dag, 5. júní
2020, kl. 13. Vegna takmark-
ana um fjölda samkomugesta
verður hún bundin við boðs-
gesti.
d. 2003. Höskuldur
kvæntist 1964 Guð-
laugu Svein-
bjarnardóttur
sjúkraþjálfara, f.
1.1. 1941. Börn
þeirra: 1) Þórður, f.
25.5. 1966, maki
Erla Magnúsdóttir.
Hún á af fyrra
hjónabandi Hjalta
Þórðarson, f. 18.7.
1989 og Bjarka
Þórðarson, f. 4.2. 1994. Fyrrver-
andi sambýliskona Þórðar er
Guðlaug Gísladóttir. Hún átti
fyrir Hafliða Þór Pétursson, f.
11.11. 1991. Dóttir þeirra Þórð-
ar: Guðný Þóra, f. 29.7. 1997. 2)
Sveinbjörn, f. 23.11. 1968, maki
Kolbrún Ottósdóttir. Synir
þeirra: Atli Þór, f. 23.2. 1993 og
Höskuldur móðurbróðir minn
var gamansamur, glaður í góðra
vina hópi og á stundum stríðinn.
Hann kunni ótal sögur og sagnir
af fólki og fyrirbærum. Stundum
velti ég því fyrir mér hvenær
hann nálgaðist þann fróðleik, því
að alla jafna urðu vinnudagar
hans langir.
Ein af fyrstu minningum mín-
um sem ég get tímasett tengist
því augnabliki þegar ég hitti
Höskuld í fyrsta sinn. Það var
haustið 1955 við kvöldverðarborð
á Grettisgötunni, þar sem við for-
eldrar mínir vorum gestkomandi.
Á Grettisgötunni átti Hösk-
uldur heimili stóran hluta ævinn-
ar, kom þangað í fóstur átta ára
gamall til Evfemíu móðursystur
sinnar og Þórðar sambýlismanns
hennar.
Um áramótin 1943-1944 hafði
Halldóra, móðir Höskulds,
neyðst til að leysa upp heimilið
að Mýri í Álftafirði. Maður henn-
ar, Jón, hafði látist nokkrum
mánuðum fyrr, hún sjálf orðin
sjúklingur og lést í Reykjavík
vorið eftir. Fjögur yngstu börnin
voru þá enn heima, höfðu þrauk-
að með móður sinni allt haustið
bjargarlítil.
Stúlkurnar tvær fóru í vist hjá
vandalausum, eldri sonurinn fór í
fóstur að Vonarlandi við Djúp til
móðurbróður þeirra systkina,
þangað fór svo Höskuldur einnig
eftir stutta viðdvöl í Súðavík og
dvaldi til stríðsloka, þar til óhætt
þótti að senda drenginn til
Reykjavíkur.
Evfemía og Þórður voru þá
orðin nokkuð roskin en samband
Höskulds við fósturforeldrana
var alla tíð einstaklega gott.
Fóstri Höskulds kenndi honum
að meta útivist og náttúru Ís-
lands, sem áttu svo ríkan þátt í
lífi hans alla tíð.
Tveimur árum eftir þessa
fyrstu fundi okkar varð Höskuld-
ur stúdent og sendi móður minni
mynd af sér. Myndin stóð á áber-
andi stað í stofunni heima og ekki
er örgrannt um að stolt móður
minnar og myndin hafi haft
hvetjandi áhrif á hugmyndir mín-
ar um fullorðinslífið.
Þegar ég átti erindi til Reykja-
víkur á unglingsárunum tóku
Höskuldur og Guðlaug kona hans
alltaf einstaklega vel á móti mér.
Sumarið 1968 útveguðu þau mér
vinnu og ég bjó hjá þeim það
sumar, auk þess sem ég fór með
þeim í ferðir um Landmanna-
laugar, Veiðivötn og Snæfellsnes,
en það var mikið ævintýri í mín-
um augum.
Þegar ég hafði lokið landsprófi
bauð Höskuldur móður minni að
greiða fyrir mér varðandi fram-
haldsnám.
Varð það úr og ég bjó hjá þeim
hjónum á Grettisgötunni á með-
an ég stundaði nám í mennta-
skóla og háskóla. Vinsemd þeirra
og góðmennsku fæ ég seint full-
þakkað og fagna því láni að hafa
fengið að vera samvistum við þau
og syni þeirra. Ég bý enn að
þessum árum og öllum þeim
ágætu minningunum sem munu
ylja mér um ókomin ár.
Elsku Gulla, Þórður, Svenni,
Nonni, og fjölskyldur, ég sam-
hryggist ykkur innilega.
Þórhildur.
„Kanntu djæf?“ spurði hann.
Tilefni þess var að ég bauð hon-
um upp í dans. Ég hafði haft ör-
lítil kynni af elsta syni hans,
Þórði, og mamma sagði mér að
Höskuldur væri góður dansari.
Dansinum sjálfum geri ég ekki
skil, en þeir sem til þekkja vita að
Höskuldur var maður kurteis og
hafði hann ekki orð um frammi-
stöðu mína.
Hann var dansari góður og
mikill samkvæmismaður. Málin
þróuðust svo á þann veg að ég
varð tengdadóttir þeirra heiðurs-
hjóna, Höskuldar og Gullu, um
nokkurra ára skeið.
Það er lán að kynnast fólki
eins og Höskuldi á lífsleiðinni,
ekki síst til að læra af og taka orð
og gerðir til eftirbreytni. Hann
var vandaður í alla staði, hrein-
skiptinn og maður framkvæmda.
Hann hafði lag á að virkja rétta
fólkið og kippa í spotta til að
koma verðugum málum í fram-
kvæmd. Sjálfur hikaði hann ekki
við að veita öðrum liðsinni með
margvíslegum hætti. Ófáar voru
vinnuferðir fyrir Ferðafélag Ís-
lands sem og skemmtiferðir um
bæði troðnar og ótroðnar slóðir.
Heima fyrir var tekið á móti fólki
með höfðingsskap og að sjálf-
sögðu átti Gulla stóran þátt í því.
Í samkvæmum lumaði Höskuld-
ur gjarnan á skemmtilegum sög-
um eða einhverju óvæntu. Í
gönguferðum var hann oft búinn
að láta ferja drykkjarföng á leið-
arenda og jafnvel annað ljúfmeti
til að gleðja mannskapinn.
Það eru ófáar ferðirnar sem ég
fór með þeim Höskuldi og Gullu.
Laugavegurinn var sú fyrsta.
Sólskinsveður var alla leið, góðar
sögur og annar hagnýtur fróð-
leikur frá þeim hjónum. Hösk-
uldur eldaði að sjálfsögðu kjöt-
súpuna sína margfrægu í
Hrafntinnuskeri. Svona átti lífið
að vera fannst mér. Oft var
stokkið í styttri gönguferðir um
helgar og það eru mörg fjöllin og
labbitúrarnir sem barnabörnin
hafa fengið að njóta. Alltaf var
passað upp á að tína dósir og
annað minna verðmætt rusl sem
varð á vegi. Aðspurt hvað afi
gerði, svaraði eitt barna-
barnanna því til að Höskuldur afi
tíndi dósir! Ferðafélag Íslands
naut góðs af því, en dósasjóður-
inn varð drjúgur með aðstoð
Höskuldar. Ekki aðeins vegna
hans eigin tínslu, heldur einnig
vegna útsjónarsemi hans og
skipulagshæfni. Höskuldsskáli í
Hrafntinnuskeri er verðugur
minnisvarði um framlag Hösk-
uldar til FÍ.
Heima fyrir nutum við fjöl-
skyldan ekki síður greiðasemi.
Nefna má að eitt sumarið mætti
Höskuldur nánast daglega eftir
vinnu til að bera á forláta timb-
urhús sem við Þórður höfðum
keypt. Það var kominn tími á
húsið að mati Höskuldar og því
tók hann þetta upp að eigin frum-
kvæði. Hann lagði einnig fram
áhöld og efni, enda mjög fær með
málningarpensilinn. Mörg fleiri
voru viðvikin. Þau Gulla voru
mjög liðtæk með barnabörnin og
hafa ávallt gert vel við þau á allan
hátt.
Þau hjónin voru samtaka, góð-
ir félagar og alltaf ánægjulegt í
kringum þau. Ég er ríkari fyrir
vikið. „Já, já, já, vertu blessuð“
er án efa sú kveðja sem ég fékk
síðast frá Höskuldi. Ég kveð
hann nú með virðingu og þakk-
læti. Gullu og fjölskyldunni allri
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðlaug Gísladóttir.
Fyrir rúmlega þrjátíu árum
gekk ungur maður á fund for-
stjóra ÁTVR. Fundurinn var að
undirlagi sameiginlegra vina en
forstjórinn hafði áhuga á að ræða
við einhvern um tölvur. Á þeim
tíma voru skrifstofurnar í Borg-
artúni 6, rétt við Höfða. Ungi
maðurinn gerði vart við sig í mót-
tökunni og var vísað inn að skrif-
stofu forstjórans. Önnum kafinn
ritari tók á móti gestinum og
bauð til sætis. Biðin var ekki löng
og þegar unga manninum var
vísað inn á skrifstofuna sá hann
virðulegan kall, með gleraugun
fremst á nefinu, sitja við risastórt
skrifborð. Forstjórinn stóð upp
og bauð unga manninn velkom-
inn. Eftir nokkur kurteisisorð
spurði forstjórinn unga manninn
hvort hann kynni nokkuð á tölv-
ur. Af sjálfsöryggi ungu kynslóð-
arinnar svaraði sá ungi að eitt-
hvað vissi hann. Þannig hófust
kynni og náin vinátta sem entist
þangað til Höskuldur féll frá.
Aldrei bar þar skugga á. Ungi
maðurinn var undirritaður og sá
virðulegi Höskuldur Jónsson,
fyrrverandi forstjóri ÁTVR.
Höskuldur var hörkugöngu-
maður og náttúruunnandi og fór
víða ásamt konu sinni Gullu.
Margar eftirminnilegar ferðir
fórum við saman og voru þau
hjónin bestu ferðafélagar sem
hægt var að hugsa sér. Þegar
Höskuldur var áttræður gáfum
við Daði Garðarsson honum ferð
um Siglunesskriður í afmælis-
gjöf. Höskuld langaði að fara þá
leið því hana hafði hann aldrei
farið enda fáfarið um þær slóðir.
Leiðin liggur frá Siglunesi að
Selvíkurvita. Hún er snarbrött
og eingöngu fyrir skriðuvant fólk
sem er ekki lofthrætt. Vorum við
Daði á báðum áttum hvort við
ættum að þora að fara með kall-
inn. Lögðum við í hann með línur
og klifurbelti og var Gulla kona
Höskulds með í för. Í stuttu máli
gekk ferðin ágætlega og þau
hjónin fóru þetta léttilega. Hösk-
uldi, sem lét sér ekkert vaxa í
augum, fannst gangan lítið mál
enda fótviss með afbrigðum. Nú
er Höskuldur farinn í enn eina
ferðina. Takk fyrir samfylgdina í
áranna rás, kæri vinur, og gangi
þér vel að kanna ókunnar slóðir.
Margir hjá ÁTVR minnast
Höskulds með hlýhug og ég veit
að hans verður sárt saknað.
Gullu og fjölskyldu votta ég mína
dýpstu samúð.
Höskuldur var forstjóri ÁTVR
í um 19 ár. Hann var sannur heið-
ursmaður í fyllstu merkingu þess
orðs. Í störfum hans ríkti form-
festa og nákvæmni. Höskuldur
var mikill leiðtogi og mannvinur.
Hann var afburðaræðumaður og
fróður um menn og málefni. Sögu
lands og þjóðar þekkti hann
ágætlega og óf þetta oft saman í
skemmtilegar frásagnir við ýmis
tækifæri.
Það var mikil gæfa fyrir mig
að kynnast Höskuldi á sínum
tíma og kenndi hann mér margt.
Á ég honum mikið að þakka.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
gegnum Ferðafélag Íslands og
síðar í gegnum vinnu hjá ÁTVR.
Áhuga á göngu- og fjallferðum
áttum við sameiginlegan. Hösk-
uldur var lengi forseti Ferða-
félags Íslands og virkur í því
starfi. Í vinnuferðum fyrir ferða-
félagið fór Höskuldur alltaf sjálf-
ur í erfiðustu og óþrifalegustu
verkin. Dugnaðurinn var ótrú-
legur og oft unnið langt fram á
kvöld. Ferðafélag Íslands heiðr-
aði Höskuld á ýmsan hátt fyrir
vel unnin störf. Hann var heið-
ursfélagi þess og var gönguskál-
inn í Hrafntinnuskeri á Lauga-
veginum nefndur í höfuðið á
Höskuldi.
Bridge var líka íþrótt sem við
stunduðum af ákefð en við spil-
uðum í sömu sveit. Mikil festa
var á spilamennskunni. Höfuð-
andstæðingar okkar voru „Taps-
árir Flóamenn“ en þeir nefndu
okkar sveit „Hyski Höskulds“.
Þreyttum við keppni við þá í yfir
þrjá áratugi, tvisvar á ári. Jafn-
ræði var með liðunum og gekk
farandbikar á milli. Keppnisdag-
ar gengu fyrir öllu og aðeins
þurfti að færa til keppni einu
sinni. Gerðist það þegar makker
minn gifti sig á áformuðum spila-
degi. Höskuldur var í essinu sínu
við spilamennskuna og þar naut
hann sín fram í fingurgóma. Oft
var tekist á við spilaborðið og að
loknum spilum voru erfiðu spilin
greind í þaula til að athuga hvað
hefði betur mátt fara.
Ívar J. Arndal.
Ég kynntist Höskuldi fyrst við
spilaborðið 1953. Við höfðum
myndað briddssveit ungtemplara
sem keppti á móti Stórstúkunn-
ar. Við vorum litlir strákar sem
kepptu við roskna og ráðsetta
menn og stóðum okkur bara vel.
Seinna vorum við saman í MR í 4
vetur og urðum nánir vinir.
Spilamennskan hélt áfram í 67 ár
og örfáum dögum fyrir hans
hinstu för háðum við keppni við
„stráka“ 35 árum yngri og höfð-
um sigur! Lífsstarf Höskuldar
var embættismennska. Hana
þekkti ég bara af afspurn. Sem
forstjóri ÁTVR var hann óum-
deildur, en ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu sleppur
ekki við gagnrýni. Mín reynsla
var að þeir sem skömmuðu
Höskuld áttu eitt sameiginlegt.
Þeir þekktu manninn ekki per-
sónulega. Árið 1959 var stofnað
félag og nefndist Höskuldsvina-
félagið, stofnendur voru 6. Inn-
tökuskilyrði voru tvenn: Vera ná-
inn vinur Höskuldar Jónssonar
og vera ekki eins og fólk er flest!
Fimm formenn voru í félaginu og
einn óbreyttur: Höskuldur sjálf-
ur. Fáum árum eftir stofnun
mætti Höskuldur á fund með af-
ar myndarlega stúlku, Guðlaugu
Sveinbjarnardóttur. Hún upp-
fyllti öll skilyrði um inngöngu og
var samstundis gerð að for-
manni. Aðrir makar fengu síðar
inngöngu í félagið, en ég held að
gleymst hafi að ræða hvort þeir
yrðu formenn. Fundum félagsins
hefur fækkað, en það starfar enn.
Sá óbreytti er fyrstur til að leita
nýrra heima. Hann ruddi oftast
brautina. Maðurinn Höskuldur
var einstakur. Hann var glæsi-
menni, grannur, teinréttur, há-
vaxinn, ekki smáfríður en svip-
fallegur, traustvekjandi og oftast
glaðlegur. Ég hef sjaldan vitað
ósérhlífnari eða óeigingjarnari
mann. Færum við bekkjarsystk-
inin í ferðalag þurfti ekki einu
sinni að ræða hver hefði allan veg
og vanda af ferðinni og væri far-
arstjóri. Eins var þegar við spila-
félagar fórum vor og haust til
spilamennsku út á land. Hann
vissi hvaða staði þurfti að skoða
og stjórnaði innkaupum og elda-
mennsku. Hann hefði vel getað
verið kokkur á togara! Ekki má
gleyma að nefna húmoristann.
Hann kunni ótal sögur og vísur
og sagði þær af einstakri list.
Hann átti frábæra fjölskyldu og
betri fjölskylduföður hef ég aldr-
ei kynnst. Hjá þeim er hugur
okkar hjóna þessa sorgardaga.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Tryggvi Ásmundsson.
Leiðir okkar Höskuldar lágu
fyrst saman fyrir hálfri öld, þeg-
ar okkur var falið að raða öllum
opinberum starfsmönnum í
launaflokka í samræmi við
starfsmatsramma, sem lá laus-
lega fyrir. Hann var skrifstofu-
stjóri í sjálfu fjármálaráðuneyt-
inu en ég nýskriðinn af prófborði
suður í löndum. Þrátt fyrir marg-
víslegar og stundum grátbros-
legar hindranir tókst okkur að
klára verkið. Þarna kynntist ég
embættismanni sem var sann-
gjarn en jafnframt ákveðinn að
beygja sig ekki fyrir þrýstingi
eða hótunum. Seinna hélt kunn-
ingsskapur okkar áfram að
þróast eftir að ég varð aðstoð-
armaður fjármálaráðherra en
hann ráðuneytisstjóri. Nákvæm-
ari og heiðarlegri embættis-
manni hef ég ekki kynnst. Aldrei
tók ég eftir því að pólitísk afstaða
hans kæmi nokkurn tíma í ljós í
umræðum um álitamál eða við
ákvarðanatöku. Nokkru seinna,
eftir að ríkið var komið í eigenda-
hóp Minjaverndar hf., settist
hann þar í stjórn, stundum sem
formaður. Það hafði ekki farið
fram hjá mér að skiptar skoðanir
voru innan ráðuneytisins um þá
fyrirætlan okkar að bjarga og
endurgera Bernhöftstorfuna,
þessar dönsku fúaspýtur. Hösk-
uldur gekk til þess verks af heil-
um hug og varð fljótt einn af vel-
unnurum húsfriðunar og
minjaverndar innan ríkiskerfis-
ins. Hann var velvildarmaður
Minjaverndar hf. alla tíð síðan,
allt til skyndilegs dauðadægurs.
Alltaf var hann reiðubúinn að
leggja okkur lið og gefa okkur
góð ráð þegar eftir því var leitað.
Það var sannarlega betra en ekki
að eiga slíkan mann að. Fyrir
hönd stjórnar Minjaverndar vil
ég þakka Höskuldi stjórnarstörf,
hlýhug og lifandi áhuga hans á
velgengni félagsins og heill þess
starfs sem þar var unnið. Sjálfur
þakka ég langvarandi vinskap.
Við hjónin vottum Guðlaugu og
sonum þeirra okkar dýpstu sam-
úð.
Þröstur Ólafsson.
Á nokkrum vikum höfum við
stúdentarnir frá MR kvatt tvo úr
okkar hópi, þá
Örnólf Hall arkitekt og nú
Höskuld Jónsson ferðamála-
frömuð.
Höskuldur er mér minnis-
stæður frá barnæsku þótt ég
muni nú ekki hvenær okkar
fyrstu kynni voru. Við vorum
hins vegar góðir kunningjar frá
fyrstu dögum en flugumst samt
aldrei á, sem var nokkuð sjald-
gæft í þá daga í barnaskólanum.
Við fórum í gönguferð þegar
við vorum í 3. bekk frá Kolvið-
arhóli yfir Hellisheiði í miklu
fannfergi. Höskuldur var þá þeg-
ar auðvitað útnefndur fararstjóri
af Pálma Hannessyni rektor og
fór fyrir okkur. Ég man hversu
feginn ég varð þegar við loksins
komumst á harðan þjóðveginn
eftir puðið í fannferginu. Ég átti
eitt sinn góða bláleita mynd af
Höskuldi bera við fallegan himin
í foringjahlutverkinu en hef nú
víst glatað henni. Kannski á hana
einhver enn?
Höskuldur var alltaf ljúfur í
viðmóti við mig og eyddi óspart
tíma í rökræður við mig um
heimskulega hluti sem ég hafði
helst þroskalausan áhuga á eins
og almenn brennivíns- og óreglu-
mál. Við urðum eitt sinn sam-
ferða gangandi eftir dansæfingu.
Og þar sem Höskuldur var bind-
indissinnaður en ég ekki pexaði
ég við hann líklega í klukkutíma
um ágæti brennivíns og tóbaks
sem ég hafði eitthvað komist í um
kvöldið við kirkjugarðsvegginn í
Suðurgötunni suður af leiðum
Jóns Sigurðssonar og Jóns Ólafs-
sonar langafa. Allt var þetta með
skemmtilegasta móti og við hlóg-
um með þessu talsvert man ég og
fór þá sem æ síðar vel á með okk-
ur.
Mig minnir að Höskuldur hafi
stofnað til bindindisfélags í
Menntaskólanum sem við gervi-
töffararnir, fyllibytturnar og Ca-
mel-sjúgararnir uppnefndum
Grákollu og gerðum óspart grín
að. Ekki man ég lengur afdrif
þessarar starfsemi eða fjöl-
menni. Og þannig var það alla tíð.
Hvenær sem við hittumst, í ráðu-
neyti eða ríkinu, var létt yfir okk-
ur og stutt í grínið. Hann var
hjálpsamur og vildi öllum greiða
götur. Hann var hinn farsælasti í
mörgum ábyrgðarstörfum sem
honum voru falin um dagana og
bar hvergi skugga á það ég vissi.
Hið síðasta sinn sem við hittumst
í febrúar sl. hafði ég rænu á að
óska honum til hamingju með að
Ferðafélag Íslands, sem hann
veitti lengi forystu, hafði skírt
skála einn honum til heiðurs og
taldi það honum til meiri sóma en
mér myndi nokkru sinni falla í
skaut hérna megin Heljar. Við
hlógum báðir hjartanlega þarna
á Mímisbar þennan fyrsta
fimmtudag mánaðarins þar sem
eftirlifandi 1957-árgangurinn
reynir að hittast.
Svona er þetta líf; hlátrunum
fækkar með dögunum og að því
kemur að við hlæjum ekki meira
en aðrir taka við kátínunni.
Ég vil þakka skólabróður mín-
um, jafnaldra og vini Höskuldi
Jónssyni fyrir samfylgdina, alla
vinsemdina, hlátrana og hjálp-
semina. Ég er viss um að skóla-
systkini okkar frá MR 1957 taka
undir slík orð og senda eftirlif-
andi ástvinum hans bestu kveðj-
ur. Góðar minningar eru gulli
betri fyrir alla sem slíkum manni
kynnast, dugnaðarforki, vönduð-
um, tryggum og hjálpsömum
húmorista sem Höskuldur Jóns-
son var.
Halldór Jónsson.
Það var árið 1985 stuttu fyrir
aðalfund Ferðafélags Íslands að
nafn Höskuldar Jónssonar vinar
míns barst mér fyrst til eyrna og
að kjósa ætti hann sem forseta
FÍ. Nokkrum mánuðum síðar
fóru leiðir okkar að liggja saman
á fjöllum enda um sameiginlegt
áhugamál að ræða, hálendið og
FÍ.
Það var mikið gæfuspor fyrir
FÍ að fá Höskuld sem forseta og
upphófst mikið framfaraskeið fé-
lagsins. Höskuldur var með ein-
dæmum ósérhlífinn í öllum störf-
um fyrir félagið og var ekki spurt
að neinu, aðeins get ég orðið að
liði hér og svo var gengið í störfin
og má nefna nokkur þeirra hér. Í
Landmannalaugum var verið að
koma fyrir nýjum vatnstönkum
upp á nokkra tugi þúsunda lítra
og þurfti að byggja undir þá með
sandpokum í einni hraungjótunni
Höskuldur
Jónsson