Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 25

Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Opið virka daga frá 8:30–16:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is FERÐAFRELSI Hjá okkur fást rafskutlur í úrvali sem koma þér á áfangastað. Hringdu í síma 580 3900 og pantaðu tíma í ráðgjöf. Söluráðgjafar okkar aðstoða þig við að finna skutlu sem hentar þínum þörfum. Arnarbæli, þau voru í sambúð. Börn Sigurðar Rúnars og Guð- borgar eru 1) Friðjón Rúnar, f. 7.8. 1968, framkvæmdastjóri, búsettur í Kópavogi. Maki: Ísól Fanney Óm- arsdóttir, f. 8.9. 1969, verkefnastjóri. Börn þeirra eru Anna Borg, Sig- urður Rúnar og Kristín Heba. Dóttir Önnu Borgar er Lovísa Rún; 2), Kristín, f. 7.3. 1973, fatahönnuður, búsett í Reykjavík. Börn hennar eru Alexandra Sigrún og Ármann Rún- ar. Börn Alexöndru Sigrúnar eru Emil Rúnar og Aría Rún; 3) Ármann Rúnar, f. 25.5. 1980, bóndi og húsa- smiður á Lyngbrekku í Dalabyggð. Maki: Sigrún Hanna Sigurðardóttir, f. 13.3. 1978, búfræðingur. Börn þeirra eru Daníel Rúnar, Björgvin Rúnar og Orri Freyr. Systkini Sigurðar Rúnars: Þórð- ur, f. 2.1. 1952, d. 8.2. 2011, hagfræð- ingur og forstjóri Kauphallar Ís- lands; Helgi Þorgils, f. 7.3. 1953, listamaður, búsettur í Reykjavík; Lýður Árni, f. 24.3. 1956, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Riga í Lettlandi, og Steinunn Kristín, f. 27.4. 1960, flugfreyja og húsmóðir í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar Rúnars voru hjónin Kristín Sigurðardóttir, f. 30.12. 1928, d. 19.5. 1989, húsmóðir, og Friðjón Þórðarson, f. 5.2. 1923, d. 14.12. 2009, ráðherra dóms- og kirkjumála, alþingismaður og sýslu- maður í Búðardal og Stykkishólmi. Seinni kona Friðjóns var Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 14.8. 1936, d. 5.5. 2011, húsmóðir í Kópavogi. Úr frændgarði Sigurðar Rúnars Friðjónssonar Sigurður Rúnar Friðjónsson Kristján Þórðarson bóndi á Breiðabólsstað Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað á Fellsströnd Þórður Kristjánsson bóndi á Breiðabólsstað Halldór Þorgils Þórðarson kórstjóri og organisti og fv. bóndi á Breiðabólsstað og skólastjóri Þorgeir Ástvaldsson fjölmiðla- og hljómlistarmaður Guðbjörg Helga Þórðardóttir húsfreyja í Rvík Steinunn Þorgilsdóttir kennari í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli og húsfr. á Breiðabólsstað Þorgils Friðriksson bóndi og kennari í Knarrarhöfn Halldóra Sigmundsdóttir húsfreyja í Knarrarhöfn í Hvammssveit Þórhallur Þorgilsson kennari og bókavörður í Rvík Ólafur Gaukur tónlistarmaður Árni Sigurðsson fv. bóndi í Vindási í Hvolhr., og leigubílstjóri í Rvík. Lýður Árnason bóndi í Hjallanesi Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Hjallanesi á Landi Sigurður Lýðsson bóndi í Selsundi Guðrún Bárðardóttir húsfreyja í Selsundi á Rangárvöllum Bárður Eyjólfsson bóndi í Norður- Móeiðarhvolshjáleigu Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Norður-Móeiðarhvolshjáleigu á Rangárvöllum Kristín Sigurðardóttir húsfreyja í Búðardal og Stykkishólmi Friðjón Þórðarson sýslumaður, alþingismaður og ráðherra Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG KEM ÞESSUM TÚRKISBLÁU BAUNUM BARA EKKI NIÐUR!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hækka í hitanum þegar frost herðir úti. GRETTIR, HEFUR ÞÚ HUGSAÐ UM AÐ FERÐAST ÚT Í GEIM? … EINS OG T.D. TIL VENUSAR? VENUSAR?! Í ALVÖRU?! ÞAR SEM MÁNUDAGAR ERU 2.802 KLUKKUSTUNDIR!!! KANNSKI VAR ÞAÐ EKKI GÓÐ HUGMYND AÐ FÁ FAR MEÐ ÞESSUM DREKA! „ÉG SET ÞIG Á LISTANN FYRIR LUNGNASKIPTI – EN ÉG MYNDI NÚ EKKI HALDA NIÐRI Í MÉR ANDANUM.” Davíð Hjálmar skrifar á Leir ogkallar „Þróun“: „Ég var staddur í einu af gróðurhúsunum í bænum þar sem nokkrar vel full- orðnar konur voru að dreifplanta. Á grasflötinni utan við gróðurhúsið var hópur ungkvenna í jóga“: Konur stunda karlafar, kátar hoppa og sprikla, en orðnar ga-ga gamlingjar grenihríslur prikla. Pétur Stefánsson yrkir á leir og kallar „góða blöndu“: Fullur stolts því fagna ber sem finna má í skjölum að móðurfólkið allt mitt er ættað vestan úr Dölum. Föður kynslóð fróm og góð finnst mér mikils virði. Að uppeldi mínu allvel stóð ættin úr Skagafirði. Ólafur Stefánsson svaraði: Í frómri gleði fagna því að færð sé ætt í letur, þótt karlaraup sé komið í kvæðamanninn Pétur. Á Boðnarmiði yrkir Hallmundur Kristinsson um ástandið í Banda- ríkjunum: Upp er runnin Trumpsins tíð: „Traustum studdur hernum býð Ameríku upp á stríð, enda stutt að fara. Átök finnst mér engin þörf að spara!“ Gylfi Þorkelsson er á svipuðum nótum: Álagamyrkri andann hjúpar ofbeldi, víða um heim. Rasisminn á sér rætur djúpar, ranglæti sprettur af þeim. Skáldkonan Júlíana Jónsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók, „Stúlku“ árið 1876, og kostaði sjálf útgáfuna. Hún fluttist vestur um haf og komu „Hagalagðar – Ljóð“ út árið 1916. Í Stúlku er þessi vísa: Fara á skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund, sigla um víði húna hund, hesti ríða um slétta grund. Jóhann frá Flögu kallar þessa stöku „heimslystarvísu“ og segir að hún sé fyrir löngu orðinn hús- gangur. Bjarni Björnsson á Neðra- Vatnshorni í Húnavatnssýslu orti: Hesti góðum hleypa um grund, hlunna renna svíni, syngja ljóð um silkihrund og súpa á brennivíni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af góðum stofnum og konum í jóga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.