Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helga Guðmundsdóttir á Hjúkr- unarheimilinu Bergi var í gær út- nefnd heiðursborgari Bolungar- víkurkaupstaðar. „Ég hélt að það væri enginn heiður að verða gamall,“ sagði hún kímin við Morgunblaðið og lagði áherslu á að hún væri ekki fyrir það að vera í sviðsljósi fjölmiðla. Helga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 17. maí 1917 og er því 103 ára. Hún ólst upp í hópi sextán systkina en tvö þeirra létust í æsku. Ung flutti hún til Reykjavíkur, þar sem hún kynntist verðandi eigin- manni sínum, Bolvíkingnum Gunn- ari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðar- manni. Þau fluttu til Bolungarvíkur 1952 og eignuðust þrjú börn, Agnar Halldór, bónda og fyrrverandi odd- vita á Miklabæ í Skagafirði, Krist- ínu, kennara í Bolungarvík og Keflavík, og Ósk, kennara í Kópa- vogi. Gunnar lést 2007 og Kristín 2016. „Ég hafði alltaf mikil tengsl við sveitina,“ segir Helga um æsku- stöðvarnar. Í bókun bæjarstjórnar vegna útnefningarinnar segir með- al annars að Helga hafi alls staðar áunnið sér traust og virðingu og Bolvíkingar hafi strax metið þessa hógværu og hljóðlátu konu. Hún hafi unnið verk sín í hljóði, „en framlag hennar og annarra kyn- systra hennar var ómetanlegt og verður seint fullþakkað“. Helga er elsti íbúi Bolungar- víkur og hugsanlega fyrsti Bolvík- ingurinn til að ná 100 ára aldri. Hún veiktist tvisvar af berklum og athygli vakti þegar hún náði sér að fullu eftir að hafa veikst af CO- VID-19 í vetur. „Ég hef það ágætt af gamalmenni að vera,“ segir hún. „Ég sé illa, þekki illa fólk og get ekkert lesið en að öðru leyti er ég bara nokkuð sæmilega hress. Ég vil ekkert hrós og það besta sem þú gerir mér er að sleppa því.“ Helga Guðmundsdóttir heiðursborgari Bolungarvíkurkaupstaðar Ljósmynd/Ágúst Atlason Flottur hópur Með Helgu eru f.v.: Karólína Ósk Rafnsdóttir, Freyja Vilhjálmsdóttir og Kristín Líf Kristjánsdóttir. Vill hvorki hrós né vera í sviðsljósi fjölmiðla Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Lögreglumenn voru í miðbæ Reykja- víkur um helgina og sektuðu öku- menn sem óku um göngugöturnar. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri um- ferðardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir að átta öku- menn hafi verið sektaðir, en sektin er 20.000 krónur og er gefin á grundvelli þess að ekið sé gegn umferðarmerki. Gangandi vegfarendur í miðbæn- um hafa orðið varir við bílaumferð á göngugötum en sumarskipulag göngugatna tók gildi fyrir helgi og varð lokun fyrir bílaumferð því víð- tækari. Sólveig Grétarsdóttir, eigandi Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar, segir að umferðin um göngugöturnar sýni að fólk sé ruglað í því hvað megi og hvað megi ekki á Laugavegi, en Árni telur að ökumenn keyri um þær af einskærum vana. Sá munur er á sumrinu í ár og því síðasta, að í fyrra var götunni lokað með sérstökum hliðum. Með breyt- ingum á umferðarlögum, sem tóku gildi um sl. áramót, er P-merktum ökutækjum heimilt að keyra um göngugötur og því hefur borgin neyðst til að grípa til þess ráðs að taka niður hliðin svo hreyfihamlaðir geti komist um. Í stað hliðanna eru komin upp merki sem segja að innakstur sé bannaður og segir Árni það sjálfsagða kröfu að ökumenn fari eftir umferð- armerkjum. „Þetta er ekkert flókið. Þú átt að aka eftir þeim reglum sem löggjafinn setur og á þessum göngugötum eru merki sem segja að menn megi ekki aka inn,“ segir Árni sem hvetur um leið ökumenn til að virða merkingarn- ar. Hörður Ágústsson, framkvæmda- stjóri Maclands, segir að hann hafi heyrt frá sínum viðskiptavinum að þeim þyki óþægilegt að bílar keyri um götur sem gangandi vegfarendur eigi einungis að vera á. Hann vonar þó að sátt fari að nást um málið, hvort sem göturnar verða opnar fyrir bílaum- ferð eður ei. Hann vonast þó til að göngugöturnar verði ofan á. „Það er ekkert verra en óvissa, sama hvort þú ert hjá lækni eða að ganga niður Laugaveginn. Það er bú- ið að vera garg og öskur frá báðum hliðum og ég held að það sé kominn tími til að þetta lægi.“ Gangandi á allan rétt Hörður segir þá stöðu sem nú er uppi sýna slæmt samspil ríkis og borgar og vísar þá til þess að ríkið hafi sett á lög sem henta göngugötum borgarinnar afar illa. „Þegar kerfi sem eru sett upp til að vinna fyrir sjálf sig eiga að vinna sam- an þá gerist svona. Aðalatriðið er að friður komist á vegna þess að aðilar þessa máls verða að geta fengið sér einn kaffibolla og notið sumarsins.“ Árni segir að lögreglan verði ef- laust aftur með eftirlit með göngugöt- unum en geti ekki vaktað þær allan sólarhringinn. Spurður hvort hætta skapist af því að bílar keyri um götur sem ætlaðar eru gangandi vegfarend- um, segir Árni: „Það hefur verið afskaplega hæg umferð á Laugavegi en það er ekkert leyndarmál að á samfélagsmiðlum sér maður núning á milli ökumanna og gangandi vegfarenda. Það verður bara að segjast eins og er að gangandi vegfarandi á göngugötu á allan rétt- inn.“ Aka göngugötur af gömlum vana  Akstur um göngugötu kostar 20.000 kr.  Umferðarmerkingar eina hindrunin  Kaupmaður vonar að sátt náist brátt um umferð gangandi og akandi  Lögreglan hvetur ökumenn til að virða merkingar Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen Laugavegur Bílaumferð var þétt um göngugötuna sl. laugardag og bílastæði vel nýtt. Gangandi héldu sig á gangstétt. Matvælastofnun hefur nú enn á ný varað við kræklingum úr Hvalfirði þar sem DSP-þörungaeitur greind- ist yfir viðmiðunarmörkum í þeim, en þörungaeitrið getur valdið kvið- verkjum, niðurgangi, ógleði og upp- köstum. „Við höfum glímt við þetta vandamál í Hvalfirði í mörg ár,“ seg- ir Guðmundur Valur Stefánsson, fagsviðsstjóri hjá MAST, við Morg- unblaðið. Hann segir ekki liggja fyrir hvers vegna þessi vandi loði við fjörðinn. „Þetta eru tækifærisþörungar sem virðast spretta upp við einhverjar aðstæður, en þetta eru ekki viðvar- andi þörungar,“ útskýrir hann og bendir á að þeir komi á sumrin ef þeir birtist. Spurður hvort þetta sé vandamál á öðrum stöðum á landinu, svarar Guðmundur Valur: „Gallinn er sá að við höfum ekki haft fjárhagslega getu til þess að fylgjast með. En við erum að fylgjast með í Breiðafirði og Steingrímsfirði. Þar hefur þetta ekki verið vandamál nema þá einhver smáskot.“ Þá er ekki ástæða fyrir neytendur að óttast að kræklingur sem fæst í verslunum eða á veitingastöðum geti valdið eitrun, að sögn Guðmundar Vals. Hann segir að á árum áður hafi sést þörungar sem valdi alvarlegri veikindum, meðal annars lömun. „Þeir geta valdið dauða í verstu til- fellum en það eru ekki dæmi um slíkt á Íslandi.“ gso@mbl.is Varað við kræk- lingum úr Hvalfirði  Ekki vitað um ástand á landinu öllu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.