Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
„ÓKEI, GOTT OG VEL – ÞETTA VAR
BARA ÍMYNDUN Í ÞÉR. ÁNÆGÐUR?”
„ÞETTA VAR BÍLL FYRRVERANDI
KÆRASTANS MÍNS!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hámhorfa saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„og kisi
stökk …”
„OG NÁÐI LOKSINS
RAUÐA DEPLINUM!”
ÞESSI
DEPILL
ER ILLUR
„en þá hvarf
hann aftur”
ÞAÐ ER SMÁ EFTIR AF DÓTI ÚR
SJÚKRAKASSANUM., EN EKKERT ÞESS
VIRÐI AÐ TAKA MEÐ …
ÁÁÁI! ÞAÐ ER SYND AÐ SÓA!
útgáfunnar Skruddu. Undanfarin ár
hefur Þór starfað við ráðgjöf, ferðast
talsvert og var nú í maí að ljúka dip-
lómanámi í þýðingafræði við Háskóla
Íslands.
„Ferðaþjónustan var áhugaverð þó
uppgangurinn þar hafi verið of hrað-
ur og umfangið á landsvísu er orðið
allt of mikið. Náði sjálfur líka að
ferðast talsvert og var meðal annars á
þriggja vikna ferðalagi í Suður-
Afríku 2017 og í sex vikna ferðalagi í
gríska Eyjahafinu haustið 2018.
Grikkland er alveg dásamlegt land.
Allt í allt hef ég líklega komið til um
55 landa.
Helstu áhugamálin eru silungsveiði
og ég veit fátt betra en að rölta dag-
langt með flugustöng meðfram góðri
á í fallegri náttúru. Við slíkar að-
stæður hættir veiðin sjálf að skipta
máli og veiddur fiskur er bara bónus
og veiðitúr með góðum félögum er
eitt mesta tilhlökkunarefni hvers árs.
Eins hef ég áhuga á ljósmyndun og
hef tekið kynstrin öll af myndum um
allan heim og af öllum fjandanum.
Svo hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera með sterka réttlæt-
iskennd og verið aktívisti frá sextán
ára aldri, fyrst í kjarabaráttu hjá Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, síðar í
mannréttindabaráttu á vettvangi
Amnesty International gegn dauða-
refsingum í Bandaríkjunum og svo
síðast í baráttu fyrir auknu lýðræði
og nýrri stjórnarskrá hér á landi.“
Fjölskylda
Þór kvæntist Sólveigu Jóhann-
esdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 26.9.
1962, árið 1998. Foreldrar Sólveigar
eru Elín Benediktsdóttir, fyrrverandi
sendiráðsfulltrúi, f. 19.6. 1937 og Jó-
hannes E. Vestdal, kennari, f. 19.3.
1937. Þór og Sólveig skildu árið 2008.
Dóttir Þórs og Sólveigar er Hildi-
gunnur, f. 3.12. 1999, nemi við MH.
Systir Þórs er Anna Beverlee
Saari, f. 24.7. 1954, kennari, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Þórs voru Rannveig
Steingrímsdóttir, f. 25.10. 1925, d. 2.7.
1994, tryggingafulltrúi og Lee Elis
Roy Saari, f. 25.5. 1916, d. 27.7. 1969,
flugmálafulltrúi.
Þór Saari
Elias Saari
rakari í Lahti, tekinn af lífi í finnsku
borgarastyrjöldinni, f. í Miehikkälä
Anna Elisabet Saari
húsfreyja í Lahti og á Miami
Lee Elis Roy Saari
stöðvarstjóri, bjó í Forssa,
New York, á Íslandi og Miami
Johanna Syrén
bjó í Honkilahti, f. í Turku
Vilhelm Kustaanpoika Syrén
bjó í Honkilahti, Finnlandi, f. í Honkilahti
Margrét Steingrímsdóttir
skrifstofumaður í Rvík
Karl Tryggvason
læknir í Svíþjóð
Tryggvi Steingrímsson bryti í
Reykjavík
Árni Gunnarsson
hagfræðingur í Rvík
Þóranna Ásgrímsdóttir
húsfreyja í Heiðarseli, f. í Múlakoti á Síðu
Vigfús Árnason
bóndi í Heiðarseli á Síðu,
f. á Skálmarbæ í Álftaveri
Vilborg Vigfúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Steingrímur Magnússon
sjómaður og fiskmatsm. í Rvík
Rannveig Brynjólfsdóttir
húsfr. í Rvík, f. í
Norðurgarði í Eyjum
Magnús Pálsson
sjómaður í Rvík, f. í Ártúni á
Kjalarnesi
Úr frændgarði Þórs Saari
Rannveig Steingrímsdóttir
tryggingafulltrúi, bjó í
Reykjavík og á Miami
Þetta er vel og létt kveðið þóttGuðmundur Arnfinnsson kalli
„Ættargrobb“:
Hjallaættin, ættin mín,
ýmsa kosti hefur,
upp til hópa eðal fín,
af sér mikið gefur.
Glöð í lund og létt á brá,
lífseig öðrum fremur
hávelborin Hjöllum frá
Hjallaættin kemur.
Þórðarnir í þeirri ætt
þykja smiðir góðir,
og fleiri hafa frama gætt
fornar ættarslóðir.
Konur elda krásirnar,
krökkunum þær smala
fóthvatar og fjölvísar,
feikna mikið tala,
Hjallaætt, sem elskum vér,
er svo margt vel gefið,
á henni þó sómir sér
sérstaklega nefið.
Hjallaættin heiðursverð,
hrausta, gæfuríka,
hún er vel af guði gerð,
gott er að eiga slíka.
Næsta vísa á Boðnarmiði er eftir
Valdimar Gunnarsson og er raunar
limra:
Allt sem ég yrki er gull,
hver einasta vísa er full
af tærustu snilld,
sem má túlka að vild
en breytist að lokum í bull.
Hallmundur Kristinsson svaraði
skemmtilega:
Að vísu þína við ég kunni
varla undrar þig;
eins og beint úr eigin munni
– ef hún væri um mig!
Gylfi Þorkelsson:
Mikið er nú mannlíf gott í mínum ranni.
Þar býr feikna góður granni
og gift er konan úrvalsmanni.
Pétur Stefánsson lætur þessa
stöku við sólskinsmynd af tveimur
börnum og segir: „Alltaf gaman að
passa barnabörnin“:
Auðnusólin á mig skín
og eyðir dagsins streði.
Litlu barnabörnin mín
brosmild auka gleði
og lyfta Péturs fúla gamla geði.
Kristján H. Theodórsson yrkir:
Ég forðum, þá bóndi á Brúnum,
í bráðræði fargaði kúnum.
Aldrei ég hest,
en hálfvegis prest,
hafði, og helling af túnum
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Hjallaætt og tærri snilld