Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 10

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík Ýmsar stærðir kælikerfa í allar stærðir sendi- og flutningabíla, fyrir kældar og frystar vörur. Vottuð kerfi fyrir lyfjaflutninga. Við ráðleggjum þér með stærð og gerð búnaðarins eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING FÆRANLEG KÆLITÆKI Í SENDIBÍLA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna kórónuveirufaraldursins urðu síðustu vikur og mánuðir náms í Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri og Háskólanum á Hólum með óhefðbundnu sniði. Þó tókst að veita verðlaunin Morgunblaðsskeifuna og Morgunblaðshnakkinn fyrir góðan árangur í hestamennsku og hesta- fræðum. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég bjóst ekki við að ég fengi verðlaunin því það eru margir góðir knapar í bekknum. En ég nýt þess að hafa verið jöfn öll þrjú árin,“ segir Liva Marie Hvarregaard Nielsen frá Dan- mörku, sem fékk Morgunblaðs- hnakkinn fyrir að vera með hæstu einkunnir í öllum reiðmennsku- áföngum sl. þrjú ár. „Það var óvænt að fá Skeifuna, ég trúði því varla og ég vissi ekki hvern- ig ég átti að haga mér þegar það var tilkynnt við útskriftina,“ segir Vildís Þrá Jónsdóttir frá Hítarnesi í Borgarbyggð en Morgunblaðs- skeifan kom í hennar hlut. Þar sem ekki var hægt að halda Skeifudag var ákveðið að veita Morgunblaðs- skeifuna þeim nemanda búfræði- deildar sem fékk hæstu einkunn í lokaprófi fyrir frumtamningu og reiðpróf á tömdum hesti. Dæmd eftir myndbandi Öll verkleg kennsla búfræðinem- enda féll niður vegna ástandsins. „Veturinn byrjaði ósköp venjulega en svo máttum við allt í einu ekki hitta hvert annað. Við reyndum að vera með hrossin áfram á Miðfossum en það gekk ekki upp. Því fóru flestir með hrossin heim,“ segir Vildís. Hún segir að það hafi gengið ágætlega hjá sér að ljúka verkefnum. Þó hafi verk- in heima fyrir stundum tafið fyrir. Nemendur þurftu síðan að senda inn upptökur af reiðprófinu og dæmdu kennararnir framfarirnar út frá því og gáfu einkunnir. „Aðalmálið var að finna tíma í þetta, láta taka upp fyrir sig og síðan að klippa myndbandið í rétta lengd,“ segir Vildís. Hún hefur áhuga á að halda áfram í tamningum og jafnvel finna nám tengt búskap og dýrum. Stefnir að frekara námi „Ég bjó með foreldrum mínum í Reykjavík í fjögur ár þegar ég var á barnsaldri. Fjölskyldan er öll í hesta- mennskunni og við eigum og ræktum íslenska hesta úti í Danmörku. Mig langaði alltaf að koma til baka og draumurinn var að fara í nám á Hólum,“ segir Liva Marie. Hún lét drauminn rætast og hefur verið hér á landi í fimm ár, fyrst tvö ár að vinna og síðan þrjú ár í námi í reiðmennsku og reiðkennslu í Háskólanum á Hólum. Þá stefnir í að hún verði lengur, því hún hefur sótt um að komast í meistaranám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri næsta vetur. Markmiðið er að halda áfram í hestunum. Mestan áhuga hefur hún þó á tamningum. Segir að það gerist svo margt á fyrstu vikum í frumtamningar og hún kynnist hest- inum þá vel. Útskrifaðar eftir óvenjulegan vetur  Liva Marie Hvarregaard Nielsen fékk Morgunblaðshnakkinn fyrir árangur í reiðmennsku á Hólum  Vildís Þrá Jónsdóttir hlaut Morgunblaðsskeifuna fyrir hæstu einkunn á lokaprófi á Hvanneyri Ljósmynd/aðsend Hólar Liva Marie Hvarregaard Nielsen fékk verðlaunin Morgunblaðshnakkinn við útskrift á Hólum. Ljósmynd/aðsend Hvanneyri Vildís Þrá Jónsdóttir var ánægð með verð- launin Morgunblaðsskeifuna sem komu í hennar hlut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.