Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
✝ Hulda Jóns-dóttir fæddist
á Eyri við Ingólfs-
fjörð 10. mars
1921. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Fossvogi
24. maí 2020 eftir
skamma sjúkra-
húslegu.
Hulda var dóttir
hjónanna Sólveigar
Stefaníu Benja-
mínsdóttur og Jóns Guðmunds-
sonar. Systkini hennar voru
Kristinn Hallur, Guðrún Jenný,
Unnur Aðalheiður, Hrefna Lí-
neik, Guðmunda Þorbjörg og
Benjamín. Hún ólst upp á Selja-
nesi við Ingólfsfjörð og fór ung
að salta síld ásamt systkinum
Börn þeirra eru: 1) Bragi, f.
10.5. 1947, giftur Eygló Guð-
mundsdóttur. Synir þeirra eru
Atli Már og Hallur Örn. 2) Sól-
veig, f. 16.6. 1951, d. 30.11.
2009. Börn Sólveigar eru Magn-
ús Þór, Drífa Þöll, Örn, Lucinda
Hulda. 3) Margrét, f. 24.6. 1952,
gift Jósé Moreira. Dætur Mar-
grétar eru Stella Mjöll og
Hulda Valdís.4) Magnús, f. 7.5.
1954, giftur Dagbjörtu Matt-
híasdóttur. Börn Magnúsar eru
Þóra Huld, Jón Bjarki og
Trausti Breiðfjörð. 5) Vilborg,
f. 11.1. 1957, gift Geir Zoega.
Börn Trausti Veigar, Emil, Geir
Fannar og Kristján Þór. 6) Jón
Trausti, f. 27.1. 1965, giftur
Herdísi Erlendsdóttur. Börn
þeirra eru Hannibal Páll, Jódís
Ósk og Hulda Ellý.
Útför Huldu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
júní 2020, klukkan 13.
sínum og for-
eldrum. En eins og
títt var í þá daga
gengu börnin ung
til þeirra starfa
sem þurfti til að
standa undir
rekstri á stóru
heimili.
Hulda giftist
Trausta Breiðfjörð
Magnússyni árið
1951 og bjuggu
þau um hríð í Djúpavík uns þau
fluttu að Sauðanesvita við
Siglufjörð 1959. Hulda flutti
ásamt eiginmanni sínum til
Reykjavíkur árið 1997 þar sem
þau bjuggu síðan, lengst af í
Austurbrún 39. Trausti lést 7.
mars árið 2019.
Elskuleg móðir mín er látin.
Það var stutt en snörp barátta.
Mamma var á hundraðasta ald-
ursári þegar hún lést. Ég er svo
heppin að hafa getað eytt með
henni mörgum góðum stundum
undanfarið. Við áttum góð og
gleðirík jól og áramót saman,
fórum í skemmtilegt ferðalag á
sl. ári norður á Strandir, alla leið
á æskuslóðir hennar Seljanes,
ferð sem verður alltaf geymd í
minningunni sem fjársjóður. Þá
létum við eftir okkur að gista á
hótelum og njóta. Síðustu nótt-
ina sem hún lifði svaf ég í her-
berginu hjá henni á líknardeild
Landspítalans og var hjá henni
þegar hún skildi við. Við höfðum
náð að tala aðeins saman um ým-
islegt sem hún vildi að farið yrði
eftir að henni genginni. Við ger-
um okkar besta til að verða við
því. Mamma var æðrulaus og ró-
leg þegar hún vissi í hvað
stefndi. Á því var þó enginn hissa
því þannig var mamma alltaf, ró-
leg og yfirveguð hvað sem á
dundi. Þegar pabbi veiktist fyrir
tveimur árum var það henni
þung raun að geta ekki séð um
hann heima en hann var of veik-
ur til þess og hefði það verið of
mikil ábyrgð fyrir 98 ára gamla
konu að takast á við, en mamma
heimsótti hann nær daglega á
Hrafnistu þar sem hann dvaldi
til dauðadags 7. mars 2019.
Elskulegri foreldra hefði mað-
ur ekki getað hugsað sér, þau
voru ólík en samtaka. Mikið
sakna ég mömmu, samtala okkar
daglega í síma og samveru-
stunda. Samræðna á kvöldin
þegar við vorum saman og vor-
um háttaðar, þá streymdu fram
sögur úr sveitinni hennar og ým-
islegt rifjaðist upp frá Sauðanes-
árunum en þar bjuggu mamma
og pabbi lengst af. Mamma
fylgdist vel með öllu, börnunum
sínum og barnabörnunum, var
vel inni í þjóðmálunum, hún elsk-
aði alls konar tónlist, ekki síst
popp og rokk. Hún las mikið
meðan hún hafði sjón til og mikið
kunni hún af ljóðum. Hún orti
líka sjálf en vildi sem minnst láta
á því bera. Þakklát verð ég æv-
inlega fyrir að hafa átt þessa
stórkostlegu konu sem móður.
Mamma var minn besti vinur, við
gátum talað saman um allt og
mikið gátum við hlegið saman
ekki síst að sjálfum okkur.
Mamma átti stóran þátt í uppeldi
tveggja barnabarna sinna, þeirra
Magnúsar Þórs og Trausta Veig-
ars, það má segja að hún hafi
alltaf litið á þá sem fóstursyni
sína. Einnig komu önnur barna-
börn og aðrir krakkar úr ættinni,
mikið á Sauðanes til lengri eða
skemmri tíma og alltaf var faðm-
urinn hennar ömmu opin og hún
talaði alltaf við börnin eins og
fullorðið fólk. Ég veit að barna-
börnin hennar minnast hennar
með miklu þakkæti.
Mamma verður lögð til hinstu
hvílu í Garðakirkjugarði við hlið
Sollu systur sem lést árið 2009.
Það er góð tilhugsun að þær hvíli
hlið við hlið enda voru þær mjög
nánar mæðgur.
Góður guð blessi og varðveiti
minningu mömmu, Huldu Jóns-
dóttur. Hún var síðasta systkinið
úr systkinahópi Jóns og Sólveig-
ar frá Seljanesi.
Við þökkum þér ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
Ljóðið er eftir Hrefnu Líneik
Jónsdóttur, sem var systir
Huldu. Hrefna lést 23. febrúar
2020.
Margrét Traustadóttir.
Mamma bað um að ekki yrðu
skrifaðar um hana innantómar
lofræður með uppskrúfuðu orða-
gjálfri. Ég lofaði fyrir mitt leyti
að gera það ekki en sagði þó að
hún ætti að njóta sannmælis.
Það er nefnilega ekki hægt að
skrifa um þessa konu án þess að
lofa hana í hástert fyrir sína ljúfu
lund og ósérhlífni. Umburðar-
lyndi var henni í blóð borið og
hún átti auðvelt með að spjalla
um heima og geima við fólkið sitt
þegar við kíktum í heimsókn. Oft
barst þá talið að æskustöðvunum
á Seljanesi þar sem hún rifjaði
upp minningar unglingsáranna
með glampa í augum.
Síðustu árin sem pabbi lifði
voru henni erfið, enda átti faðir
minn við vanheilsu að stríða sem
hafði áhrif á hans persónuleika.
Hún bar þann harm í hljóði og
hefur líklega talið óviðeigandi að
tala um þetta við aðra. Þannig
var mamma; hún bar ekki vanda-
mál sín á torg, ekki einu sinni
fyrir sína nánustu. Það var henni
því erfitt að þurfa að játa að hún
væri ekki fær um að hugsa um
pabba síðustu mánuðina sem
hann lifði þótt hún væri orðin 98
ára gömul og þarfnaðist sjálf að-
stoðar. Hún vildi ekki íþyngja
öðrum, en var alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd hverjum sem
til hennar leituðu.
Ég gat ekki heimsótt mömmu
á Landspítalann fyrr en viku eft-
ir að hún var lögð inn og daginn
eftir að henni var tilkynnt að
ekkert væri hægt að gera henni
til lækninga. Við áttum einlægan
tíma saman þann dag og hinn
næsta þótt hún væri mjög veik
og gæti hvorki borðað né drukk-
ið. Hún sagði mér að hún væri
stöðugt þyrst en héldi engu
niðri. Hún sagði mér draum sem
hana hafði dreymt þegar hún
blundaði milli ógleðikastanna.
Draumurinn var á þá leið að hún
sagðist hafa verið í útreiðartúr í
alveg dásamlegu veðri. Það var
sól og hiti, hestarnir sveittir og
hún mjög þyrst. „Þá komum við
að læk, tærum læk sem rann
milli grasivaxinna bakka. Ég
henti mér af baki, lagðist á lækj-
arbakkann og drakk. Og þvílíkt
vatn,“ sagði hún. „Það var svo
kalt og gott að ég drakk og
drakk. Svo fóru hestarnir að
drekka með mér.“
Þegar hún sagði mér þennan
draum ljómaði hún í framan eins
og ung stúlka og hugur minn
hvarflaði að Seljanesi, æsku-
stöðvunum sem voru henni svo
kærar. Þangað komst hún sl.
sumar ásamt Margréti systur
minni og okkur hjónunum, þar
sem okkur var tekið opnum örm-
um. Hún kom inn í gamla æsku-
heimilið sitt og ég hafði ekki séð
þvílíkan glampa í augum hennar
eins og þegar hún strauk hend-
inni yfir eldhúsborðið sem hafði
beðið þessarar heimsóknar í svo
mörg ár.
Þessar stundir geymi ég sem
dýrmætan fjársjóð sem ég tek
með mér hvert sem ég fer.
Henni var ljóst að einungis væru
nokkrir dagar til stefnu og tók
því af einstöku æðruleysi eins og
henni var svo lagið. Hún bað mig
fyrir kveðjur til allra ættingja og
vina sem ekki áttu kost á að hitta
hana þessa síðustu daga sem hún
lifði.
Faðir minn lést fyrir rúmu ári
og bjó mamma ein í þeirra íbúð
uns hún lagðist inn á spítala hinn
8. maí sl. Hún átti ekki aftur-
kvæmt og lést hinn 24. maí sl.
rúmlega 99 ára að aldri. Hún var
mikil hetja hún móðir mín og
minning hennar er mér afar kær.
Magnús H. Traustason.
Þegar ég minnist mömmu
minnar, Huldu Jónsdóttir, fyllist
hugurinn strax af fallegum og
ljúfum minningum. Ég varð sam-
tíða foreldrum mínum frá fæð-
ingu og næstu 32 ár þar á eftir,
uns þau fluttu suður til Reykja-
víkur. Sterkast í minningunni er
hve mamma var alltaf yfirveguð.
Mamma hafði einstaklega ljúfa
og þægilega nærveru og talaði
aldrei niður til fólks, né okkar
krakkanna. Ró hennar og yfir-
vegun var aðdáunarverð auk
skipulagsgáfu sem henni var í
blóð borin. Hún var einstök hús-
móðir og snillingur í allri mat-
argerð. Alltaf var því líka nóg af
heimabökuðu brauði og bakkelsi
af öllum gerðum. Nokkrar upp-
skriftir bjó mamma til sjálf að
gómsætu bakkelsi sem hvergi
finnast annars staðar en hjá
þeim sem hafa náð að skrifa þær
upp. Mikið mæddi á þessum eig-
inleikum því jafnan var margt í
heimili. Börnin mörg og líka voru
oft vinnuflokkar frá Vita- og
hafnamálum á Sauðanesi svo vik-
um skipti er foreldrar mínir voru
hér. Hafa dagarnir þá verið lang-
ir og annasamir en aldrei man ég
eftir að mamma kvartaði þótt oft
hafi hún trúlega verið þreytt.
Mamma flíkaði ekki tilfinning-
um sínum en var þó mjög næm á
líðan annarra. Hún unni tónlist
og fylgdist vel með henni. Þegar
ég horfi til baka á hina löngu ævi
móður minnar get ég ekki annað
en verið þakklátur. Þakklátur
fyrir það hversu heilsuhraust
hún var alla ævi og átti gott líf.
Þakklátur fyrir uppeldið sem
mamma veitti mér og veit að ég
hef og mun njóta góðs af á minni
lífsleið. Uppeldi sem gekk út á að
vera sanngjarn, heiðarlegur og
virða skoðanir fólks þótt þær
færu ekki endilega alltaf saman
við mínar eigin.
Það að geta verið heima í eigin
húsnæði allt fram á lokaáfanga
lífsleiðarinnar er líka þakkarvert
og ekki sjálfgefið að vera fær um
á hennar aldri. Það gat móðir
mín og hún vildi aldrei fara á elli-
heimili. Því er það enn eitt atrið-
ið sem þakka ber að sjúkralegan
var ekki lengri en tvær vikur nú
á lokaáfanganum. Þakklátur er
ég líka fyrir hve mamma var allt-
af skýr í hugsun og stálminnug.
Slíkt er ekki sjálfgefið hjá fólki
sem komið er yfir 99 ára aldur.
Gaman var að ræða við hana um
gamla daga og fá sögur af æsku-
árunum norður í Árneshreppi.
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu
hafði ekki mátt heimsækja hana
fyrstu dagana á sjúkrahúsinu og
var hún því ein þegar hún fékk
þær fréttir frá lækni að ekkert
væri hægt að gera til bjargar í
hennar veikindum. Er við og
fleiri ættmenni gátum svo hitt
hana var hún mjög veik en á
sama tíma svo æðrulaus. Hafði
sagt lækninum að hún vildi eng-
ar meðferðir en vildi samt bera
það undir okkur, börnin sín.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
getað verið hjá mömmu á hennar
erfiða síðasta áfanga lífsleiðar-
innar og talað við hana. Að henni
er mikill og stór missir. Kona
sem var með eitt mesta jafnaðar-
geð sem ég veit um, með raunsæi
og yfirvegun sem var aðdáunar-
verð. Þakklæti, sorg og eftirsjá
eru meðal þeirra hugsana sem
vaka og sofa í huga mínum nú og
eiga eftir að gera um ókomna tíð.
Takk fyrir allt og allt elsku
mamma mín.
Þinn
Jón Trausti (Jonni).
24. maí sl. lést Hulda Jóns-
dóttir 99 ára. Hulda var gift
Trausta Breiðfjörð Magnússyni,
f. 13. ágúst 1918, d. 7. mars 2019.
Trausti og Hulda hófu búskap
í Djúpuvík á Ströndum árið 1950.
Trausti kaupir 33 m2 hús í
Skjaldarbjarnavík og flytur það
á báti til Djúpavíkur og reisir
þar. Búinn að fá leyfi hjá Bygg-
ingarnefnd ríkisins fyrir sementi
í grunn. Þar fjölgar í fjölskyld-
unni og þegar þau flytja þaðan
1959 eru fimm í barnahópnum,
stúlkur í vist og oft gestkvæmt.
Rafmagn kom frá verksmiðj-
unni; þegar ekki var verið að
bræða var slökkt á því kl. 10 á
kvöldin en blikkað áður til að
vara við. Belju höfðu þau alla tíð
fyrir mjólk handa fjölskyldunni,
kindur fyrir kjöt og fiskur í sjón-
um. Trausti var skilvindumaður í
verksmiðjunni þegar hún var í
gangi en stundaði sjómennsku
annars.
Síldin breytti hegðun og hvarf
fyrir norðan, Aliansi, sem átti
verksmiðjuna, hafði fiskverkun
annars staðar og vildi ekki byrja
frystingu í Djúpuvík. Trausti
lýsti vonbrigðunum þegar þeir
voru búnir að útbúa frystiklefa í
verksmiðjuhúsinu, skeyti kom að
sunnan að búið væri að ákveða
að hætta framkvæmdum.
Það fjaraði undan byggðinni,
fjölskyldur yfirgáfu hús sín og
fluttu burt. Engir styrkir eða op-
inber aðstoð vegna ytri áfalla.
Árið 1959 yfirgaf fjölskyldan
hús, og vitaskip flutti þau á
Sauðanes þar sem Trausti gerð-
ist vitavörður. Hvorki bryggja
né vegur og híft upp í sliska
sams konar þeim sem stendur
enn við Hornbjarg. Einangrun
þar til Strákagöngin komu 1968
að kom vegasamband.
Þau höfðu undirbúið ellidag-
ana og samið við yngsta soninn
um að vera í horninu hjá honum
gegn því að hann fengi bústofn
þeirra og tæki. Tíðarandinn orð-
inn annar en hjá kynslóðinni á
undan og það gekk ekki. Flytja
þau þá til Reykjavíkur 1997.
Byrja á leigumarkaði í raðhúsi
við Hrafnistu í Reykjavík.
Trausti fór í ökutíma til að læra
á umferðina í Reykjavík, hún var
ólík því sem hann átti að venjast.
Hann keyrði ekki á annatíma,
villtist nokkrum sinnum en átt-
aði sig alltaf hvar hann var þegar
hann sá sjóinn. Raðhúsið er sett
á sölu árið 2000. Hvað er þá til
ráða, þau 80 ára?
Æðrulaus og ákveðin í að
halda reisn og sjálfstæði finna
þau íbúð sem þau langar í en
hafa enga sjóði til að setja í íbúð-
arkaup. Þau biðja mig að skoða
hvaða möguleika þau hafa á að
eignast þá íbúð við Austurbrún
sem þau höfðu séð auglýsta í ná-
grenni við Hrafnistu.
Jarðarfarasjóður og ein Lada-
bifreið voru eignirnar. Ég sæi
sjálfan mig 80 ára byrja frá
grunni að koma þaki yfir höfuðið.
Þau kaupa íbúðina, afborganir
og rekstur var ódýrari en leiga.
Þau voru stolt af að eiga íbúð.
Erfitt var að útskýra verð-
trygginguna, að það skipti ekki
máli hvort tekið sé 20 eða 40 ára
lán því þau verði væntanlega
komin undir græna torfu áður en
lánin klárist. Þau völdu 40 ár og
sögðu: Það verður þá minna að
rífast um þegar við förum!
Þau náðu bæði að búa í eigin
húsnæði 99 ára gömul, Trausti
varð 100 ára og langaði að end-
urnýja hjúskaparheit sitt við
Huldu sína á afmælinu en ekki
varð af því.
Við Vilborg höfum átt margar
ánægjustundir með þeim hjón-
um; skólagarðarnir með sonum
okkar, verslunarferðir í Costco
og IKEA, bryggjurúnta svo eitt-
hvað sé nefnt. Þau voru mjög
ólík að eðlisfari en stóðu saman
og buguðust aldrei þótt ytri að-
stæður kollvörpuðu þeirra
áformum. Nokkuð sem gagnast
okkur í dag. Yngri kynslóðir geta
lært margt af þeim.
Geir Þórarinn Zoega.
Elsku Hulda tengdamamma.
Það er heiður að hafa fengið að
kynnast jafn yndislegri konu og
þér. Sár er söknuður. Þú varst
svo minnug og það var svo gam-
an að spjalla við þig um gamla
daga. Þú varst stórkostleg kona.
Heiðarleg, myndarleg og upp-
finningasöm. Gerðir uppskriftir
að til dæmis góðsbrauði og glass-
úrbrauði sem voru og eru afar
vinsæl í fjölskyldunni. Þegar þú
bakaðir þá komu úr því listaverk,
randalínurnar voru svo flottar
hjá þér eins og allur annar
bakstur. Einstök kona, þú áttir
engan þinn líka. Þú varst mikið
fyrir tónlist og hlustaðir á alls
konar tónlist. Þú horfðir oft á
hljómleika með okkur Jonna á
Sauðanesi. Þú kunnir á gítar og
það var svo gaman að sjá og
heyra þig spila. Við áttum mörg
skemmtileg jólin og áramótin
saman og þá var spiluð vist og
manni. Við spiluðum saman og
beittum brögðum til að vinna
karlana. Í gamla daga var mikill
samgangur hjá foreldrum mín-
um og Huldu og Trausta. Allir í
minni fjölskyldu hafa alltaf haft
svo mikið álit á þessari mætu
konu. Hulda var með ótrúlegt
jafnaðargeð, sanngjörn og góð
kona. Ég vildi óska að það væru
fleiri líkir þér þó ekki væri nema
að litlu leyti.
Mun ég minnast þín Hulda mín með
gleði í hjarta.
Man ég þá tíð sem við áttum saman,
hlógum dátt.
Ég veit að þú munt fá að njóta ljóssins
bjarta.
Þitt hreina og hlýja hjarta vildi öllum
þeim sem lifðu sátt.
Eilíf kveðja,
Herdís.
Nú er komið að kveðjustund.
Tengdamóðir mín Hulda Jóns-
dóttir hefur kvatt þennan heim.
Mikið verður hennar sárt
saknað. Hún var einstök kona.
Það sem ég tók strax eftir við
fyrstu kynni var hennar einstaka
ró og æðruleysi. Hún tók öllu
með sama jafnaðargeðinu, jafnt
áföllum sem gleðifréttum. Það
var fátt sem gat haggað henni
Huldu.
Þessar síðustu vikur hafa
minningar um okkar mörgu góðu
stundir brotist fram. Oft sátum
við á pallinum hennar innan um
blómin sem voru henni svo kær.
Hún hafði mikið dálæti á blóm-
um og þau döfnuðu líka undravel
í hennar umsjá. Það voru líka
góðar stundir þegar við tókum
eldhússkápana í gegn fyrir hver
jól. Þá tókum við fram hvern
hlutinn eftir annan, bolla eða
rjómakönnu, þvoðum og þurrk-
uðum og með fylgdi saga; þessa
rjómakönnu keypti hún á ferða-
lagi eða þennan bolla fékk hún
að gjöf frá góðri vinkonu eða
systur. Sögurnar voru margar og
auðséð að hlýja og kærleikur
fylgdi minningunum.
Síðasta sumar lagði hún í
langferð á Strandirnar með dótt-
ur sinni, Möggu. Langaði hana
að sjá æskustöðvarnar í síðasta
sinn. Við hjónin ákváðum að
slást í för með þeim mæðgum, og
fara með út á Seljanes, þar sem
hún sleit barnsskónum. Það er
skemmst frá því að segja að
þetta var ótrúleg og ógleyman-
leg ferð í alla staði. Hún komst á
æskuheimilið, upp á loft fór hún,
snarbrattan stigann, á nítugasta
og áttunda aldursári. Hún strauk
gömlu rúmin, þilin, eldhúsbekk-
ina og skápana og andlit hennar
ljómaði. Hún lét ekki þar við
sitja, heldur vildi hún komast í
nátthagann þar sem hún hafði
svo oft í barnæsku setið yfir án-
um. Yfir móa, mýrar og kletta-
drög var að fara, en með ein-
beitnina og sterkan vilja að vopni
komst hún þessa leið. Hún gat
litið gamla nátthagann einu sinni
enn.
Ég kveð þig, elsku Hulda, með
söknuð í hjarta. Megi himnarnir
taka vel á móti þér.
Dagbjört Matthíasdóttir.
Elsku amma var einstök á svo
margan hátt. Lítillát, lífsreynd,
róleg, réttsýn, umburðarlynd,
eiginkona, systir, mamma,
amma, langamma og langa-
langamma. Einstök.
Minningarnar frá Sauðanesi
eru margar, ljúfar og ómetanleg-
ar. Silungurinn, nýbakaða bakk-
elsið, baulið í vitanum, ábryst-
irnar, fjósið, túnin,
heyskapurinn. Amma og afi.
Amma var alltaf tilbúin að
hafa okkur, barnabörnin, í kring-
um sig og okkur var velkomið að
fylgjast með, taka þátt eða bara
skottast í kringum hana eins og
hentaði okkur hverju sinni. Við
fengum að vera við sjálf og lærð-
um margt sem við búum að enn
þann dag í dag.
Við söknum ömmu og þökkum
fyrir að hafa haft hana lengi hjá
okkur og í leiðinni hugsum við
Hulda Jónsdóttir
Eiginmaður minn,
EGGERT VIGFÚSSON,
fyrrverandi slökkviliðsstjóri
Brunavarna Árnessýslu,
Austurvegi 19,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. júní.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Hulda Vilhjálmsdóttir
Guðrún, Helgi, Vilhjálmur og fjölskyldur