Morgunblaðið - 09.06.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Humarsúpa nefnist heimildarmynd
sem framleidd er af Axfilms ehf. og
spænsku fyrirtækjunum SUICA-
films og REC Grabaketa Estudioa.
Myndin var tekin upp með hléum frá
nóvember 2017 fram í maí á þessu
ári og er umfjöllunarefni hennar for-
vitnilegt, mannlífið á veitingahúsinu
Bryggjunni í
Grindavík.
Spænskir höf-
undar mynd-
arinnar, Pepe
Andreu og Rafa
Molés hjá SUICA
films, eru með
þekktustu
heimildarmynda-
smiðum Spánar
nú um stundir en
þeir komu fyrst
til Íslands árið 2006, heilluðust af
landi og þjóð og þá sérstaklega
mannlífinu á Bryggjunni og sneru
aftur 11 árum síðar. Hafði þá mikil
breyting orðið á íslensku samfélagi
með stórauknum straumi ferða-
manna.
Þær breytingar urðu kveikjan að
því að gerð var heimildarmynd um
Bryggjuna og mannlífið þar.
Skemmtileg og góð samvinna
Ólafur Rögnvaldsson hjá Axfilms
sér um íslenskan hluta framleiðsl-
unnar og kom hann einnig að hand-
ritsgerð og annaðist hluta kvik-
myndatöku myndarinnar. „Þetta er
búið að vera næstum því þriggja ára
ferli, frá því byrjað var að taka
fyrst,“ segir Ólafur og að spænsku
leikstjórarnir hafi komið fjórum
sinnum til landsins í tökur. „Þess á
milli var ég að skjóta fyrir þá,“ út-
skýrir hann.
En hvernig kynntist hann þessum
spænsku leikstjórum? „Það er nú
dálítið sérstakt frá því að segja. Ég
kynntist þeim þannig að ég fór í
húsaskipti til Valencia og það hittist
þannig á að annar þeirra, Rafa, svar-
aði okkar auglýsingu og þannig hóf-
ust þessi kynni,“ svarar Ólafur. „Það
kom í ljós að þá hafði lengi langað til
að koma til Íslands til að gera mynd
þannig að þetta var bara mjög
skemmtileg tilviljun. Síðan hlóð
þetta utan á sig og úr þessu varð
mjög skemmtileg og góð samvinna
sem er vonandi ekki lokið. Við erum
með fleiri pælingar í gangi.“
Hrifust af Bryggjunni
Ólafur segir þá Pepe og Rafa hafa
hrifist mjög af Bryggjunni og fyrri
eigendur staðarins, bræðurnir Að-
algeir og Kristinn Jóhannssynir eða
Alli og Krilli, eru aðalpersónur
myndarinnar. Nýverið tóku nýir eig-
endur við rekstrinum.
Bræðurnir voru á árum áður með
netagerð en þegar frystihúsið í bæn-
um brann minnkaði eftirspurnin eft-
ir netum og ákváðu þeir þá að opna
kaffihús og hafa sem aukabúgrein.
„Vinir þeirra fóru að koma í kaffi og
smám saman varð þetta líka menn-
ingarsetur því þeir voru m.a. með
tónleika, upplestrakvöld og menn
hafa komið til að segja sögur af öðr-
um Grindvíkingum. Fleiri reglulegir
viðburðir hafa verið þarna í gegnum
tíðina,“ útskýrir Ólafur.
„Bryggjan varð mjög þekkt fyrir
humarsúpuna og þennan anda sem
þar var og er með rosalega góða ein-
kunn á TripAdvisor. Því fóru að
streyma þangað sífellt fleiri ferða-
menn sem fannst þetta ekta íslensk-
ur staður og hann varð þekktur á
TripAdvisor.“
Seldu staðinn
Myndin átti upphaflega að fjalla
um þessa stemningu og litríkt mann-
lífið á Bryggjunni en Ólafur og
Spánverjarnir fréttu fljótlega af því
að fjárfestar úr Reykjavík vildu
kaupa staðinn og drifu sig því í tökur
þótt ekki væri búið að fjármagna
myndina að fullu. Bræðurnir létu á
endanum tilleiðast, seldu staðinn og
nú er búið að breyta hluta af neta-
gerðarverkstæðinu, sem var á efri
hæð hússins, í stórt veitingahús.
Ennþá koma þó gömlu karlarnir í
kaffi og sitja og spjalla saman á
neðri hæðinni, líkt og áður.
Humarsúpa hófst með húsaskiptum
Mannlífið á veitingahúsinu Bryggjunni í Grindavík er viðfangsefni spænsk-íslenskrar heimildar-
myndar „Skemmtileg og góð samvinna sem er vonandi ekki lokið,“ segir íslenskur framleiðandi
Á Bryggjunni Ester Bíbí Ásgeirsdóttir hljóðupptökumaður, Laura Hueso aðstoðarmaður, Pepe Andreu leikstjóri,
José Luis Gonzalez myndatökumaður og Rafa Moles leikstjóri við tökur á heimildarmyndinni á Bryggjunni.
Leiði José Luis Gonzalez myndatökumaður og leikstjórarnir Pepe Andreu og Rafa Moles með rit-
höfundinum Guðbergi Bergssyni í kirkjugarðinum í Grindavík við leiði vinar Guðbergs.
Með súpu Aðalgeir Jóhannsson, netgagerðarmaður og fyrrverandi eigandi Bryggjunnar.
Aðalgeir átti Bryggjuna með bróður sínum, Kristni, en þeir seldu staðinn.
Ólafur
Rögnvaldsson
Enska dagblaðið Guardian greinir
frá því að mögulega komi í ljós í
næstu kvikmynd um James Bond,
No Time To Die, að hann eigi barn.
Mun þetta koma fram í skjölum
tengdum tökum á myndinni sem
einhverra hluta vegna eru til sölu á
uppboðsvefnum eBay. Segir sagan
að í einu atriði komi við sögu fimm
ára stúlka að nafni Mathilde en sag-
an hefst einmitt fimm árum eftir að
Spectre, síðustu Bond-myndinni,
lauk. Hefur Bond nú sest í helgan
stein með unnustu sinni og þykjast
glöggir sjá að hann sé orðinn faðir,
út frá þessum upplýsingum. Bond
kemst auðvitað ekki upp með að
hætta njósnastörfum, eins og nærri
má geta, og hefur alls engan tíma
til að deyja, eins og kemur fram í
titli myndarinnar.
Á James Bond fimm ára stúlku?
Lokamyndin Daniel Craig verður í hlut-
verki Bonds í síðasta sinn í No Time To Die
sem frumsýnd verður í lok nóvember.