Morgunblaðið - 09.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Þegar Franklin D. Roosevelt (FDR) sór embættiseið var at- vinnuleysi í Banda- ríkjunum komið í 25% í kreppunni miklu. Í slíku árferði er erfitt að koma hjólum at- vinnulífsins af stað og ef rangt er farið að getur landið lent í hringiðu lífs- kjaraskerðingar og skattaánauðar eins og mörg evruríki Miðjarðar- hafsins hafa gert. Viðbrögð Roosevelts við krepp- unni voru New Deal-stefnan sem hann hafði boðað í kosningabaráttu sinni. Hún var að koma fólki í vinnu við verðmætasköpun í stað atvinnuleysis. Virkasti þátturinn í þeirri aðgerð var virkjun fallvatna og sala á raforku til heimilis og iðnaðar á hagstæðu verð. Lágt orkuverð var órjúfanlegur hluti af hugmyndafræði forsetans. Þegar honum var bent á að rekstur orku- veranna mundi skila engum eða mjög takmörkuðum hagnaði, svar- aði hann: Tekjur ríkisins koma á hinum endanum. Þar átti hann við að framleiðsla og sala raforku eyk- ur ekki verðmætasköpun að neinu marki umfram það sem byggingu orkuveranna nemur. En notkun á raforku gerir það, flestir þekkja hvað orkureikningur heimilisbílsins lækkar þegar hann er kominn á rafmagn, áhrifin í iðn- aðinum eru enn sterkari, svo þessi spá FDR rættist. Lágt orkuverð til heimila og atvinnuvega varð snögg- lega að atvinnuauðlind sem átti eft- ir að reisa við efnahag Bandaríkj- anna og gera þau að mesta iðnveldi heims. Hvort sem litið er til bif- reiðaframleiðslu, saumavéla á saumastofu eða frystivéla í frysti- húsi er grundvöllurinn orka. Flest framleiðsla reiðir sig á orku. Það vissi Roosevelt að kostnaðarsöm orka er jafn slæm fyrir atvinnulífið og óhófleg skattheimta. Það vissi Roosevelt einnig að ríki sem lítið framleiðir og hefur lítinn eða sveiflubundinn iðnað mun ekki ganga upp til lengri tíma litið. Áður en Bandaríkin urðu virkur þátttak- andi í stríðinu var atvinnuleysi komið undir tíu prósentustigin, kreppan á undanhaldi og framtíð Bandaríkjanna sem mesta efna- hagsveldi heimsins orðin ljós. Flest lönd tóku upp þessa stefnu, Eng- land með Central Elecricity Gene- rating Board, Frakkland með Électricité de France, Svíþjóð með Vattenfald, Noregur með Vass- dragsvæsenet og svo mætti lengi telja. Stefna Íslands í orkumálum und- ir forystu Sjálfstæðisflokksins var sambærileg. Raforkulögin frá 1946 meitluðu í stein upphaf þeirrar orkustefnu sem við þekkjum og varð burðarstoð íslensku atvinnu- veganna en í þeim sagði m.a. að „ríkinu einu er heimilt að reisa raf- orkuver, sem eru stærri en 100 hestöfl“ og að „Rafmagnsveitur rík- isins skulu hafa það verkefni að afla almenningi og atvinnuvegum landsins nægrar raforku á sem hagfelldastan og ódýrastan hátt“. Fyrrnefnd stefna varð ríkjandi hér- lendis og hefur reynst okkur Ís- lendingum vel, styrkt fyrirtækin í landinu og létt landsmönnum heim- ilisstörfin. Með stefnunni varð mjög jöfn dreifing á náttúruauðnum og sátt ríkti um virkjanirnar. Stóriðjustefnan var rökrétt fram- hald af þessu. Stórar virkjanir framleiða ódýrari raforku en litlar, ef markaður er nægur. Lands- virkjun var stofnuð til að útvega markað og virkja eins stórt og hægt var án þess að raforka til al- mennings hækkaði. Þetta hefur gengið mjög vel. Það var ekki fyrr en ríkið fór að innleiða flókið laga- bákn Evrópusambandsins og skil- greina orku sem almenna vöru sem málaflokkurinn fór að ókyrrast hér- lendis. Fyrst stuttlega upp úr alda- mótum með setningu nýrra raf- orkulaga til þess að innleiða fyrstu tvo evrópsku orkupakkana en svo með innleiðingu þriðja orkupakk- ans sem var í raun óskiljanlegur gjörningur þvert á mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Innleiðing þriðja orkupakkans var einstaklega slæm ákvörðun sem byggðist á ótta, örlagahyggju og und- irlægjuhætti gagnvart skriffinnaher Brussels. Við sjáum afleiðingarnar í fyrirhugaðri ákvörðun sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um að styrkja grænmetisiðnaðinn hér á landi með sértækum rík- isstyrkjum. Eðlilegri ráðstöfun hefði auðvitað verið að lækka raf- orkuverð en með slíkri almennri aðgerð skapast efnahagshvati sem byggist á jafnræði og grunngildum Sjálfstæðisflokksins um að dugn- aður eigi að fá að njóta sín. Nú þegar hinn sveiflubundni og ótrausti ferðamannaiðnaður mun óhjákvæmilega dragast saman hlýt- ur að koma til tals að snúa við þeirri slæmu vegferð sem orku- málin stefna í, enda getur rík- isstyrkt atvinnuástand aldrei geng- ið til lengdar. Hið opinbera á enn flest orkuver og þótt hin nýja orkustefna – sem gengur út á að orkuframleiðsla sé tekjustofn fyrir eigendur raforku- vera – sé vissulega komin til fram- kvæmda er hægt að snúa þeirri óheillaþróun við enda mun hún óhjákvæmilega letja verðmæta- framleiðslu á flestum sviðum sem skipta máli. Slíkar almennar að- gerðir eru í öllu falli betri en hug- myndir um ríkisstyrkt atvinnu- ástand bundið við vonir um að hin ótrausta atvinnugrein massatúrismi taki við sér að nýju. Landbúnaður- inn og iðnaðurinn þarf að fá raf- orku á hagstæðu verði og aðstoð ríkisins (utanríkisþjónustunnar) til að afla nýrra markaða fyrir þá há- gæða vöru sem þær atvinnugreinar framleiða. Með fallvötnin í farteskinu Eftir Viðar Guðjohnsen og Jónas Elíasson »Raforkulögin frá 1946 meitluðu í stein upphaf þeirrar orku- stefnu sem við þekkjum og varð burðarstoð ís- lensku atvinnuveganna Viðar H. Guðjohnsen Viðar Guðjohnsen er lyfjafræðingur og Jónas Elíasson er prófessor. Báðir sitja í stjórn Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál. Jónas Elíasson Óvæntri innrás CO- VID-19 faraldursins með útbreiðslugetu til að skaða heimsbyggð- ina virðist víðast hvar hafa verið tekið með vantrú. Líkt og verið hefur með heimsstyrj- aldirnar trúðu menn ekki við upphaf þess- arar ókunnu drepsótt- ar að hún næði nokk- urn tíma til þeirra sjálfra. Kórónuveira þessi yrði vís- indalega greind og kveðin niður við upptök sín í Kína á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, World Health Organization – WHO. Þannig höfðu Bandaríkin og Kína í kyrrþey átt samstarf vegna SARS-faraldursins 2003, svína- flensunnar 2009 og ebola-veirunnar 2013. Drepsóttin 1918, spánska veikin, er sögð sú mannskæðasta í sögunni og að andlátin væru tugir milljóna. Þetta má vera til aðvörunar þegar því er spáð að COVID- 19 kunni að fylgja önnur bylgja jafnvel enn ill- vígari faraldurs. Þótt margir aðilar vinni ötullega að því að finna bólu- efni gegn þessum faraldri er ljóst að samvinna þjóðanna er hvergi nærri fullnægjandi til að mæta öðru eins og því yfir- standandi, hvað þá öðru miklu meira, eins og t.d. 1918. Nú er því ekki tím- inn fyrir hefðbundnar ásakanir langrar um- ræðu í stíl Sameinuðu þjóðanna um hver beri ábyrgðina. Hraði út- breiðslu COVID-19 um gjörvalla heims- byggðina hefur verið slíkur að umræðan hefur ekki verið í rauntímatengslum við heimsþróunina þótt hins sama gæti ekki í þrengri hópi landa. Einkum á þetta við um ESB, sem lýsti því óvænt yfir að í umræðu væri 750 milljarða bein efnahagsaðstoð og lágvaxta lán við þau aðildarríki sem harðast eru leikin af COVID- krísunni. Hinir fimm föstu meðlimir Öryggisráðs SÞ hafa, að því er best er vitað, enn ekki tekið málið sem fastan dagskrárlið og ekki heyrist frá G-20, samráðsvettvangi helstu iðnríkja, um efnahagslega endur- reisn. Til að svo mætti vera þyrfti til sameiginlegt átak Bandaríkj- anna og Kína. Það er því miður síð- ur en svo fyrir hendi. Þá þarf aðra til, hugsanlega Evrópusambandið og Japan. Íslensk stjórnvöld tóku þegar í janúar þá hárréttu ákvörðun að hefja undirbúning viðbragða við því, sem varð seint í febrúar, að veiran barst hingað. Þegar til kast- anna kom og heilbrigðiskerfið var undir það búið að takast á við þetta risaverkefni var upplýst að koma yrði til almenn þátttaka, þjóðar- átak. Þá þyrftu margar fleiri stofn- anir að eiga þar hlut að máli en máttarstoðirnar, almannavarnir, sóttvarnalæknir, landlæknir og Ís- lensk erfðagreining. Og hver voru betur til þess fallin að leiða frá- bæra daglega sjónvarpskynningu en þau Víðir, Þórólfur og Alma? Kennt er að okkur beri að elska náungann eins og okkur sjálf. Á þá ekki að taka þessari skelfilegu drepsótt sem áminningu um að ávallt ber að sýna náunganum þá umhyggju sem til þessa hefur leitt Ísland meðal þjóða til afbragðs góðs árangurs? Eftir Einar Benediktsson » Óvæntri innrás CO- VID-19 faraldursins með útbreiðslugetu til að skaða heimsbyggðina virðist víðast hvar hafa verið tekið með vantrú. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Áminningin Fyrrihluta nóv- embermánaðar 2019 hafði Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri áhyggjur af því að Reykjavíkurflugvöllur gæti aldrei næstu ára- tugina komið að gagni sem varaflugvöllur þegar óhjákvæmilegt er fyrir flugmenn sem fljúga mikið milli Evr- ópu og Norður- Ameríku að hætta við lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna versnandi veðurskilyrða. Þessum ósannindum borgarstjóra vísa íslenskir flugmenn sem vita bet- ur til föðurhúsanna. Fyrir löngu hefði átt að vera búið að gera ítarleg- ar samanburðarmælingar á veður- fari í Vatnsmýri og Hvassahrauni til að fá skýr svör við spurningunni um hvort flugvöllur á þessum stað, norð- an Reykjanesbrautar, verði um ókomin ár 100% öruggur fyrir allt innanlandsflugið og sjúkraflugið þegar hafðar eru í huga snöggar veðrabreytingar sem enginn sér fyr- ir, þvert á allar veðurspár. Hingað til hafa Dagur B. og Hjálmar Sveinsson brugðist hinir verstu við þessum spurningum og svarað þeim með hroka og útúrsnúningi þegar þeir halda til streitu kröfunni um flug- vallarlest milli Keflavíkur og Reykja- víkur, sem er óhugsandi án neð- anjarðarganga, undir allt höfuð- borgarsvæðið. Þar er áhættan fyrir svona sam- göngumannvirki alltof mikil, vegna jarðskjálfta sem hafa síðustu árin fundist á Reykjavíkursvæðinu og Reykjanesskaganum. Áður hafa komið fram efasemdir um að heppi- legt sé að byggja flugvöll í Hvassa- hrauni, sem borgarstjóri vill strax fá í stað Reykjavíkurflugvallar án þess að stór hluti Reykjanesbrautar verði fyrst færður suður fyrir Hafnarfjörð. Fyrr og síðar hafa áhyggjufullir jarðfræðingar ítrekað andstöðu sína gegn byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og um leið varað við því að þetta svæði norðan Reykja- nesbrautar sé alltof nálægt gos- og sprungusvæðum Reykjanesskagans. Hér senda þessir jarðfræðingar skýr skilaboð um að flugvöllur fyrir innan- lands- og millilandaflugið eigi ekki heima í Hvassahrauni, sem þeir telja ekki 100% öruggt fyrir eldgosum, fari svo að þar opnist einn góðan veð- urdag stórar sprungur, borgarbúum og Suðurnesjamönum til mikillar hrellingar. Ég spyr: Hvað kostar það íslenska hagkerfið marga milljarða króna ef náttúruhamfarir á höfuðborgasvæð- inu og Reykjanesskaganum eyði- leggja Grindavíkurveg- inn, Suðurstrandar- veginn, Reykjanes- brautina og flugvöllinn, sem Dagur B. og Hjálmar Sveinsson vilja fljótlega ákveða í Hvassahrauni, án þess að kynna sér fyrst hvort tjónið á þessum samgöngumann- virkjum geti strax stór- skaðað íslenska skatt- greiðendur í þessu fámenna landi meira en eðlilegt þykir? Hér forðast borgar- stjóri eins og heitan eld óþægilegar spurningar fréttamanna, sem áður hafa spurt hvort þetta tjón verði nógu mikið til að íslenskir skattgreið- endur stórskaðist um ókomin ár með ófyrirséðum afleiðingum ef ríkis- sjóður fær skellinn. Önnur spurning: Skiptir það and- stæðinga Reykjavíkurflugvallar engu máli ef þessi græðgi vinstri- flokkanna í Reykjavík kostar vinn- andi fjölskyldur um allt land heimilin sín, sem yrðu fórnarlömb siðspilltra óreiðumanna á höfuðborgarsvæðinu? Fyrri athuganir á veðurfari í ná- grenni við Hvassahraun benda til þess að skilyrði til flugs á þessu svæði séu mun lakari en í Vatnsmýri. Það segir ekkert að Dagur B. geti á sínum forsendum skammtað sjálf- um sér fullt og ótakmarkað lög- regluvald til að ákveða þennan flug- völl norðan Reykjanesbrautar án þess að íslenska ríkið hafi efni á því að standa undir kostnaðinum við þetta samgöngumannvirki. Tíma- bært er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og skipi strax nefnd til að flýta undirbúningi að byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir innanlands- flugið í Vatnsmýri, sem gagnast öll- um landsmönnum og verður miklu ódýrari en borgarlínuruglið, járn- brautarbullið og nýr flugvöllur í Hvassahrauni. Á þessum gæluverkefnum borg- arstjóra og Hjálmars Sveinssonar höfum við ekki ráð þegar það liggur ljóst fyrir að áætlaður heildarkostn- aður er alltof hár og íslenskir skatt- greiðendur munu aldrei ráða við hann. Talið er fullvíst að tekjur rík- isins af sölu ríkislandsins í Vatnsmýri muni aðeins nægja til að greiða fjórð- ung af framkvæmdakostnaði við byggingu nýs flugvallar í Hvassa- hrauni, sem er ekki í sjónmáli næstu 30 árin. Flugvöllur á ekki heima í Hvassahrauni Eftir Guðmund Karl Jónsson » Þar er áhættan fyrir svona samgöngu- mannvirki alltof mikil. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.