Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 11

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Strigaskór úr leðri. Mjúkur leðurinnsóli sem gerir skóna einstaklega þægilega. Sumartilboð 5.997 Verð áður 11.995 Stærðir 36-42 Leður strigaskór í úrvali Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Engar flíkur veit ég hlýrri en lopa- peysur. Mér finnst líka gott að grípa í að prjóna þær, þá sjaldan að ég sest fyrir framan sjónvarpið á kvöld- in,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir á Kirkjubæjarklaustri, þjóðgarðs- vörður á vestursvæði Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Þótt landverðir sem standa vaktina úti á mörkinni í þjóð- görðum og á friðlýstum svæðum hafi sinn sérstaka hermannalita einkenn- isbúning er annar háttur hafður á Klaustri. Tíu peysur á tveimur vetrum Fyrir tveimur árum prjónaði Fanney nokkrar lopapeysur að vetr- arlagi, svartar með hvítum bekk og þar í með bláu mynstri er merki Vatnajökulsþjóðgarðs. Útkoman er góð. Landverðir á vestursvæði sinna umsjón og gæslu í Eldgjá og við Langasjó, í Lakagígum, Hraun- eyjum og Nýjadal við Sprengisands- leið. Fært verður á þessa staði innan skamms og á hverjum þeirra verða tveir landverðir við störf yfir háönn ferðamannatímans í júlí-ágúst. Fólk er því farið að tygja sig til, fer á fjöll með peysu og til viðbóta því finnst Fanneyju gúmmískór einkar þægi- legur fótabúnaður. „Nei, starfsfólki finnst ekkert til- tökumál að sameinast um eina peysu; til dæmis á þeim stöðum þar sem nokkrir saman ganga vaktirnar. Hér er búið að prjóna alls tíu peysur með þjóðgarðsmerki síðastliðna tvo vetur,“ segir Fanney, sem tók við starfi þjóðgarðsvarðar fyrir þremur árum. Prjónaskapur er list þar sem gild- ir að kunna réttu handtökin – og síð- an að hafa góða tilfinningu fyrir lit- um og mynstrum. Enginn er góður í öllu, eins og gjarnan er komist að orði, og Fanney fékk góða leiðsögn í handavinnunni þegar hún leitaði eft- ir. Hlýjar og þægilegar „Það var ekkert mál að prjóna bol- inn á peysunni en þegar kom að merki þjóðgarðsins vandaðist málið. En á Kirkjubæjarstofu, þekkingar- setri staðarins, eru öll vandamál leyst og samstarfskona mín fór á netið, gúgglaði mynstrið og þetta reyndist ekkert mál. Hanna Valdís Jóhannsdóttir, einn af landvörð- unum okkar, kom svo í þetta og prjónaði nokkrar peysur með mér. Fyrir utan að vera hlýjar og þægi- legar eru peysurnar svo skemmtileg tenging við landið, söguna og sauð- kindina, sem hefur haldið í okkur líf- inu í gegnum aldirnar,“ segir Fann- ey Ásgeirsdóttir að síðustu. Landverðir í lopapeysum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ull Í fallegum peysum. Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir þjóðgarðsvörður, Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar, og Kári Kristjánsson, sem sinnir fjölbreyttum störfum víða í hinum víðfeðma þjóðgarði.  Þjóðgarðsvörður á Klaustri prjónaði einkennisföt  Sam- einast um peysur  Tenging við land, sögu og sauðkindina Rannsókn Scandinavian Journal of Public Health um skaðsemi sænsks „snus“ bendir til þess að varan auki ekki líkur á krabbameini í munni hjá neytendum. Rannsóknin var fjár- mögnuð af Karólínska háskólanum í Svíþjóð. 418.369 karlmenn úr 9 ald- urshóparannsóknum tóku þátt í rannsókninni og alls greindust 628 þátttakendur með krabbamein í munni. Sænskt snus virðist þannig ekki auka líkur á krabbameini í munni neytenda, en ekki er útilokað að neysla á snus auki líkurnar á ann- arskonar krabbameini, til dæmis í hálsi, eftir því sem fram kemur í rannsókninni. Í lokaorðum rann- sóknarinnar kemur fram að niður- stöðurnar stangist á við „sannfær- andi sannanir fyrir aukinni áhættu á krabbameini í munni á meðal neyt- enda annarskonar munntóbaks, með- al annars tegunda sem notaðar eru í Bandaríkjunum, Indlandi, Pakistan og Súdan, en eru sambærilegar flest- um öðrum rannsóknum á Norður- löndum.“ Sænskt snus er tóbaksvara sem meðal annars er seld er í litlum pok- um sem settir eru undir vör. Svokall- að „hvítt snus“ hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi og víðar á und- anförnum mánuðum. Um er að ræða tóbakslausa níkótínpúða sem eru ætlaðir til neyslu undir efri vör. Slík- ar vörur falla því ekki undir bann sem er í gildi hér á landi við sölu bæði fínkorna og grófkorna munntóbaks. Samkvæmt svari ÁTVR við fyrir- spurn Morgunblaðsins hefur sala á íslensku neftóbaki dregist saman um 36,65% á fyrstu fimm mánuðum árs- ins samanborið við 2019. Alls seldust 18.364 kílógrömm af neftóbaki á tímabilinu janúar til maí í fyrra, en 11.634 kílógrömm hafa selst á sama tímabili í ár. Talsverð yfirfærsla hef- ur orðið á milli tegunda hjá sölustöð- um tóbaks- og níkótínvara. Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustu- stöðva N1, segir að 20% samdráttur hafi verið í sölu á íslensku neftóbaki fyrstu fimm mánuði ársins. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tób- aksvarna hjá Embætti landslæknis, segir engar tölur vera hjá embættinu um notkun níkótínpúða þar sem ekk- ert eftirlit er með neyslu og sölu slíkra vara. „Við höfum haft áhyggj- ur af því að ungt fólk sé að byrja þessa neyslu og við vitum ekki hvert hún leiðir. Engar reglugerðir eða lög ná yfir þessar vörur ennþá og þar af leiðandi höfum við engin gögn. Það hefur verið töluverð minnkun í raf- rettunorkun, en tilgátan er að sú neysla hafi mögulega færst yfir í ní- kótínpúða,“ segir Viðar. Hann segir engar tölur yfir það hve margir þeirra sem nota munntóbak noti sænskt snus. Þá segir Viðar að nið- urstöður annarra rannsókna á skað- semi sænsks snus bendi til þess að varan sé ekki skaðlaus. „Það var til að mynda gerð önnur stór norsk rannsókn sem var birt í fyrra og sú rannsókn bendir til að snus sé ekki skaðlaust,“ segir Viðar. Sænskt snus auki ekki líkur á krabbameini  Niðurstöður rannsóknar að neysla auki ekki líkur á krabbameini í munni Morgunblaðið/Eggert Breyting Minna selst af íslensku neftóbaki en snus er vinsælt. Mörg verkefni eru um þessar mund- ir í pípunum hjá veitufyrirtækjum landsins og eftirspurn eftir lagnaefni er mikil. Þetta segir Bergsteinn Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sets hf. á Selfossi, en fyrirtækið er umsvifa- mikið í framleiðslu á röraefni úr plasti sem selt er til veitna, verktaka og fyrirtækja á á byggingamarkaði. Helstu verkefni Sets undanfarið hafa verið framleiðsla fyrir Norður- orku, Orkuveitu Reykjavíkur, Rarik og HS orku. Þá hefur fyrirtækið á liðnum árum haft ýmis verkefni á Grænlandi og í meira en áratug framleitt einangruð plaströr fyrir Bandaríkjamarkað. Hjá Seti starfa nú alls 90 manns og var samanlögð velta 3,3 milljarðar á síðasta ári. Spennandi nýsköpun „Við búum orðið að mikilli reynslu starfsfólks okkar og margt spenn- andi á sér stað í nýsköpun, tækni- þróun, vélsmíði og þróun nýrra af- urða,“ segir Bergsteinn. „Okkur tókst að halda óskertum afköstum og þjónustustigi allt Covid-tímabilið þó að aðskilnaður milli vinnusvæða og deilda hafi verið tekinn upp 9. mars og gilt í um tvo mánuði. Hægt var lít- ið eitt á vinnslunni í verksmiðju fé- lagsins í Þýskalandi, en þaðan koma stærri og þyngri hitaveiturör til landsins. „Margt gott kom út úr nýjum vinnubrögðum á veirutímanum og við nýtum reynsluna til framþróun- ar,“ segir Bergsteinn og að síðustu: „Við væntum mikils af þátttöku í öll- um þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru á næstu árum. Þarna get ég til- tekið verkefni á sviði innviðaupp- byggingar, orku og umhverfismála. Þetta eru raf-, vatns- og fráveitur, ljósleiðarakerfi og vegagerð en einn- ig ýmislegt í sjávarútvegi, fisk- vinnslu og landbúnaði.“ sbs@mbl.is Ný vinnubrögð á veirutímanum  Umsvif og nýsköpun Sets á Selfossi Morgunblaðið/Eggert Rör Mikil eftirspurn er eftir lagna- efni, segir Bergsteinn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.